Fór yfir „hlutabréfamarkað“ Dominos-deildarinnar og hvaða leikmenn hafa hækkað mest Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2021 22:30 Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta og sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds tók saman skemmtilegan lista á Twitter-síðu sinni í dag. Vísir/Bára Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds, fór yfir hvaða „hlutabréfamarkaðinn í Dominos-deildinni“ eins og hann kallar það á Twitter-síðu sinni í dag. Þar á Benedikt við hvaða leikmenn hafa í raun staðið sig hvað best á tímabilinu og segja má að „hlutabréfin“ í þeim hafi hækkað. Þar sem það er búið að banna afreksíþróttir þá er upplagt að kanna hlutabréfamarkaðinn í Dominosdeild karla. Byrjum á þeim bréfum sem hafa hækkað mest. Fer kannski yfir bréfin sem hafa lækkað mest í körfuboltakvöldi kl. 20.00 í kvöld. #korfubolti #dominosdeildin— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) March 26, 2021 1. Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn „Bréfin í Styrmi hafa farið lóðrétt upp á við í vetur. Hann hefur farið úr því að vera algjörlega óþekktur unglingur í lítilli paradís rétt fyrir utan Reykjavík í að vera ein af stjörnum deildarinnar. Einn fjölhæfasti leikmaður deildarinnar.“ 2. Everege Lee Richardsson, ÍR „Eftir að hafa verið góður á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu þá fékk Everege tækifæri á að fara með sýninguna á stóra sviðið þar sem hann hefur farið algjörlega á kostum. Skorar með góðri %, frákastar vel og spilar menn uppi.“ 3. Matthías Orri Sigurðarson, KR „Það er allt annað að sjá Matthías í vetur en á síðasta tímabili. Honum líður sjálfum betur og öruggari í öllu sem hann gerir. Honum voru réttir lyklarnir í haust og hann fer vel með þá.“ 4. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Höttur „Sigurður var á lista hjá mér síðasta vor yfir leikmenn sem bréfin höfðu lækkað í þar sem hann var að koma til baka úr erfiðum meiðslum. Stærri liðin í deildinni héldu að sér höndum en sá er búinn að sýna að hann er kominn í gamla formið aftur.“ 5. Larry Thomas, Þór Þorlákshöfn „Eftir þrjú flott tímabil með Hamri, Þór Ak. og Blikum fékk þessi hæfileikaríki leikmaður loksins tækifæri í Dominos þar sem hann hefur stimplað sig inn sem einn af betri atvinnumönnum deildarinnar. Hann spilar líklegast sem Íslendingur næsta vetur.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Þar á Benedikt við hvaða leikmenn hafa í raun staðið sig hvað best á tímabilinu og segja má að „hlutabréfin“ í þeim hafi hækkað. Þar sem það er búið að banna afreksíþróttir þá er upplagt að kanna hlutabréfamarkaðinn í Dominosdeild karla. Byrjum á þeim bréfum sem hafa hækkað mest. Fer kannski yfir bréfin sem hafa lækkað mest í körfuboltakvöldi kl. 20.00 í kvöld. #korfubolti #dominosdeildin— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) March 26, 2021 1. Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn „Bréfin í Styrmi hafa farið lóðrétt upp á við í vetur. Hann hefur farið úr því að vera algjörlega óþekktur unglingur í lítilli paradís rétt fyrir utan Reykjavík í að vera ein af stjörnum deildarinnar. Einn fjölhæfasti leikmaður deildarinnar.“ 2. Everege Lee Richardsson, ÍR „Eftir að hafa verið góður á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu þá fékk Everege tækifæri á að fara með sýninguna á stóra sviðið þar sem hann hefur farið algjörlega á kostum. Skorar með góðri %, frákastar vel og spilar menn uppi.“ 3. Matthías Orri Sigurðarson, KR „Það er allt annað að sjá Matthías í vetur en á síðasta tímabili. Honum líður sjálfum betur og öruggari í öllu sem hann gerir. Honum voru réttir lyklarnir í haust og hann fer vel með þá.“ 4. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Höttur „Sigurður var á lista hjá mér síðasta vor yfir leikmenn sem bréfin höfðu lækkað í þar sem hann var að koma til baka úr erfiðum meiðslum. Stærri liðin í deildinni héldu að sér höndum en sá er búinn að sýna að hann er kominn í gamla formið aftur.“ 5. Larry Thomas, Þór Þorlákshöfn „Eftir þrjú flott tímabil með Hamri, Þór Ak. og Blikum fékk þessi hæfileikaríki leikmaður loksins tækifæri í Dominos þar sem hann hefur stimplað sig inn sem einn af betri atvinnumönnum deildarinnar. Hann spilar líklegast sem Íslendingur næsta vetur.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira