Skúrkar og hetjur vísindanna Hrannar Smári Hilmarsson skrifar 25. mars 2021 13:01 Senn líður að því að framhaldskólanemendur þurfa að ákveða framtíð sína innan menntakerfisins að lokinni útskrift. Það er mín einlæga vona að sem flestir sjái framtíðina í raungreinum og beri ástríðu í brjósti til þess að tileinka líf sitt vísindunum. Þegar minnst er á brjálaða vísindamanninn þá leitar hugurinn ósjálfrátt hjá flestum til brjálæðings í hvítum slopp sem smíðað hefur einhverja útgáfa af tortímingartæki eða dómsdagsvél. Í fæstum tilfellum er þó um vísindamann að ræða, heldur verkfræðing. Vísindamenn framkvæma tilraunir en sjaldnast smíða þeir dómsdagstæki þó svo að uppgötvanir þeirra geti nýst til slíkra verka. Nærtækasta dæmið er kjarnorkusprengjan, en leitin að sjálfbærri orku fyrir mannkynið leiddi til smíði gereyðingarvopna sem eytt gátu mannkyninu tvisvar sinnum heilt yfir, ef því var að skipta. Sé mælistikan fjöldi dauðsfalla notuð á helstu skúrka vísindanna, þá var það ekki Oppenheimer, sem leiddi Manhattan-verkefnið, né Nóbel sem fann upp dýnamítið, né heldur Kalísjníkov sem þróaði sjálfvirkan hríðskotariffil fyrir sovéska herinn sem var mesti skúrkurinn, heldur voru mestu skúrkarnir búvísindamamenn. Helstan ber að nefna Trófím Lýsenkó sem starfaði sem forstöðumaður erfðafræðistofnunar Sovíetríkjanna, fyrir tilstilli Jósefs Stalíns. Með iðju sinni, sem byggði á illa upp settum tilraunum og að öllum líkindum fölsuðum niðurstöðum má rekja sjö milljón dauðsföll sovéskra borgara hið minnsta vegna algjörs uppskerubrests og tilheyrandi hungursneyðar. Það þarf að leggja saman framlag fjöldamargra uppgötvana, margra vísindamanna til þess að ná Lýsenkó í fjölda dauðsfalla. Lýsenkó var vissulega brjálaður vísindamaður sem sveifst einskis til þess að ná til frekari metorða í sovéska kommúnistaflokknum. Illa menntaður og ólæs fram að 13 ára, aldri úr sárafátækt varð hann eftirlæti Stalíns og nefndur berfætti vísindamaðurinn. Klikkun sem þessa verður þó að rekja til stjórnanda sovétríkjanna á þessum tíma, Stalíns sjálfs. Að hafa sett Lýsenkó í þetta áhrifamikla embætti til þess að leika sér að lífi fólks sem svalt til dauða í sveitum Rússlands og Úkraínu mætti flokka sem glæp gegn mannkyninu. Merki um gereyðingarmátt Lýsenkós má finna víðar m.a. í Kína. Stærstu hetjur vísindanna, sé mælt í fjölda mannslífa sem uppgötvanir þeirra hafa bjargað, voru ekki læknar eða heilbrigðisvísindamenn sem eyddu ævi sinni í rannsóknir á hræðilegum sjúkdómum á borð við krabbamein eða Alzheimers, heldur búvísindamenn. Helsta hetja vísindanna er efalaust Norman Borlaug, en nafn hans er ekki þekkt meðal almennings þó svo að uppruna daglegrar matvöru heimsbyggðarinnar megi í mörgum tilfellum rekja til hans. Líklega má rekja uppgötvanir hans til þess að einn og hálfur milljarður manna svalt ekki til bana, og fjöldi fólks líður ekki matvælaskort. Enn fremur má þess geta að stríð og ófriðarástand má oft rekja til matvælaskorts. Eins og Borlaug sagði sjálfur: “þú býrð ekki til friðsæma veröld á tóma maga og mannlegri eymd”. Fyrir störf sín fékk hann friðarverðlaun Nóbels, enda eru slík verðlaun ekki veitt í flokki búvísinda. Alltof sjaldan er nafni Normans Borlaugs haldið á lofti þegar veita á ungum vísindamönnum innblástur til þess að gera heiminn okkar betri. Rannsóknir í búvísindum er ekki einkamál sveitanna. Það er nauðsynlegt að allir verðandi vísindamenn hugi að öllum möguleikum til náms, hvar þörf er á kröftum þeirra og hvar þeir kraftar geta helst orðið til mikilla áhrifa. Það er svo undir hverjum og einum komið, hvort þau áhrif séu til góðs eða ills. Nám í búvísindum á BS stigi er hægt að stunda við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Höfundur er búvísindamaður að mennt og starfar sem tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Senn líður að því að framhaldskólanemendur þurfa að ákveða framtíð sína innan menntakerfisins að lokinni útskrift. Það er mín einlæga vona að sem flestir sjái framtíðina í raungreinum og beri ástríðu í brjósti til þess að tileinka líf sitt vísindunum. Þegar minnst er á brjálaða vísindamanninn þá leitar hugurinn ósjálfrátt hjá flestum til brjálæðings í hvítum slopp sem smíðað hefur einhverja útgáfa af tortímingartæki eða dómsdagsvél. Í fæstum tilfellum er þó um vísindamann að ræða, heldur verkfræðing. Vísindamenn framkvæma tilraunir en sjaldnast smíða þeir dómsdagstæki þó svo að uppgötvanir þeirra geti nýst til slíkra verka. Nærtækasta dæmið er kjarnorkusprengjan, en leitin að sjálfbærri orku fyrir mannkynið leiddi til smíði gereyðingarvopna sem eytt gátu mannkyninu tvisvar sinnum heilt yfir, ef því var að skipta. Sé mælistikan fjöldi dauðsfalla notuð á helstu skúrka vísindanna, þá var það ekki Oppenheimer, sem leiddi Manhattan-verkefnið, né Nóbel sem fann upp dýnamítið, né heldur Kalísjníkov sem þróaði sjálfvirkan hríðskotariffil fyrir sovéska herinn sem var mesti skúrkurinn, heldur voru mestu skúrkarnir búvísindamamenn. Helstan ber að nefna Trófím Lýsenkó sem starfaði sem forstöðumaður erfðafræðistofnunar Sovíetríkjanna, fyrir tilstilli Jósefs Stalíns. Með iðju sinni, sem byggði á illa upp settum tilraunum og að öllum líkindum fölsuðum niðurstöðum má rekja sjö milljón dauðsföll sovéskra borgara hið minnsta vegna algjörs uppskerubrests og tilheyrandi hungursneyðar. Það þarf að leggja saman framlag fjöldamargra uppgötvana, margra vísindamanna til þess að ná Lýsenkó í fjölda dauðsfalla. Lýsenkó var vissulega brjálaður vísindamaður sem sveifst einskis til þess að ná til frekari metorða í sovéska kommúnistaflokknum. Illa menntaður og ólæs fram að 13 ára, aldri úr sárafátækt varð hann eftirlæti Stalíns og nefndur berfætti vísindamaðurinn. Klikkun sem þessa verður þó að rekja til stjórnanda sovétríkjanna á þessum tíma, Stalíns sjálfs. Að hafa sett Lýsenkó í þetta áhrifamikla embætti til þess að leika sér að lífi fólks sem svalt til dauða í sveitum Rússlands og Úkraínu mætti flokka sem glæp gegn mannkyninu. Merki um gereyðingarmátt Lýsenkós má finna víðar m.a. í Kína. Stærstu hetjur vísindanna, sé mælt í fjölda mannslífa sem uppgötvanir þeirra hafa bjargað, voru ekki læknar eða heilbrigðisvísindamenn sem eyddu ævi sinni í rannsóknir á hræðilegum sjúkdómum á borð við krabbamein eða Alzheimers, heldur búvísindamenn. Helsta hetja vísindanna er efalaust Norman Borlaug, en nafn hans er ekki þekkt meðal almennings þó svo að uppruna daglegrar matvöru heimsbyggðarinnar megi í mörgum tilfellum rekja til hans. Líklega má rekja uppgötvanir hans til þess að einn og hálfur milljarður manna svalt ekki til bana, og fjöldi fólks líður ekki matvælaskort. Enn fremur má þess geta að stríð og ófriðarástand má oft rekja til matvælaskorts. Eins og Borlaug sagði sjálfur: “þú býrð ekki til friðsæma veröld á tóma maga og mannlegri eymd”. Fyrir störf sín fékk hann friðarverðlaun Nóbels, enda eru slík verðlaun ekki veitt í flokki búvísinda. Alltof sjaldan er nafni Normans Borlaugs haldið á lofti þegar veita á ungum vísindamönnum innblástur til þess að gera heiminn okkar betri. Rannsóknir í búvísindum er ekki einkamál sveitanna. Það er nauðsynlegt að allir verðandi vísindamenn hugi að öllum möguleikum til náms, hvar þörf er á kröftum þeirra og hvar þeir kraftar geta helst orðið til mikilla áhrifa. Það er svo undir hverjum og einum komið, hvort þau áhrif séu til góðs eða ills. Nám í búvísindum á BS stigi er hægt að stunda við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Höfundur er búvísindamaður að mennt og starfar sem tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun