Dagur Norðurlanda og áherslur á loftslagsmál Davíð Stefánsson skrifar 23. mars 2021 16:30 Í dag er dagur Norðurlanda og jafnframt fagnar Norræna ráðherranefndin hálfrar aldar afmæli í ár. Því er ástæða til að rifja upp samvinnu ríkjanna og hverju þau hafa áorkað. Forsætisráðherrar Norðurlanda hafa lýst þeirri metnaðarfullu sýn að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í yfirlýsingu leiðtoga segir ennfremur að ,,loftslagsbreytingar, mengun og ógn við líffræðilega fjölbreytni kalli á alla athygli okkar, alla okkar orku.” Því eigi að virkja innri styrk Norðurlanda í þágu loftslagsmála og samfélagsins og setja þau mál í algeran forgang. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til ársins 2030 og Parísarsamkomulagið vísar veginn. Í því skyni á Norræna ráðherranefndin og stofnanir sem undir hana heyra að vinna að forgangsmarkmiðum um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Þar er lykilmarkmið að hvetja til jákvæðrar þróunar, alþjóðlegs samstarfs um umhverfi og loftslag, svo sem með því að stuðla að norrænum grænum lausnum á þessu sviði. Umhverfis- og loftslagsmál Áhersla er á samvinnu gegn hnignun líffræðilegrar fjölbreytni, sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, sem og hringrásarhagkerfi er heldur neyslu og framleiðslu innan náttúrulegra þolmarka. Þetta kallar einnig á samstarf ríkja um sjálfbærar borgir, loftslagsaðlögun, græna fjármögnun og nýsköpun sem er til þess fallin að bæta umhverfið. Vinaríkin á Norðurlöndum hafa í áratugi átt með sér árangursríkt samstarf á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Á seinni árum hefur þetta samstarf styrkst um leið og áskoranirnar hafa orðið fleiri og stærri. Flestum verður ljósara að einungis með alþjóðlegu samstarfi um umhverfi og loftslag munu brýn sameiginleg markmið nást. Styðja verður fátækustu ríki heims á þessu sviði. NDF: Loftslagstengd þróunarverkefni Norræni þróunarsjóðurinn (NDF), sameiginleg alþjóðleg fjármálastofnun norrænu ríkjanna, vinnur að þessari framtíðarsýn. Hann veitir lán og styrki til loftslagstengdra þróunarverkefna í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Rómönsku-Ameríku. Sjóðurinn stuðlar að mótvægi loftslagsbreytinga og aðlögun þeirra í fátækum ríkjum þar sem fólk býr við viðkvæmar aðstæður. Þannig verður grænni umbreytingu hraðað, ásamt því sem stuðlað er að loftslagsmarkmiðum Parísarsáttmálans. Ennfremur er ýtt undir félagslegt jafnrétti og réttlæti um leið er fjármagni beint til sjálfbærra fjárfestinga. Þannig er sterklega hvatt til valdeflingar kvenna til sóknar í fátækum ríkjum. Verkefni sem taka mið af jafnréttissjónarmiðum eru þannig líklegri til að njóta stuðnings. Samkvæmt stefnu sjóðsins fyrir tímabilið 2021-2025 verður að minnsta kosti 60 prósentum af fjármagni sjóðsins ráðstafað til Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar. Helmingur fjármögnunar eða meira miðast við verkefni sem sporna við loftslagsbreytingum. Veitt eru margvísleg lán en að minnsta kosti helmingur úthlutana er í formi styrkja. Þrjú dæmi Hér eru þrjú dæmi af mörgum um hvernig NDF styður áherslur Norðurlanda á sviði umhverfis- og loftslagsmála: ·Afríkusjóður um hringrásarhagkerfi (ACEF) er nýr fjölþjóðlegur sjóður Afríska þróunarbankans sem NDF og Finnland standa að. Markmiðið er að örva lausnir hringrásarhagkerfisins og ýta undir grænan hagvöxt í Afríku. Þetta verður gert með því að færa áherslur um hringrásarhagkerfi inn í loftlagsskuldbindingar valdra Afríkuríkja og áætlunum þeirra um grænan hagvöxt. Enn fremur er sjóðnum ætlað að þróa getu og þekkingu sprotafyrirtækja og háskólastofnana í Afríku um hringrásarhagkerfi ásamt því að hvetja til samstarfs og frekari þekkingarmiðlunar þeirra. ·Norræni loftslagssjóðurinn (NCF) sem rekinn er á vegum NDF í samstarfi við Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið, veitir styrki á bilinu 250.000 til 500.000 evra til nýsköpunarverkefna sem ætlað er að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinga í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. ·Samstarfssjóður um orku og umhverfi í suður- og austurhluta Afríku (EEP Africa) er rekinn af NDF í samvinnu við þróunarstofnun Austurríkis ADA og finnska utanríkisráðuneytið. Sjóðurinn hefur að leiðarljósi sýn um loftslagsbreytingaþolna kolefnislausa framtíð svo að markmið Parísarsamkomulaginu um loftslagsbreytingar og sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna náist. Veittir eru styrkir til nýsköpunar, tækni og viðskiptaáætlana í 15 ríkjum í Suður- og Austur-Afríku. Á árunum 2010—2020 fjárfesti EEP Africa um 50 milljónum evra í 250 frumkvöðlaverkefnum. Norrænar jafnréttisáherslur hafa þar skilað árangri, enda um 42 prósent orkuverkefna EEP Africa sjóðsins leidd af afrískum konum. Höfundur er stjórnarmaður í Þróunarsjóði Norðurlanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Stefánsson Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er dagur Norðurlanda og jafnframt fagnar Norræna ráðherranefndin hálfrar aldar afmæli í ár. Því er ástæða til að rifja upp samvinnu ríkjanna og hverju þau hafa áorkað. Forsætisráðherrar Norðurlanda hafa lýst þeirri metnaðarfullu sýn að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í yfirlýsingu leiðtoga segir ennfremur að ,,loftslagsbreytingar, mengun og ógn við líffræðilega fjölbreytni kalli á alla athygli okkar, alla okkar orku.” Því eigi að virkja innri styrk Norðurlanda í þágu loftslagsmála og samfélagsins og setja þau mál í algeran forgang. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til ársins 2030 og Parísarsamkomulagið vísar veginn. Í því skyni á Norræna ráðherranefndin og stofnanir sem undir hana heyra að vinna að forgangsmarkmiðum um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Þar er lykilmarkmið að hvetja til jákvæðrar þróunar, alþjóðlegs samstarfs um umhverfi og loftslag, svo sem með því að stuðla að norrænum grænum lausnum á þessu sviði. Umhverfis- og loftslagsmál Áhersla er á samvinnu gegn hnignun líffræðilegrar fjölbreytni, sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, sem og hringrásarhagkerfi er heldur neyslu og framleiðslu innan náttúrulegra þolmarka. Þetta kallar einnig á samstarf ríkja um sjálfbærar borgir, loftslagsaðlögun, græna fjármögnun og nýsköpun sem er til þess fallin að bæta umhverfið. Vinaríkin á Norðurlöndum hafa í áratugi átt með sér árangursríkt samstarf á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Á seinni árum hefur þetta samstarf styrkst um leið og áskoranirnar hafa orðið fleiri og stærri. Flestum verður ljósara að einungis með alþjóðlegu samstarfi um umhverfi og loftslag munu brýn sameiginleg markmið nást. Styðja verður fátækustu ríki heims á þessu sviði. NDF: Loftslagstengd þróunarverkefni Norræni þróunarsjóðurinn (NDF), sameiginleg alþjóðleg fjármálastofnun norrænu ríkjanna, vinnur að þessari framtíðarsýn. Hann veitir lán og styrki til loftslagstengdra þróunarverkefna í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Rómönsku-Ameríku. Sjóðurinn stuðlar að mótvægi loftslagsbreytinga og aðlögun þeirra í fátækum ríkjum þar sem fólk býr við viðkvæmar aðstæður. Þannig verður grænni umbreytingu hraðað, ásamt því sem stuðlað er að loftslagsmarkmiðum Parísarsáttmálans. Ennfremur er ýtt undir félagslegt jafnrétti og réttlæti um leið er fjármagni beint til sjálfbærra fjárfestinga. Þannig er sterklega hvatt til valdeflingar kvenna til sóknar í fátækum ríkjum. Verkefni sem taka mið af jafnréttissjónarmiðum eru þannig líklegri til að njóta stuðnings. Samkvæmt stefnu sjóðsins fyrir tímabilið 2021-2025 verður að minnsta kosti 60 prósentum af fjármagni sjóðsins ráðstafað til Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar. Helmingur fjármögnunar eða meira miðast við verkefni sem sporna við loftslagsbreytingum. Veitt eru margvísleg lán en að minnsta kosti helmingur úthlutana er í formi styrkja. Þrjú dæmi Hér eru þrjú dæmi af mörgum um hvernig NDF styður áherslur Norðurlanda á sviði umhverfis- og loftslagsmála: ·Afríkusjóður um hringrásarhagkerfi (ACEF) er nýr fjölþjóðlegur sjóður Afríska þróunarbankans sem NDF og Finnland standa að. Markmiðið er að örva lausnir hringrásarhagkerfisins og ýta undir grænan hagvöxt í Afríku. Þetta verður gert með því að færa áherslur um hringrásarhagkerfi inn í loftlagsskuldbindingar valdra Afríkuríkja og áætlunum þeirra um grænan hagvöxt. Enn fremur er sjóðnum ætlað að þróa getu og þekkingu sprotafyrirtækja og háskólastofnana í Afríku um hringrásarhagkerfi ásamt því að hvetja til samstarfs og frekari þekkingarmiðlunar þeirra. ·Norræni loftslagssjóðurinn (NCF) sem rekinn er á vegum NDF í samstarfi við Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið, veitir styrki á bilinu 250.000 til 500.000 evra til nýsköpunarverkefna sem ætlað er að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinga í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. ·Samstarfssjóður um orku og umhverfi í suður- og austurhluta Afríku (EEP Africa) er rekinn af NDF í samvinnu við þróunarstofnun Austurríkis ADA og finnska utanríkisráðuneytið. Sjóðurinn hefur að leiðarljósi sýn um loftslagsbreytingaþolna kolefnislausa framtíð svo að markmið Parísarsamkomulaginu um loftslagsbreytingar og sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna náist. Veittir eru styrkir til nýsköpunar, tækni og viðskiptaáætlana í 15 ríkjum í Suður- og Austur-Afríku. Á árunum 2010—2020 fjárfesti EEP Africa um 50 milljónum evra í 250 frumkvöðlaverkefnum. Norrænar jafnréttisáherslur hafa þar skilað árangri, enda um 42 prósent orkuverkefna EEP Africa sjóðsins leidd af afrískum konum. Höfundur er stjórnarmaður í Þróunarsjóði Norðurlanda.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar