Gylfaginning Þorsteinn Siglaugsson skrifar 31. mars 2021 17:01 Gylfi Zoega hagfræðiprófessor kom í Kastljós RÚV þriðjudaginn 30. mars til að ræða hagræn áhrif aðgerða gegn kórónaveirunni. Virtist Gylfa ekki þykja hrun ferðaþjónustunnar skipta mjög miklu máli, enda stæði sú grein aðeins fyrir um 10% landsframleiðslunnar. Því væri í lagi að fórna því sem hann nefndi „10% hagkerfið“ fyrir „90% hagkerfið“. Virtist Gylfi telja að með þessu væri hann að líta til heildarhagsmuna landsins. Nú horfum við fram á tæplega 1200 milljarða tjón hins opinbera á árunum 2020-2023, sem nemur tekjum þess í heilt ár, meira en 20 nýjum Landspítölum, og leiðir beint af aðgerðum til að hægja á útbreiðslu pestarinnar. Afleiðingarnar verða verulega skert geta hins opinbera til að standa undir grunnþjónustu, hundruð dauðsfalla sökum þess heilsutjóns sem af atvinnuleysi leiðir, stórtjón á framtíðarmöguleikum yngstu kynslóðarinnar, alvarlegasta geðheilbrigðisvá á síðari tímum, og svo mætti lengi telja. Þessu hefði mátt afstýra með hnitmiðuðum og yfirveguðum viðbrögðum í takt við hina raunverulegu hættu. Kostnaðurinn hefði orðið örlítið brot af þessari upphæð. Og nú stefnir jafnframt í að búið verði að bólusetja þá sem þörf er á að bólusetja innan mánaðar. En jafnvel þá má ekki hætta að auka við tjónið að mati prófessorsins. Í þessu ljósi er auðvitað fráleitt að málflutningur Gylfa grundvallist á einhverju mati á heildarhagsmunum. En aftur að prósentuhagkerfum prófessorsins. Sé brotthvarf 10% landsframleiðslunnar jafn léttvægt og Gylfi heldur fram, myndi þá breyta svo miklu þótt hlutfallið væri aðeins hærra? Væru 15% okkur að skaðlausu? Væri það okkur þá til svo mikils tjóns þótt hinar stóru útflutningsgreinarnar yrðu einfaldlega lagðar af líka? Sjávarútvegurinn stendur ekki fyrir nema 5% landsframleiðslunnar. Og hlutur stóriðjunnar er kannski um 2%. Ferðaþjónustan var um 8% áður en hún var lögð niður. Þá eru samt um 85% hagkerfisins eftir, sé þessari byltingarkenndu aðferðafræði fylgt, og við værum bara í nokkuð góðum málum, eða hvað? Meginhluti þjóðarinnar myndi að vísu missa vinnuna, en til hvers eru atvinnuleysisbætur? Og eftir stæði auðvitað hið opinbera: Það má lengi lifa á að kenna fólki þau merku fræði að hagkerfi sé ekki kerfi, heldur samsafn ótengdra þátta sem allir eru jafngildir og hafa engin áhrif hver á annan. Þessa kenningu mætti kalla Gylfaginningu, höfundinum til heiðurs. Að vísu bærist fremur lítill gjaldeyrir til landsins, en hvað um það? Innflutninginn mætti einfaldlega leggja af líka. Þannig náum við jafnframt að tryggja landamærin endanlega, svo hingað berist alveg örugglega aldrei nein kórónaveirusmit. Því það er auðvitað það eina í öllum heiminum sem skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor kom í Kastljós RÚV þriðjudaginn 30. mars til að ræða hagræn áhrif aðgerða gegn kórónaveirunni. Virtist Gylfa ekki þykja hrun ferðaþjónustunnar skipta mjög miklu máli, enda stæði sú grein aðeins fyrir um 10% landsframleiðslunnar. Því væri í lagi að fórna því sem hann nefndi „10% hagkerfið“ fyrir „90% hagkerfið“. Virtist Gylfi telja að með þessu væri hann að líta til heildarhagsmuna landsins. Nú horfum við fram á tæplega 1200 milljarða tjón hins opinbera á árunum 2020-2023, sem nemur tekjum þess í heilt ár, meira en 20 nýjum Landspítölum, og leiðir beint af aðgerðum til að hægja á útbreiðslu pestarinnar. Afleiðingarnar verða verulega skert geta hins opinbera til að standa undir grunnþjónustu, hundruð dauðsfalla sökum þess heilsutjóns sem af atvinnuleysi leiðir, stórtjón á framtíðarmöguleikum yngstu kynslóðarinnar, alvarlegasta geðheilbrigðisvá á síðari tímum, og svo mætti lengi telja. Þessu hefði mátt afstýra með hnitmiðuðum og yfirveguðum viðbrögðum í takt við hina raunverulegu hættu. Kostnaðurinn hefði orðið örlítið brot af þessari upphæð. Og nú stefnir jafnframt í að búið verði að bólusetja þá sem þörf er á að bólusetja innan mánaðar. En jafnvel þá má ekki hætta að auka við tjónið að mati prófessorsins. Í þessu ljósi er auðvitað fráleitt að málflutningur Gylfa grundvallist á einhverju mati á heildarhagsmunum. En aftur að prósentuhagkerfum prófessorsins. Sé brotthvarf 10% landsframleiðslunnar jafn léttvægt og Gylfi heldur fram, myndi þá breyta svo miklu þótt hlutfallið væri aðeins hærra? Væru 15% okkur að skaðlausu? Væri það okkur þá til svo mikils tjóns þótt hinar stóru útflutningsgreinarnar yrðu einfaldlega lagðar af líka? Sjávarútvegurinn stendur ekki fyrir nema 5% landsframleiðslunnar. Og hlutur stóriðjunnar er kannski um 2%. Ferðaþjónustan var um 8% áður en hún var lögð niður. Þá eru samt um 85% hagkerfisins eftir, sé þessari byltingarkenndu aðferðafræði fylgt, og við værum bara í nokkuð góðum málum, eða hvað? Meginhluti þjóðarinnar myndi að vísu missa vinnuna, en til hvers eru atvinnuleysisbætur? Og eftir stæði auðvitað hið opinbera: Það má lengi lifa á að kenna fólki þau merku fræði að hagkerfi sé ekki kerfi, heldur samsafn ótengdra þátta sem allir eru jafngildir og hafa engin áhrif hver á annan. Þessa kenningu mætti kalla Gylfaginningu, höfundinum til heiðurs. Að vísu bærist fremur lítill gjaldeyrir til landsins, en hvað um það? Innflutninginn mætti einfaldlega leggja af líka. Þannig náum við jafnframt að tryggja landamærin endanlega, svo hingað berist alveg örugglega aldrei nein kórónaveirusmit. Því það er auðvitað það eina í öllum heiminum sem skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun