Körfubolti

Jrue Holiday fær nýjan risasamning

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jrue Holiday er að eiga sitt besta tímabil.
Jrue Holiday er að eiga sitt besta tímabil. Stacy Revere/Getty Images

Samkvæmt umboðsmanni Jrue Holiday sem leikur með Milwaukee Bucks, er þessi þrítugi leikstjórnandi að fá nýjan risasamning við liðið. Samningurinn hljóðar upp á allt að 160 milljónir Bandaríkjadala og gildir til ársins 2025.

Milwaukee Bucks ætlar að tryggja sér þjónustu Jrue Holiday næstu fjögur árin eða til ársins 2025. Holiday er líklega að eiga sitt besta tímabil á ferlinum til þessa, en hann er með að meðaltali 17 stig, 5,4 stoðsendingar og 1,8 stolinn bolta í leik.

Hann er líka að skjóta betur en nokkru sinni áður, en 50,9% utan af velli og 39% þriggja stiga nýting talar sínu máli.

Það er ekki síst varnargeta Holiday sem heilla stjórnarmenn Bucks. Holiday missti af tíu leikjum í röð í vetur, en á þeim tíma var liðið með sautjándu bestu vörnina og tíundu bestu sóknina. Þegar Holiday spilar er liðið með eina af bestu fimm sóknum deildarinnar og eina af 10 bestu vörnunum.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.