Covid og sveigjanleiki manneskjunnar Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 9. apríl 2021 09:30 Ein af okkar grundvallandi þörfum er þörfin fyrir sálrænt öryggi. Þörfin fyrir að vita að það verður í lagi með okkur. Þessi þörf hjálpar okkur að halda lífi og minnir okkur á að gæta okkar, taka ekki óþarfa áhættu, sýna ekki fífldirfsku og skipuleggja líf okkar af skynsemi út frá þekktum forsendum. Covid hefur aldeilis reynt á okkur og gert okkur erfiðara fyrir að uppfylla þessa grundvallarþörf. Við höfum þurft að breyta plönum með engum fyrirvara, temja okkur nýja siði og venjur, láta á móti okkur tengsl og samveru við þá sem okkur þykir vænt um og sinna okkar störfum í nýjum og þrengri aðstæðum. Og við gerum það, þökk sé þeim sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem manneskjunni er gefin. Covidbylgjurnar henda okkur fram og til baka. Og þessi reynsla reynir á taugar, eykur kvíða og styttir pirringsþráðinn. Orkan er minni – og leiðir til að ná í orku færri og flóknari. Við vorum heima að vinna, við fengum svo að fara í vinnuna og fórum svo aftur heim að vinna. Og margir hafa misst vinnuna, hafa enga vinnu að fara til. Mörgum hefur komið á óvart hvað reyndi á suma – jafnvel marga – að fara aftur til vinnu. Stinga sér aftur inn í vinnufélagahópinn. Þurfa að snurfusa sig á morgnana og vera í samskiptum við marga, venjast áreitinu í vinnunni og skipuleggja á annan hátt verkefni og vinnusiði. Vera svo að ná tökum á því til þess eins að fara aftur heim og taka upp gamla covidsiði. Nú er ekki svo að ég sé að lýsa einhverjum hörumungum á borð við sult og seyru, kulda og trekk. En þessar óvelkomnu og undarlegu breytingar vegna heimsfaraldurs sem við berjumst nú við að ná tökum á af öllum mætti, hafa lúmsk og erfið sálræn áhrif á okkur flest. Það reynir á kollinn að muna eftir og tileinka sér þessa nýju siði. Það reynir á okkur rifrildið um sóttkví og fyrirkomulag hennar. Við berum okkur saman, verðum reið út í hvert annað og finnst okkar hlutur fyrir borð borinn. Fáum samviskubit yfir að finnast fábreytta lífið gott. Fáum samviskubit yfir að fá að fara í vinnuna þegar aðrir verða að vinna heima við þrengri aðbúnað. Fáum samviskubit yfir að ganga að gosinu, fara í bústað, hitta nána vini. Berum okkur saman við aðra og verðum óörugg, frústreruð, reið og hrædd. Stjórnendur og starfsfólk hafa þurft að glíma við stór verkefni, ný og flókin. Erfitt er að skipuleggja fram í tímann og það er alveg nýr veruleiki. Við tölum um sviðsmyndir og leiðir, útgáfur og horfur þar til við erum orðin blá í framan og andlega þreytan gerir það að verkum að svefnleysi og þunglyndi eykst. Þegar fjórða bylgjan birtist við sjóndeildarhring var stutt í bugun á mörgum vígstöðvum. Það eru takmörk fyrir því hvað við getum tekið margar beygjur – og þó. Við tökum jafnmargar beygjur og við verðum að taka,. Það ekkert annað í boði. En við höfum þó lært alveg heil ósköp á þessu ári. Við höfum lært að það er gott að búa í fjölskylduvænu samfélagi og eiga „jólakúlur“ og „páskaegg“ að hverfa til. Við höfum lært að við höfum meiri sveigjanleika en við trúðum að væri hægt að búa yfir. Við höfum verið rækilega minnt á hvað list í öllum sínum formum er okkur mikilvæg – bæði vegna þess að það er þrengt að þessum formum og við söknum mikið en líka vegna þess að þá sækjum við í önnur form listar og hún hjálpar okkur svo sannarlega að lifa af. Hvert og eitt okkar hefur líka lært að við búum yfir eiginleikum, þrautseigju, þolgæði, hæfni til að hafa ofan af fyrir okkur með nýjum leiðum. Við höfum líka kynnst því hvað við eigum framúrskarandi gott og sterkt fagfólk á svo mörgum sviðum, í okkar röðum. Það eykur sálrænt öryggi svo sannarlega. Þessari reynslu búum við að, svo framundan eru fróðlegir og frjóir tímar! Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Þórkatla Aðalsteinsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ein af okkar grundvallandi þörfum er þörfin fyrir sálrænt öryggi. Þörfin fyrir að vita að það verður í lagi með okkur. Þessi þörf hjálpar okkur að halda lífi og minnir okkur á að gæta okkar, taka ekki óþarfa áhættu, sýna ekki fífldirfsku og skipuleggja líf okkar af skynsemi út frá þekktum forsendum. Covid hefur aldeilis reynt á okkur og gert okkur erfiðara fyrir að uppfylla þessa grundvallarþörf. Við höfum þurft að breyta plönum með engum fyrirvara, temja okkur nýja siði og venjur, láta á móti okkur tengsl og samveru við þá sem okkur þykir vænt um og sinna okkar störfum í nýjum og þrengri aðstæðum. Og við gerum það, þökk sé þeim sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem manneskjunni er gefin. Covidbylgjurnar henda okkur fram og til baka. Og þessi reynsla reynir á taugar, eykur kvíða og styttir pirringsþráðinn. Orkan er minni – og leiðir til að ná í orku færri og flóknari. Við vorum heima að vinna, við fengum svo að fara í vinnuna og fórum svo aftur heim að vinna. Og margir hafa misst vinnuna, hafa enga vinnu að fara til. Mörgum hefur komið á óvart hvað reyndi á suma – jafnvel marga – að fara aftur til vinnu. Stinga sér aftur inn í vinnufélagahópinn. Þurfa að snurfusa sig á morgnana og vera í samskiptum við marga, venjast áreitinu í vinnunni og skipuleggja á annan hátt verkefni og vinnusiði. Vera svo að ná tökum á því til þess eins að fara aftur heim og taka upp gamla covidsiði. Nú er ekki svo að ég sé að lýsa einhverjum hörumungum á borð við sult og seyru, kulda og trekk. En þessar óvelkomnu og undarlegu breytingar vegna heimsfaraldurs sem við berjumst nú við að ná tökum á af öllum mætti, hafa lúmsk og erfið sálræn áhrif á okkur flest. Það reynir á kollinn að muna eftir og tileinka sér þessa nýju siði. Það reynir á okkur rifrildið um sóttkví og fyrirkomulag hennar. Við berum okkur saman, verðum reið út í hvert annað og finnst okkar hlutur fyrir borð borinn. Fáum samviskubit yfir að finnast fábreytta lífið gott. Fáum samviskubit yfir að fá að fara í vinnuna þegar aðrir verða að vinna heima við þrengri aðbúnað. Fáum samviskubit yfir að ganga að gosinu, fara í bústað, hitta nána vini. Berum okkur saman við aðra og verðum óörugg, frústreruð, reið og hrædd. Stjórnendur og starfsfólk hafa þurft að glíma við stór verkefni, ný og flókin. Erfitt er að skipuleggja fram í tímann og það er alveg nýr veruleiki. Við tölum um sviðsmyndir og leiðir, útgáfur og horfur þar til við erum orðin blá í framan og andlega þreytan gerir það að verkum að svefnleysi og þunglyndi eykst. Þegar fjórða bylgjan birtist við sjóndeildarhring var stutt í bugun á mörgum vígstöðvum. Það eru takmörk fyrir því hvað við getum tekið margar beygjur – og þó. Við tökum jafnmargar beygjur og við verðum að taka,. Það ekkert annað í boði. En við höfum þó lært alveg heil ósköp á þessu ári. Við höfum lært að það er gott að búa í fjölskylduvænu samfélagi og eiga „jólakúlur“ og „páskaegg“ að hverfa til. Við höfum lært að við höfum meiri sveigjanleika en við trúðum að væri hægt að búa yfir. Við höfum verið rækilega minnt á hvað list í öllum sínum formum er okkur mikilvæg – bæði vegna þess að það er þrengt að þessum formum og við söknum mikið en líka vegna þess að þá sækjum við í önnur form listar og hún hjálpar okkur svo sannarlega að lifa af. Hvert og eitt okkar hefur líka lært að við búum yfir eiginleikum, þrautseigju, þolgæði, hæfni til að hafa ofan af fyrir okkur með nýjum leiðum. Við höfum líka kynnst því hvað við eigum framúrskarandi gott og sterkt fagfólk á svo mörgum sviðum, í okkar röðum. Það eykur sálrænt öryggi svo sannarlega. Þessari reynslu búum við að, svo framundan eru fróðlegir og frjóir tímar! Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun