Formúla 1

Sonur Schumachers 95 prósent ánægður með fyrsta kappaksturinn í Formúlu 1

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mick Schumacher lenti í 16. sæti í sinni fyrstu Formúlu 1 keppni á ferlinum.
Mick Schumacher lenti í 16. sæti í sinni fyrstu Formúlu 1 keppni á ferlinum. getty/Dan Istitene

Mick Schumacher, sonur goðsagnarinnar Michaels Schumacher, þreytti frumraun sína í Formúlu 1 í gær. Hann var að mestu ánægður með hvernig hún gekk.

Schumacher, sem keppir fyrir Haas, lenti í vandræðum í upphafi kappakstursins í Barein í gær og endaði í 16. sæti í þessari fyrstu keppni ársins. Hann var samt nokkuðs sáttur með hvernig til tókst.

„Ég var 95 prósent ánægður. Ég get ekki sagt að ég sé hundrað prósent sáttur vegna byrjunarinnar,“ sagði Schumacher.

„Vandamálið var að dekkin voru köld. En það var margt jákvætt sem ég get byggt ofan á. Ég er vanari að vera meðal fimm efstu en að láta taka svona fram úr mér. En ég þarf að læra af þessu.“

Schumacher, sem er 22 ára, vann Formúlu 2 í fyrra. Hann keppir nú fyrir Haas ásamt Rússanum Nikita Mazepin.

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton vann Barein-kappaksturinn í gær. Hann hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari, jafn oft og Schumacher eldri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.