Golfkastararnir hafa mikla trú á Justin Thomas á Masters Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2021 15:31 Besti árangur Justins Thomas á Masters er 4. sæti sem hann náði í fyrra. getty/Mike Ehrmann Strákarnir í Golfkastinu telja Justin Thomas líklegan til afreka á Masters-mótinu sem hefst í dag. Íslandsmeistararnir Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson halda úti Golfkastinu, hlaðvarpi um golf. Þeir tóku upp næstum því eins og hálfs tíma þátt í gær þar sem þeir ræddu um Masters sem hefst í dag. Masters er fyrsta risamót ársins af fjórum. Þeir Sigmundur og Þórður nefndu hvor um sig þrjá kylfinga sem þeir telja líklega til að vera ofarlega á Masters og keppast um það að klæðast græna jakkanum í lok móts á sunnudaginn. Nafn Thomas var á lista þeirra beggja. Hann hefur unnið eitt risamót á ferlinum, PGA-meistaramótið 2017. „Justin Thomas, ég held mig við hann. Og þótt hann hafi ekki riðið feitum hesti frá síðasta risamóti ætla ég að henda Xander Schauffele þarna inn,“ sagði Þórður og kom svo með eitt óvænt nafn. „Það er ekki Tony Finau, og ég veit að þú ert alveg miður þín yfir því, þetta er góður vinur minn, hann Patrick Reed. Ef púttin hans eru ágæt og slátturinn jafn góður og hann hefur verið á hann alveg góða möguleika. Hann gæti alveg tekið þetta.“ Sigmundur kom svo með sína þrjá kylfinga og byggði það á útreikningum golftölfræðingsins Rich Hunt. „Ég er Justin Thomas-maður og eftir sigurinn hans um daginn verð ég að halda í hann,“ sagði Sigmundur. „Þótt hann hafi verið á tíu höggum yfir pari á par fjögur holunum síðast held ég að hann sé búinn að læra að stjórna lengdinni betur og ég segi að Bryson DeChambeu verði í topp þremur.“ Sigmundur velti því svo lengi fyrir sér hvort hann ætti að velja Jordan Spieth, sem vann síðasta PGA-mótið fyrir Masters, eða Rory McIlroy. Hann ákvað á endanum að henda þeim báðum út og velja Collin Morikawa sem vann PGA-meistaramótið í fyrra. Hlusta má á Golfkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um líklegustu sigurvegarana á Masters hefst á 52:00. Bein útsending frá fyrsta degi Masters hefst á Stöð 2 Golf klukkan 19:00 í kvöld. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira
Íslandsmeistararnir Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson halda úti Golfkastinu, hlaðvarpi um golf. Þeir tóku upp næstum því eins og hálfs tíma þátt í gær þar sem þeir ræddu um Masters sem hefst í dag. Masters er fyrsta risamót ársins af fjórum. Þeir Sigmundur og Þórður nefndu hvor um sig þrjá kylfinga sem þeir telja líklega til að vera ofarlega á Masters og keppast um það að klæðast græna jakkanum í lok móts á sunnudaginn. Nafn Thomas var á lista þeirra beggja. Hann hefur unnið eitt risamót á ferlinum, PGA-meistaramótið 2017. „Justin Thomas, ég held mig við hann. Og þótt hann hafi ekki riðið feitum hesti frá síðasta risamóti ætla ég að henda Xander Schauffele þarna inn,“ sagði Þórður og kom svo með eitt óvænt nafn. „Það er ekki Tony Finau, og ég veit að þú ert alveg miður þín yfir því, þetta er góður vinur minn, hann Patrick Reed. Ef púttin hans eru ágæt og slátturinn jafn góður og hann hefur verið á hann alveg góða möguleika. Hann gæti alveg tekið þetta.“ Sigmundur kom svo með sína þrjá kylfinga og byggði það á útreikningum golftölfræðingsins Rich Hunt. „Ég er Justin Thomas-maður og eftir sigurinn hans um daginn verð ég að halda í hann,“ sagði Sigmundur. „Þótt hann hafi verið á tíu höggum yfir pari á par fjögur holunum síðast held ég að hann sé búinn að læra að stjórna lengdinni betur og ég segi að Bryson DeChambeu verði í topp þremur.“ Sigmundur velti því svo lengi fyrir sér hvort hann ætti að velja Jordan Spieth, sem vann síðasta PGA-mótið fyrir Masters, eða Rory McIlroy. Hann ákvað á endanum að henda þeim báðum út og velja Collin Morikawa sem vann PGA-meistaramótið í fyrra. Hlusta má á Golfkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um líklegustu sigurvegarana á Masters hefst á 52:00. Bein útsending frá fyrsta degi Masters hefst á Stöð 2 Golf klukkan 19:00 í kvöld. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira