Stýrivextir haldast óbreyttir Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2021 08:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni. Þar segir að samkvæmt nýlega birtum þjóðhagsreikningum hafi samdráttur landsframleiðslu verið 6,6 prósent í fyrra en í febrúarspá sinni hafði Seðlabankinn gert ráð fyrir að hann yrði 7,7 prósent. „Efnahagsumsvif reyndust kröftugri en spáð hafði verið á síðasta fjórðungi ársins og samdrátturinn á fyrstu þremur fjórðungum ársins var nokkru minni en fyrri tölur bentu til. Nýlegar hátíðnivísbendingar og kannanir benda til áframhaldandi bata það sem af er þessu ári. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála hér og erlendis mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar og hversu vel bólusetning gegn henni gengur. Verðbólga hjaðnaði í febrúar og mældist 4,1%. Áhrif gengislækkunar krónunnar í fyrra vega enn þungt en eru líklega tekin að fjara út enda hefur gengi krónunnar hækkað nokkuð undanfarið. Því er útlit fyrir að verðbólga taki að hjaðna í vor þótt nærhorfur hafi líklega versnað frá því í febrúar. Alþjóðlegt olíu- og hrávöruverð hefur hækkað undanfarið og borið hefur á kostnaðarhækkunum sem rekja má til framleiðsluhnökra í kjölfar farsóttarinnar. Þá hafa verðbólguvæntingar hækkað lítillega þótt of snemmt sé að álykta um hvort kjölfesta þeirra við verðbólgumarkmið bankans hafi veikst. Peningastefnunefnd mun beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að styðja við þjóðarbúskapinn og tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að næsta vaxtaákvörðun verði svo kynnt 19. maí næstkomandi. Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni. Þar segir að samkvæmt nýlega birtum þjóðhagsreikningum hafi samdráttur landsframleiðslu verið 6,6 prósent í fyrra en í febrúarspá sinni hafði Seðlabankinn gert ráð fyrir að hann yrði 7,7 prósent. „Efnahagsumsvif reyndust kröftugri en spáð hafði verið á síðasta fjórðungi ársins og samdrátturinn á fyrstu þremur fjórðungum ársins var nokkru minni en fyrri tölur bentu til. Nýlegar hátíðnivísbendingar og kannanir benda til áframhaldandi bata það sem af er þessu ári. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála hér og erlendis mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar og hversu vel bólusetning gegn henni gengur. Verðbólga hjaðnaði í febrúar og mældist 4,1%. Áhrif gengislækkunar krónunnar í fyrra vega enn þungt en eru líklega tekin að fjara út enda hefur gengi krónunnar hækkað nokkuð undanfarið. Því er útlit fyrir að verðbólga taki að hjaðna í vor þótt nærhorfur hafi líklega versnað frá því í febrúar. Alþjóðlegt olíu- og hrávöruverð hefur hækkað undanfarið og borið hefur á kostnaðarhækkunum sem rekja má til framleiðsluhnökra í kjölfar farsóttarinnar. Þá hafa verðbólguvæntingar hækkað lítillega þótt of snemmt sé að álykta um hvort kjölfesta þeirra við verðbólgumarkmið bankans hafi veikst. Peningastefnunefnd mun beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að styðja við þjóðarbúskapinn og tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að næsta vaxtaákvörðun verði svo kynnt 19. maí næstkomandi.
Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira