Handbolti

Steinunn ekki meira með í Skopje

Anton Ingi Leifsson skrifar
Steinunn Björnsdóttir í leik með Fram.
Steinunn Björnsdóttir í leik með Fram. vísir/bára

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Íslands, verður væntanlega ekki meira með íslenska liðinu í Skopje í Norður-Makedóníu.

Íslenska liðið er þar við keppni í undankeppni HM 2021 en liðið fékk skell gegn heimastúlkum í Norður-Makedóníu í kvöld.

Steinunn, sem ber fyrirliðabandið í fjarveru Karenar Knútsdóttir, lenti illa á stönginni eftir um stundarfjórðung.

„Steinunn fer í skoðun þegar við komum heim eftir helgina en ég held að það sé ljóst að hún verður ekki meira með okkur um helgina,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, í samtali við handbolti.is.

„Það var mikið áfall fyrir okkur að missa Steinunni út úr leiknum snemma í dag og sló okkur út af laginu. Ég vil hrósa stelpunum fyrir að koma til baka í byrjun síðari hálfleiks,“ bætti Arnar við.

Ísland mætir Grikkjum á morgun en síðasti leikur liðsins er gegn Litháen á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×