Handbolti

„Rosalega þungt högg sem hann fær þarna á hnakkann“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daníel Örn Griffin hefur spilað vel með Gróttu í vetur.
Daníel Örn Griffin hefur spilað vel með Gróttu í vetur. Vísir/Hulda Margrét

Gróttumaðurinn Daníel Örn Griffin var fluttur úr Mosfellbænum í sjúkrabíl eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik Aftureldingar og Gróttu.

„Hann fékk svo sannarlega mikið högg. Við skulum kíkja á þetta leiðinlega atvik hér,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær og sýndi þegar Daníel Örn Griffin skall í gólfið.

„Uss. Þetta var var augljóslega mjög vont. Einar hvað segir þú um þetta,“ spurði Henry sérfræðing sinn Einar Andra Einarsson.

Klippa: Seinni bylgjan: Daníel Örn Griffin fékk þungt höfuðhögg

„Þarna eru tveir miklir kraftar að mætast og báðir hörkuspilarar. Ég held að það sé ekkert í þessu annað en tvær mínútur sem hann fékk. Það er engin bein hrinding eða eitthvað þannig. Þetta er bara leiðindaslys og vonandi er Daníel Griffin búinn að jafna sig og verður klár í næsta leik. Þetta er rosalega þungt högg sem hann fær þarna á hnakkann,“ sagði Einar Andri Einarsson.

„Mér skilst að hann hafi fengið vægan heilahristing, ætti vonandi að vera á batavegi og vera kominn aftur inn á völlinn fljótlega,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar.

„Það var mjög slæmt fyrir þá að missa hann út því hann er þeirra sterkasti varnarmaður einn á einn og árásirnar frá Aftureldingu voru að koma mikið frá vinstri. Þetta var stórt fyrir þá að missa hann út,“ sagði Einar Andri.

„Daníel er búinn að blómstra í vetur. Hann fékk ekki mörg tækifæri í Vestmannaeyjum og ekki þannig séð í KA heldur. Það er virkilega gaman að sjá strák fá traustið. Ég var með þennan strák í unglingalandsliðum og þetta er virkilega flottur strákur,“ sagði Einar Andri.

Það má sjá atvikið og alla umfjöllunina hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×