„Bara ef það hentar mér“ Jón Björn Hákonarson og Íris Róbertsdóttir skrifa 15. mars 2021 09:01 Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um málefni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Víða um land hafa sveitarfélög haft umsjón með rekstri þeirra með samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Lengi hefur legið fyrir að rekstur heimilanna væri þungur, og að framlög ríkisins til rekstur þeirra dygðu engan veginn til. Sveitarfélögin reyndu lengi að fá fram breytingar á þessu, en ekkert gekk og á síðasta ári ákváðu fjögur sveitarfélög að segja upp samningum sínum við SÍ um reksturinn. Voru þetta Akureyri, Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðabyggð. Þá fóru í gang viðræður við Sjúkratryggingar Íslands, sem gengu erfiðlega þrátt fyrir mikla eftirgangssemi sveitarfélaganna. Ekkert gekk eða rak í viðræðunum og sífelt nálgaðist sá dagur þegar rekstur heimilanna átti ekki að vera lengur á hendi sveitarfélaganna. Sveitarfélögin gengu til þessara viðræðna með það að aðalmarkmiði að tryggja að vistaskiptin yfir til nýs rekstraraðila, hver sem hann yrði, gengju snuðrulaust fyrir sig og að standa vörð um réttindi þeirra starfsmanna sem starfa á heimilunum og að verja þá þjónustu sem þar er veitt. Það var svo loksins þann 3. mars sl. að heilbrigðisráðuneytið kom að málinu. Á fundi þennan dag var fulltrúum Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja tilkynnt um þá ákvörðun ráðuneytisins að heilbrigðisstofnanir í hvorum landshluta tækju við rekstri heimilanna þann 1. apríl nk. Einnig kom ráðuneytið því skýrt á framfæri að lög nr.72/2002 um aðilaskipti giltu ekki um þessa yfirfærslu. Sveitarfélögunum yrði því nauðugur sá eini kostur að segja upp öllu starfsfólki sínu á hjúkrunarheimilunum - samtals um 140 starfsmönnum. Svo þetta sé sett fram á mannamáli, þá er það ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins að neyða sveitarfélögin til að segja upp 140 starfsmönnum á einu bretti, og skilja þannig þrjú hjúkrunarheimili með rúmlega 70 heimilismenn eftir án starfsmanna! „Ég er mjúkur á manninn, en í borðið svo ég ber, bara ef það hentar mér“ Að mati Fjarðabyggðar og Vestmannaeyjabæjar er það skýrt að lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002, sem tryggja störf og réttindi starfsfólks við yfirfærslu stofnana milli rekstraraðila, hafa áður verið látin gilda um tilflutning verkefna milli ríkis og sveitarfélaga. Að bera því við að heilbrigðisráðherra hafi ekki heimild til þess, er útúrsnúningur og ber þess merki að heilbrigðisyfirvöld vilji ekki tryggja hnökralausan tilflutning dvalar- og hjúkrunarheimilanna til ríkisins. Þegar málefni fatlaðra voru flutt frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 voru umrædd lög látin gilda. Þau voru einnig látin gilda þegar hluti starfsfólks hjúkrunarheimilisins á Hornafirði fluttust frá Sveitarfélaginu Hornafirði til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á síðasta ári, sömu stofnunar og mun nú taka við rekstri hjúkrunarheimilisins í Vestmannaeyjum. Þá stóð til að réttarstaða starfsfólks yrði tryggð við tilflutning hjúkrunarheimilisins á Akureyri til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands árið 2020, eins og fram kom í sameiginlegri fréttatilkynningu stjórnvalda og umræddra stofnana í ágúst sl. Fyrir nokkrum mánuðum var hægt að setja velferð heimilfólks og starfsfólkið í forgang, nokkrum mánuðum síðar er sú hugsun ekki efst í huga heilbrigðisráðuneytisins. Það virðist því auðvelt að beita umræddum lögum þegar það hentar ríkinu, en bera svo við heimildarleysi þegar það hentar ekki. Er það nema von að laglínur Stuðmannlagsins „Bara ef það hentar mér“ séu ofarlega í huga okkar við þessi sinnaskipti. Þá skal jafnframt áréttað að ráðherra getur tekið þá ákvörðun að fara ekki eftir þrengstu skilgreiningu laganna eða óskað eftir að bráðbirðgarákvæði verði sett í þau vegna þessara breytinga. Þetta var t.d. gert þegar málefni fatlaðra voru færð til sveitarfélaga á sínum tíma. Þetta snýst allt um hvar vilji ráðherrans liggur. Ráðuneytið ber ábyrgðina Það er svo auðvitað ótækt að ráðherra heilbrigðismála mæti fjölmiðla og reyni af öllum mætti að koma ábyrgð á þessu máli yfir á sveitarfélöginn. Í dag ber hún því fyrir sig að það hafi verið ákvörðun sveitarfélaganna „ að veita ekki þessa þjónustu“. Rétt er að hafa í huga að öll sveitarfélögin sem hér um ræðir hafa um árabil reynt að ná til ráðuneytisins og ráðherra til að ræða þann vanda sem blasað hefur við í rekstri heimilanna. Sveitarfélöginn hafa undanfarinn ár greitt hundruði milljóna með rekstri heimilanna, og við þá stöðu var ekki unað lengur. Það vantaði ekki vilja þeirra til að halda rekstrinum áfram, ef hægt hefði verið að ná samtali um raunhæf framlög ríkisins til málaflokksins, en það samtal var ekki hægt að fá. Það er rétt að halda því til haga að það er heilbrigðisráðuneytið sem ber ábyrgð á málaflokkunum sem snerta hjúkrunarheimilin, undan þeirri ábyrgð getur ráðherra málaflokksins ekki reynt að hlaupa. Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabær hafa nú leitað til velferðarnefndar Alþingis og farið þess á leit við nefndina að hún stígi inn í þetta mál og sjái til þess að það fái farsæla lausn. Raunar hefði verið meiri bragur á því að ráðuneytið hefði lokið málinu með sómasamlegum hætti og sýnt því góða starfi sem unnið er á hjúkrunarheimilum víða um land virðingu, en ekki dottið í að bera fyrir sig sjálfskapaðan stjórnsýslulegan ómöguleika við þessa yfirfærslu. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Björn Hákonarson Sveitarstjórnarmál Eldri borgarar Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Íris Róbertsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um málefni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Víða um land hafa sveitarfélög haft umsjón með rekstri þeirra með samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Lengi hefur legið fyrir að rekstur heimilanna væri þungur, og að framlög ríkisins til rekstur þeirra dygðu engan veginn til. Sveitarfélögin reyndu lengi að fá fram breytingar á þessu, en ekkert gekk og á síðasta ári ákváðu fjögur sveitarfélög að segja upp samningum sínum við SÍ um reksturinn. Voru þetta Akureyri, Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðabyggð. Þá fóru í gang viðræður við Sjúkratryggingar Íslands, sem gengu erfiðlega þrátt fyrir mikla eftirgangssemi sveitarfélaganna. Ekkert gekk eða rak í viðræðunum og sífelt nálgaðist sá dagur þegar rekstur heimilanna átti ekki að vera lengur á hendi sveitarfélaganna. Sveitarfélögin gengu til þessara viðræðna með það að aðalmarkmiði að tryggja að vistaskiptin yfir til nýs rekstraraðila, hver sem hann yrði, gengju snuðrulaust fyrir sig og að standa vörð um réttindi þeirra starfsmanna sem starfa á heimilunum og að verja þá þjónustu sem þar er veitt. Það var svo loksins þann 3. mars sl. að heilbrigðisráðuneytið kom að málinu. Á fundi þennan dag var fulltrúum Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja tilkynnt um þá ákvörðun ráðuneytisins að heilbrigðisstofnanir í hvorum landshluta tækju við rekstri heimilanna þann 1. apríl nk. Einnig kom ráðuneytið því skýrt á framfæri að lög nr.72/2002 um aðilaskipti giltu ekki um þessa yfirfærslu. Sveitarfélögunum yrði því nauðugur sá eini kostur að segja upp öllu starfsfólki sínu á hjúkrunarheimilunum - samtals um 140 starfsmönnum. Svo þetta sé sett fram á mannamáli, þá er það ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins að neyða sveitarfélögin til að segja upp 140 starfsmönnum á einu bretti, og skilja þannig þrjú hjúkrunarheimili með rúmlega 70 heimilismenn eftir án starfsmanna! „Ég er mjúkur á manninn, en í borðið svo ég ber, bara ef það hentar mér“ Að mati Fjarðabyggðar og Vestmannaeyjabæjar er það skýrt að lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002, sem tryggja störf og réttindi starfsfólks við yfirfærslu stofnana milli rekstraraðila, hafa áður verið látin gilda um tilflutning verkefna milli ríkis og sveitarfélaga. Að bera því við að heilbrigðisráðherra hafi ekki heimild til þess, er útúrsnúningur og ber þess merki að heilbrigðisyfirvöld vilji ekki tryggja hnökralausan tilflutning dvalar- og hjúkrunarheimilanna til ríkisins. Þegar málefni fatlaðra voru flutt frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 voru umrædd lög látin gilda. Þau voru einnig látin gilda þegar hluti starfsfólks hjúkrunarheimilisins á Hornafirði fluttust frá Sveitarfélaginu Hornafirði til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á síðasta ári, sömu stofnunar og mun nú taka við rekstri hjúkrunarheimilisins í Vestmannaeyjum. Þá stóð til að réttarstaða starfsfólks yrði tryggð við tilflutning hjúkrunarheimilisins á Akureyri til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands árið 2020, eins og fram kom í sameiginlegri fréttatilkynningu stjórnvalda og umræddra stofnana í ágúst sl. Fyrir nokkrum mánuðum var hægt að setja velferð heimilfólks og starfsfólkið í forgang, nokkrum mánuðum síðar er sú hugsun ekki efst í huga heilbrigðisráðuneytisins. Það virðist því auðvelt að beita umræddum lögum þegar það hentar ríkinu, en bera svo við heimildarleysi þegar það hentar ekki. Er það nema von að laglínur Stuðmannlagsins „Bara ef það hentar mér“ séu ofarlega í huga okkar við þessi sinnaskipti. Þá skal jafnframt áréttað að ráðherra getur tekið þá ákvörðun að fara ekki eftir þrengstu skilgreiningu laganna eða óskað eftir að bráðbirðgarákvæði verði sett í þau vegna þessara breytinga. Þetta var t.d. gert þegar málefni fatlaðra voru færð til sveitarfélaga á sínum tíma. Þetta snýst allt um hvar vilji ráðherrans liggur. Ráðuneytið ber ábyrgðina Það er svo auðvitað ótækt að ráðherra heilbrigðismála mæti fjölmiðla og reyni af öllum mætti að koma ábyrgð á þessu máli yfir á sveitarfélöginn. Í dag ber hún því fyrir sig að það hafi verið ákvörðun sveitarfélaganna „ að veita ekki þessa þjónustu“. Rétt er að hafa í huga að öll sveitarfélögin sem hér um ræðir hafa um árabil reynt að ná til ráðuneytisins og ráðherra til að ræða þann vanda sem blasað hefur við í rekstri heimilanna. Sveitarfélöginn hafa undanfarinn ár greitt hundruði milljóna með rekstri heimilanna, og við þá stöðu var ekki unað lengur. Það vantaði ekki vilja þeirra til að halda rekstrinum áfram, ef hægt hefði verið að ná samtali um raunhæf framlög ríkisins til málaflokksins, en það samtal var ekki hægt að fá. Það er rétt að halda því til haga að það er heilbrigðisráðuneytið sem ber ábyrgð á málaflokkunum sem snerta hjúkrunarheimilin, undan þeirri ábyrgð getur ráðherra málaflokksins ekki reynt að hlaupa. Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabær hafa nú leitað til velferðarnefndar Alþingis og farið þess á leit við nefndina að hún stígi inn í þetta mál og sjái til þess að það fái farsæla lausn. Raunar hefði verið meiri bragur á því að ráðuneytið hefði lokið málinu með sómasamlegum hætti og sýnt því góða starfi sem unnið er á hjúkrunarheimilum víða um land virðingu, en ekki dottið í að bera fyrir sig sjálfskapaðan stjórnsýslulegan ómöguleika við þessa yfirfærslu. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar