Meniga fær 1,5 milljarða fjármögnun og hjálpar fólki að áætla kolefnissporið Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2021 10:37 Georg Lúðvíksson, forstjóri og meðstofnandi Meniga. Meniga Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur tryggt sér 1,5 milljarðs króna fjármögnun. Fjármögnunin var leidd af hollenska fjárfestingasjóðnum Velocity Capital Fintech Futures og íslenska fjárfestingasjóðnum Frumtak Ventures. Aðrir þátttakendur voru sænski fjárfestingasjóðurinn Industrifonden, breski sjóðurinn UK Future Fund og bankarnir UniCredit, Swedbank, BPCE og Íslandsbanki. Þessir bankar og fjárfestingasjóðir eiga það sameiginlegt að hafa verið lengi í hópi eigenda og viðskiptavina Meniga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem segir að heimsfaraldurinn hafi valdið því að eftirspurn eftir stafrænni bankaþjónustu hafi stóraukist um allan heim. Bæði hafi faraldurinn gert það að verkum að aðgengi að útibúum hafi verið skert sökum fjöldatakmarkana og þá þurfi margir meiri aðstoð við heimilisfjármál sín. Gera notendum kleift að sjá áætlað kolefnisspor Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins verður sölu- og þjónustuteymi Meniga eflt til að mæta þessari auknu eftirspurn á heimsvísu auk þess sem áhersla verði lögð á vöruþróun og nýsköpun. „Sérstaklega verður horft til þróunar og markaðssetningar á vörum þar sem fjártækni og umhverfismál koma saman. Á meðal nýrra vara Meniga er umhverfisvaran Carbon Insight en hún gerir bönkum mögulegt að valdefla viðskiptavini sína í umhverfismálum. Með Carbon Insight geta notendur netbanka séð áætlað kolefnisspor á einkaneyslu sinni og gripið til aðgerða til lágmarka það. Vörunni er ætlað að hjálpa fólki um allan heim að berjast við loftlagsbreytingar.“ Minnst fjórir bankar í jafnmörgum löndum munu taka nýja lausn Meniga í gagnið á þessu ári.Meniga Vaxandi eftirspurn eftir grænum lausnum Georg Lúðvíksson, forstjóri og meðstofnandi Meniga, segir starfsfólk vera mjög ánægt með áframhaldandi stuðning fjárfesta. „Nýtt fjármagn mun gera okkur kleift að markaðssetja vörur okkar til væntanlegra viðskiptavina um allan heim. Carbon Insight er gott dæmi um vöru sem mikill áhugi er á en að minnsta kosti fjórir bankar í jafnmörgum löndum munu taka hana í gagnið á þessu ári og við sjáum vaxandi eftirspurn eftir henni hjá bönkum um allan heim,“ segir Georg í tilkynningu. Svana Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Frumtak Ventures, segir sjóðstýringafyrirtækið vera sannfært um að Meniga hafi mjög spennandi vaxtarmöguleika. „Meniga hefur fest sig í sessi sem öflugur brautryðjandi í fjártæknilausnum fyrir helstu banka um allan heim, en sá markaður er nú í örum vexti sem aldrei fyrr,“ segir Svana í tilkynningu. Um 160 starfsmenn starfa nú hjá Meniga sem er með skrifstofur í sjö löndum. Að sögn fyrirtækisins hefur hugbúnaður þess verið innleiddur hjá yfir 160 fjármálastofnunum og er aðgengilegur yfir 90 milljónum einstaklinga í 30 löndum. Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Sænskur banki semur við Meniga Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur samið við sænsku bankasamsteypuna Swedbank og eru lausnir Meniga nú aðgengilegar öllum viðskiptavinum bankans í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. 17. desember 2020 08:37 Fjárfesting sonarins þrefaldaðist Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins. 9. desember 2020 09:01 Fjárfesta í Meniga fyrir 1,3 milljarða Alþjóðlegar bankasamsteypur eru meðal þeirra sem hafa fjárfest í íslenska fjártæknifyrirtækinu Meniga fyrir 1,3 milljarða króna. 28. maí 2020 10:05 Meniga metið á fimm milljarða Fjártæknifyrirtækið Meniga var metið á fimm milljarða króna í bókum fjárfestingafélagsins Kjölfestu árið 2018. Virðið jókst um 56 prósent á milli ára eða um 1,8 milljarða króna. 30. október 2019 07:30 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Aðrir þátttakendur voru sænski fjárfestingasjóðurinn Industrifonden, breski sjóðurinn UK Future Fund og bankarnir UniCredit, Swedbank, BPCE og Íslandsbanki. Þessir bankar og fjárfestingasjóðir eiga það sameiginlegt að hafa verið lengi í hópi eigenda og viðskiptavina Meniga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem segir að heimsfaraldurinn hafi valdið því að eftirspurn eftir stafrænni bankaþjónustu hafi stóraukist um allan heim. Bæði hafi faraldurinn gert það að verkum að aðgengi að útibúum hafi verið skert sökum fjöldatakmarkana og þá þurfi margir meiri aðstoð við heimilisfjármál sín. Gera notendum kleift að sjá áætlað kolefnisspor Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins verður sölu- og þjónustuteymi Meniga eflt til að mæta þessari auknu eftirspurn á heimsvísu auk þess sem áhersla verði lögð á vöruþróun og nýsköpun. „Sérstaklega verður horft til þróunar og markaðssetningar á vörum þar sem fjártækni og umhverfismál koma saman. Á meðal nýrra vara Meniga er umhverfisvaran Carbon Insight en hún gerir bönkum mögulegt að valdefla viðskiptavini sína í umhverfismálum. Með Carbon Insight geta notendur netbanka séð áætlað kolefnisspor á einkaneyslu sinni og gripið til aðgerða til lágmarka það. Vörunni er ætlað að hjálpa fólki um allan heim að berjast við loftlagsbreytingar.“ Minnst fjórir bankar í jafnmörgum löndum munu taka nýja lausn Meniga í gagnið á þessu ári.Meniga Vaxandi eftirspurn eftir grænum lausnum Georg Lúðvíksson, forstjóri og meðstofnandi Meniga, segir starfsfólk vera mjög ánægt með áframhaldandi stuðning fjárfesta. „Nýtt fjármagn mun gera okkur kleift að markaðssetja vörur okkar til væntanlegra viðskiptavina um allan heim. Carbon Insight er gott dæmi um vöru sem mikill áhugi er á en að minnsta kosti fjórir bankar í jafnmörgum löndum munu taka hana í gagnið á þessu ári og við sjáum vaxandi eftirspurn eftir henni hjá bönkum um allan heim,“ segir Georg í tilkynningu. Svana Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Frumtak Ventures, segir sjóðstýringafyrirtækið vera sannfært um að Meniga hafi mjög spennandi vaxtarmöguleika. „Meniga hefur fest sig í sessi sem öflugur brautryðjandi í fjártæknilausnum fyrir helstu banka um allan heim, en sá markaður er nú í örum vexti sem aldrei fyrr,“ segir Svana í tilkynningu. Um 160 starfsmenn starfa nú hjá Meniga sem er með skrifstofur í sjö löndum. Að sögn fyrirtækisins hefur hugbúnaður þess verið innleiddur hjá yfir 160 fjármálastofnunum og er aðgengilegur yfir 90 milljónum einstaklinga í 30 löndum.
Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Sænskur banki semur við Meniga Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur samið við sænsku bankasamsteypuna Swedbank og eru lausnir Meniga nú aðgengilegar öllum viðskiptavinum bankans í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. 17. desember 2020 08:37 Fjárfesting sonarins þrefaldaðist Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins. 9. desember 2020 09:01 Fjárfesta í Meniga fyrir 1,3 milljarða Alþjóðlegar bankasamsteypur eru meðal þeirra sem hafa fjárfest í íslenska fjártæknifyrirtækinu Meniga fyrir 1,3 milljarða króna. 28. maí 2020 10:05 Meniga metið á fimm milljarða Fjártæknifyrirtækið Meniga var metið á fimm milljarða króna í bókum fjárfestingafélagsins Kjölfestu árið 2018. Virðið jókst um 56 prósent á milli ára eða um 1,8 milljarða króna. 30. október 2019 07:30 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Sænskur banki semur við Meniga Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur samið við sænsku bankasamsteypuna Swedbank og eru lausnir Meniga nú aðgengilegar öllum viðskiptavinum bankans í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. 17. desember 2020 08:37
Fjárfesting sonarins þrefaldaðist Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins. 9. desember 2020 09:01
Fjárfesta í Meniga fyrir 1,3 milljarða Alþjóðlegar bankasamsteypur eru meðal þeirra sem hafa fjárfest í íslenska fjártæknifyrirtækinu Meniga fyrir 1,3 milljarða króna. 28. maí 2020 10:05
Meniga metið á fimm milljarða Fjártæknifyrirtækið Meniga var metið á fimm milljarða króna í bókum fjárfestingafélagsins Kjölfestu árið 2018. Virðið jókst um 56 prósent á milli ára eða um 1,8 milljarða króna. 30. október 2019 07:30