Fór yfir „hlutabréfamarkað“ Dominos-deildarinnar og hvaða leikmenn hafa hækkað mest Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2021 22:30 Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta og sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds tók saman skemmtilegan lista á Twitter-síðu sinni í dag. Vísir/Bára Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds, fór yfir hvaða „hlutabréfamarkaðinn í Dominos-deildinni“ eins og hann kallar það á Twitter-síðu sinni í dag. Þar á Benedikt við hvaða leikmenn hafa í raun staðið sig hvað best á tímabilinu og segja má að „hlutabréfin“ í þeim hafi hækkað. Þar sem það er búið að banna afreksíþróttir þá er upplagt að kanna hlutabréfamarkaðinn í Dominosdeild karla. Byrjum á þeim bréfum sem hafa hækkað mest. Fer kannski yfir bréfin sem hafa lækkað mest í körfuboltakvöldi kl. 20.00 í kvöld. #korfubolti #dominosdeildin— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) March 26, 2021 1. Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn „Bréfin í Styrmi hafa farið lóðrétt upp á við í vetur. Hann hefur farið úr því að vera algjörlega óþekktur unglingur í lítilli paradís rétt fyrir utan Reykjavík í að vera ein af stjörnum deildarinnar. Einn fjölhæfasti leikmaður deildarinnar.“ 2. Everege Lee Richardsson, ÍR „Eftir að hafa verið góður á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu þá fékk Everege tækifæri á að fara með sýninguna á stóra sviðið þar sem hann hefur farið algjörlega á kostum. Skorar með góðri %, frákastar vel og spilar menn uppi.“ 3. Matthías Orri Sigurðarson, KR „Það er allt annað að sjá Matthías í vetur en á síðasta tímabili. Honum líður sjálfum betur og öruggari í öllu sem hann gerir. Honum voru réttir lyklarnir í haust og hann fer vel með þá.“ 4. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Höttur „Sigurður var á lista hjá mér síðasta vor yfir leikmenn sem bréfin höfðu lækkað í þar sem hann var að koma til baka úr erfiðum meiðslum. Stærri liðin í deildinni héldu að sér höndum en sá er búinn að sýna að hann er kominn í gamla formið aftur.“ 5. Larry Thomas, Þór Þorlákshöfn „Eftir þrjú flott tímabil með Hamri, Þór Ak. og Blikum fékk þessi hæfileikaríki leikmaður loksins tækifæri í Dominos þar sem hann hefur stimplað sig inn sem einn af betri atvinnumönnum deildarinnar. Hann spilar líklegast sem Íslendingur næsta vetur.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Þar á Benedikt við hvaða leikmenn hafa í raun staðið sig hvað best á tímabilinu og segja má að „hlutabréfin“ í þeim hafi hækkað. Þar sem það er búið að banna afreksíþróttir þá er upplagt að kanna hlutabréfamarkaðinn í Dominosdeild karla. Byrjum á þeim bréfum sem hafa hækkað mest. Fer kannski yfir bréfin sem hafa lækkað mest í körfuboltakvöldi kl. 20.00 í kvöld. #korfubolti #dominosdeildin— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) March 26, 2021 1. Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn „Bréfin í Styrmi hafa farið lóðrétt upp á við í vetur. Hann hefur farið úr því að vera algjörlega óþekktur unglingur í lítilli paradís rétt fyrir utan Reykjavík í að vera ein af stjörnum deildarinnar. Einn fjölhæfasti leikmaður deildarinnar.“ 2. Everege Lee Richardsson, ÍR „Eftir að hafa verið góður á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu þá fékk Everege tækifæri á að fara með sýninguna á stóra sviðið þar sem hann hefur farið algjörlega á kostum. Skorar með góðri %, frákastar vel og spilar menn uppi.“ 3. Matthías Orri Sigurðarson, KR „Það er allt annað að sjá Matthías í vetur en á síðasta tímabili. Honum líður sjálfum betur og öruggari í öllu sem hann gerir. Honum voru réttir lyklarnir í haust og hann fer vel með þá.“ 4. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Höttur „Sigurður var á lista hjá mér síðasta vor yfir leikmenn sem bréfin höfðu lækkað í þar sem hann var að koma til baka úr erfiðum meiðslum. Stærri liðin í deildinni héldu að sér höndum en sá er búinn að sýna að hann er kominn í gamla formið aftur.“ 5. Larry Thomas, Þór Þorlákshöfn „Eftir þrjú flott tímabil með Hamri, Þór Ak. og Blikum fékk þessi hæfileikaríki leikmaður loksins tækifæri í Dominos þar sem hann hefur stimplað sig inn sem einn af betri atvinnumönnum deildarinnar. Hann spilar líklegast sem Íslendingur næsta vetur.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira