Handbolti

Lárus Helgi: Ég viður­kenni það þjálfara­skiptin komu á ó­vart

Andri Már Eggertsson skrifar
Lárus Helgi átti góðan leik í marki Fram í kvöld
Lárus Helgi átti góðan leik í marki Fram í kvöld Vísir/Baldur

ÍR tapaði sínum fimmtánda leik í röð þegar Fram mætti í heimsókn í Austurbergið. Fram komst yfir snemma leik og litu aldrei um öxl eftir þann og unnu á endanum sex marka sigur 23-29. 

„Það var gaman að koma aftur á gólfið eftir langa pásu og nú hefst maraþon hlaupið eftir marga stutta spretti," sagði Lárus Helgi markmaður Fram.

„Mér fannst við ryðgaðir til að byrja með vorum í vandræðum með að slíta þá frá okkur og gerðu þeir vel oft á tíðum." 

Lárus Helgi var ángæður hvernig liðið hélt sjó út allan leikinn, þetta var leikur áhlaupa hjá báðum liðum og stóðu Framarar það betur af sér.

„Við náum okkar áhlaupi en á móti setja þeir á okkur pressu með að minnka niður leikinn sem varð til þess að við slitum þá aldrei alveg frá okkur, ÍR er að berjast fyrir lífi sínu og var mikill neisti í þeim," sagði Lárus og bætti við að ÍR mun taka stig í vetur.

Lárus Helgi hefði viljað sjá sína menn vera duglegri við að þruma á markið þar sem honum fannst sínir menn vera oft smeykir við að taka á skarið. 

Þjálfaraskipti Fram kom mörgum á óvart, Sebastian Alexandersson mun klára tímabilið og tekur Einar Jónsson við af honum.

„Ég viðurkenni það þetta kom okkur á óvart, við ætlum þó að snúa bökum saman, gera gott úr þessu og enda tímabilið með reisn," sagði Lárus Helgi og bætti við að bæði leikmenn og þjálfara standa þétt við bakið á hvorum öðrum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×