Viðskipti innlent

Andri og Gerður til liðs við aha.is

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Andri verður tengiliður við veitingastaði en Gerður hefur verið ráðin í stöðu markaðsstjóra.
Andri verður tengiliður við veitingastaði en Gerður hefur verið ráðin í stöðu markaðsstjóra. Aðsend

Aha.is hefur ráðið þau Gerði Guðnadóttur og Andra Davíð Pétursson til starfa. Gerður hefur verið ráðin markaðsstjóri og mun bera ábyrgð á markaðsmálum félagsins. Andri hefur verið ráðinn í stöðu tengiliðar við veitingastaði.

Gerður er 28 ára gömul og útskrifaðist árið 2019 með meistaragráðu frá Copenhagen Business School úr vörumerkja- og samskiptastjórnun (Brand and communications management). Árið 2016 lauk hún BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Gerður hefur áður unnið fyrir aha.is, fyrst sem þjónustufulltrúi með námi og síðar skrifstofustjóri og kemur því í þriðja sinn til aha.is, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

,,Það er mjög dýrmætt fyrir aha.is að fá Gerði inn sem markaðsstjóra til að styðja við þennan mikla vöxt fyrirtækisins og þróa okkar þjónustu í takt við þarfir viðskiptavina.” Gerður hefur víðtæka reynslu innan fyrirtækisins, þar sem hún hefur starfað með okkur síðan frá árinu 2014”, er haft eftir Helga Má Þórðarsyni, öðrum eiganda aha.is

Andri Davíð Pétursson, eða Viceman eins og hann er einnig þekktur, er framreiðslumeistari og barþjónn. Hann mun vinna náið með þeim veitingastöðum sem þegar eru í samstarfi við aha en einnig kynna starfsemi fyrirtækisins fyrir nýjum veitingastöðum.

„Andri mun halda ótrauður áfram með Happy Hour hlaðvarpið og sömuleiðis vera duglegur að halda pop-up viðburði á hinum og þessum veitingastöðum og börum í framtíðinni,“ segir í tilkynningu aha.

„Veitingaþjónustan verður æ stærri hluti af markaðstorginu og því mjög mikilvægt að inn komi sterkur aðili eins og Andri Davíð, sem hefur áralanga reynslu af veitingamarkaðinum á Íslandi”, segir Helgi Már.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,79
12
363.557
EIK
1,51
4
60.450
VIS
1,23
4
117.228
REGINN
1,22
3
41.950
SJOVA
1,08
8
73.387

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,8
21
82.182
ARION
-2
33
756.847
MAREL
-0,45
4
712
EIM
-0,35
1
16.877
HAGA
0
3
293.750
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.