Arnar Pétursson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta hefur valið þá 16 leikmenn sem spila gegn Grikklandi í undankeppni HM. Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði liðsins, getur ekki spilað vegna meiðsla.
Markvörðurinn Saga Sif Gísladóttir kemur inn í hópinn fyrir Steinunni, en Saga Sif gæti spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld.
Liðið fer því með þrjá markmenn í leikinn í kvöld, en ásamt Sögu Sif eru þær Katrín Ósk Magnúsdóttir og Elín Jóna Þorsteinsdóttir í hópnum.
Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður honum streymt á Youtube, en hægt er að nálgast slóðina með því að smella hér.
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Grikklandi í dag í forkeppni HM sem fram fer í Skopje.#handbolti #stelpurnarokkarhttps://t.co/XSGjDiMsi9
— HSÍ (@HSI_Iceland) March 20, 2021