„Var farið að setjast á sálina“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2021 19:01 Valdís Þóra Jónsdóttir er hætt sem atvinnukylfingur. LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir segir að endalaus meiðsli hafa sest á sálina. Það hafi svo endað með að vegna þrálátra og slæmra meiðsla hafði hún ákveðið að hætta sem atvinnukylfingur. Valdís tilkynnti í síðustu viku að hún væri búin að setja punkt á bak við atvinnumannaferil sinn, í bili að minnsta kosti, og hún ræddi ákvörðunina í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. „Þetta var farið að setjast á sálina. Það var erfitt að vera alltaf svona verkjaður. Það er erfitt að vera glaður þegar maður er verkjaður,“ sagði Valdís Þóra. Valdís Þóra lék meðal annars á tveimur risamótum á sínum ferli sem atvinnumaður, á Opna bandaríska árið 2017 og Opna breska árið 2018. Valdís hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari í höggleik og einu sinni í holukeppni. Hún lék á LET-mótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, árin 2017-2020 og náði á tveimur mótum að lenda í 3. sæti. „Það er erfitt að vera hress og kátur og standa sig vel í því sem maður er að gera þegar maður fæ ekki nægan svefn eða hvíld eða einhverja smá pásu frá verkjum.“ „Það vita það allir sem eru með verki eða hafa verið með merki að það er mjög líandi og það sest á sálina. Þetta eru andleg og líkamleg heilsa sem ég er að taka fram yfir íþróttina,“ sagði Valdís. Viðtalið við Valdísi í heild sinni má sjá og lesa á Vísi á morgun. Klippa: Sportpakkinn - Valdís Þóra Golf Tengdar fréttir Valdís Þóra: „Ég er stolt af því sem ég hef náð“ Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir tilkynnti í gær að hún væri hætt atvinnumennsku í golfi. Valdís segir í tilkynningu sinni að stanslaus sársauki seinustu þrjú ár sé ástæða ákvörðunarinnar. Hún segir það ákveðin létti að vera búin að taka þessa ákvörðun. 8. apríl 2021 11:00 Valdís hætt í atvinnumennsku: „Þrjú ár af stanslausum sársauka“ „Vonandi mun ég einn daginn geta spilað golf aftur mér til gamans,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir. Vegna þrálátra og slæmra meiðsla hefur hún ákveðið að hætta sem atvinnukylfingur. 7. apríl 2021 12:56 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Valdís tilkynnti í síðustu viku að hún væri búin að setja punkt á bak við atvinnumannaferil sinn, í bili að minnsta kosti, og hún ræddi ákvörðunina í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. „Þetta var farið að setjast á sálina. Það var erfitt að vera alltaf svona verkjaður. Það er erfitt að vera glaður þegar maður er verkjaður,“ sagði Valdís Þóra. Valdís Þóra lék meðal annars á tveimur risamótum á sínum ferli sem atvinnumaður, á Opna bandaríska árið 2017 og Opna breska árið 2018. Valdís hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari í höggleik og einu sinni í holukeppni. Hún lék á LET-mótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, árin 2017-2020 og náði á tveimur mótum að lenda í 3. sæti. „Það er erfitt að vera hress og kátur og standa sig vel í því sem maður er að gera þegar maður fæ ekki nægan svefn eða hvíld eða einhverja smá pásu frá verkjum.“ „Það vita það allir sem eru með verki eða hafa verið með merki að það er mjög líandi og það sest á sálina. Þetta eru andleg og líkamleg heilsa sem ég er að taka fram yfir íþróttina,“ sagði Valdís. Viðtalið við Valdísi í heild sinni má sjá og lesa á Vísi á morgun. Klippa: Sportpakkinn - Valdís Þóra
Golf Tengdar fréttir Valdís Þóra: „Ég er stolt af því sem ég hef náð“ Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir tilkynnti í gær að hún væri hætt atvinnumennsku í golfi. Valdís segir í tilkynningu sinni að stanslaus sársauki seinustu þrjú ár sé ástæða ákvörðunarinnar. Hún segir það ákveðin létti að vera búin að taka þessa ákvörðun. 8. apríl 2021 11:00 Valdís hætt í atvinnumennsku: „Þrjú ár af stanslausum sársauka“ „Vonandi mun ég einn daginn geta spilað golf aftur mér til gamans,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir. Vegna þrálátra og slæmra meiðsla hefur hún ákveðið að hætta sem atvinnukylfingur. 7. apríl 2021 12:56 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Valdís Þóra: „Ég er stolt af því sem ég hef náð“ Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir tilkynnti í gær að hún væri hætt atvinnumennsku í golfi. Valdís segir í tilkynningu sinni að stanslaus sársauki seinustu þrjú ár sé ástæða ákvörðunarinnar. Hún segir það ákveðin létti að vera búin að taka þessa ákvörðun. 8. apríl 2021 11:00
Valdís hætt í atvinnumennsku: „Þrjú ár af stanslausum sársauka“ „Vonandi mun ég einn daginn geta spilað golf aftur mér til gamans,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir. Vegna þrálátra og slæmra meiðsla hefur hún ákveðið að hætta sem atvinnukylfingur. 7. apríl 2021 12:56