Gjöf Vinnumálastofnunar til lánardrottna þinna Bjarki Eiríksson skrifar 16. mars 2021 09:01 Nú á tímum gífurlegs fjölda uppsagna fjölgar þeim eðlilega sem sækja þurfa um bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði Vinnumálastofnunar (VMST). Atvinnuleysi mælist nú um 11,4 prósent í landinu, sem þýðir að rúmlega 21 þúsund manns eru án atvinnu og er undirritaður þeirra á meðal. Starfslok mín hjá fyrrverandi vinnuveitanda voru þann 31. janúar sl. og eftir að hafa ráðfært mig við starfsmann VMST um tveimur vikum fyrr sendi ég inn umsókn um atvinnuleysisbætur þann 1. febrúar. VMST tekur fram að stofnunin gefi sér 4-6 vikur til að vinna umsóknina og úrskurða í henni. Sá tími þýðir að fólk sem missir skyndilega vinnuna getur treyst því að það fái ekki greiðslu frá VMST fyrr en eftir gjalddaga reikninga. Þann 3. mars sl. (tveimur dögum eftir að fólk með atvinnu fær venjulega greidd út laun sín) fékk ég loks skilaboð frá VMST um að þau þurfi frekari gögn og að ég verði að senda þeim launaseðil janúarmánaðar. Ég bíð ekki boðanna og sendi tafarlaust umræddan launaseðil samdægurs. Þegar þetta er skrifað (15. mars) eru 12 dagar frá því að ég sendi inn fullnægjandi gögn til VMST og ekki bólar enn á greiðslu. Ég hef að vísu fengið loforð um að ég fái greitt annað hvort þann 15. eða 16. en þá, ef ég væri verr settur fjárhagslega, væri ég búinn að safna dráttarvöxtum í 15-16 daga á húsnæðisláni og öðrum tilfallandi reikningum, kreditkort væri lokað, debetreikningurinn væri að öllum líkindum mjög rýr, ef ekki tómur, og allar tölur í heimabankanum skærrauðar. Ég er svo gæfusamur að hafa verið tiltölulega skynsamur í fjármálum undanfarin ár og get því bjargað mér (auk þess að eiginkonan er með vinnu og stöðugar tekjur) en það er ekki endalaust hægt að ganga á höfuðstólinn og lítið má út af bregða. Þó eru einfaldlega ekki allir í eins góðum málum og ég þegar kemur að því að þurfa að greiða mánaðarlega reikningana og ef ég finn fyrir kvíða- og streitueinkennum vegna þess að ég fæ ekki greitt fyrr en um miðjan mánuð, get ég rétt ímyndað mér hvernig fólki sem stendur hallari fæti líður við sömu aðstæður. Þessi langi afgreiðslutími umsókna hjá VMST er ekki til fyrirmyndar og í raun algjörlega óásættanlegur, þrátt fyrir að um sé að ræða tíma sem ekki eiga sér fordæmi í sögunni hvað fjölda umsækjenda varðar. Það er ekki boðlegt að hið opinbera gefi fjármála- og lánastofnunum með þessum hætti, milljónir úr vösum almennings í formi dráttarvaxta. Frá fólki sem ekkert hefur sér til saka unnið nema að það eitt að missa vinnuna. Um það verður ekki deilt að úrvinnslutími umsókna er of langur. Félagsmálaráðherra þarf að átta sig á raunveruleika fólks í þessari stöðu og leggja áherslu á að stytta tímann. Fólkið sem reiðir sig á greiðslur úr atvinnuleysissjóði á betra skilið en frekari óvissu og aukinn kostnað ofan á það ástand sem fyrir er. Höfundur er atvinnulaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Bjarki Eiríksson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú á tímum gífurlegs fjölda uppsagna fjölgar þeim eðlilega sem sækja þurfa um bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði Vinnumálastofnunar (VMST). Atvinnuleysi mælist nú um 11,4 prósent í landinu, sem þýðir að rúmlega 21 þúsund manns eru án atvinnu og er undirritaður þeirra á meðal. Starfslok mín hjá fyrrverandi vinnuveitanda voru þann 31. janúar sl. og eftir að hafa ráðfært mig við starfsmann VMST um tveimur vikum fyrr sendi ég inn umsókn um atvinnuleysisbætur þann 1. febrúar. VMST tekur fram að stofnunin gefi sér 4-6 vikur til að vinna umsóknina og úrskurða í henni. Sá tími þýðir að fólk sem missir skyndilega vinnuna getur treyst því að það fái ekki greiðslu frá VMST fyrr en eftir gjalddaga reikninga. Þann 3. mars sl. (tveimur dögum eftir að fólk með atvinnu fær venjulega greidd út laun sín) fékk ég loks skilaboð frá VMST um að þau þurfi frekari gögn og að ég verði að senda þeim launaseðil janúarmánaðar. Ég bíð ekki boðanna og sendi tafarlaust umræddan launaseðil samdægurs. Þegar þetta er skrifað (15. mars) eru 12 dagar frá því að ég sendi inn fullnægjandi gögn til VMST og ekki bólar enn á greiðslu. Ég hef að vísu fengið loforð um að ég fái greitt annað hvort þann 15. eða 16. en þá, ef ég væri verr settur fjárhagslega, væri ég búinn að safna dráttarvöxtum í 15-16 daga á húsnæðisláni og öðrum tilfallandi reikningum, kreditkort væri lokað, debetreikningurinn væri að öllum líkindum mjög rýr, ef ekki tómur, og allar tölur í heimabankanum skærrauðar. Ég er svo gæfusamur að hafa verið tiltölulega skynsamur í fjármálum undanfarin ár og get því bjargað mér (auk þess að eiginkonan er með vinnu og stöðugar tekjur) en það er ekki endalaust hægt að ganga á höfuðstólinn og lítið má út af bregða. Þó eru einfaldlega ekki allir í eins góðum málum og ég þegar kemur að því að þurfa að greiða mánaðarlega reikningana og ef ég finn fyrir kvíða- og streitueinkennum vegna þess að ég fæ ekki greitt fyrr en um miðjan mánuð, get ég rétt ímyndað mér hvernig fólki sem stendur hallari fæti líður við sömu aðstæður. Þessi langi afgreiðslutími umsókna hjá VMST er ekki til fyrirmyndar og í raun algjörlega óásættanlegur, þrátt fyrir að um sé að ræða tíma sem ekki eiga sér fordæmi í sögunni hvað fjölda umsækjenda varðar. Það er ekki boðlegt að hið opinbera gefi fjármála- og lánastofnunum með þessum hætti, milljónir úr vösum almennings í formi dráttarvaxta. Frá fólki sem ekkert hefur sér til saka unnið nema að það eitt að missa vinnuna. Um það verður ekki deilt að úrvinnslutími umsókna er of langur. Félagsmálaráðherra þarf að átta sig á raunveruleika fólks í þessari stöðu og leggja áherslu á að stytta tímann. Fólkið sem reiðir sig á greiðslur úr atvinnuleysissjóði á betra skilið en frekari óvissu og aukinn kostnað ofan á það ástand sem fyrir er. Höfundur er atvinnulaus.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun