Ótrúlegar frammistöður hjá Isabellu Ósk og Ariel Hearn er Breiðablik og Fjölnir lönduðu góðum sigrum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2021 21:45 Isabella Ósk átti ótrúlegan leik í kvöld. Hún skoraði 21 stig og tók 28 fráköst. Vísir/Daniel Thor Breiðablik og Fjölnir unnu leiki sína í Dominos-deild kvenna í kvöld. Breiðablik vann Snæfell örugglega í Smáranum, 93-76. Fjölnir vann Skallagrím í hörkuleik í Grafarvoginum, lokatölur 98-90. Breiðablik vann nokkuð öruggan sigur á Snæfelli í kvöld. Heimastúlkur höfðu alltaf yfirhöndina en stungu að endingu af og unnu öruggan sigur í Smáranum í kvöld. Lokatölur 93-76 í annars skemmtilegum leik. Jessica Kay Loera var stigahæst í liði Blika með 22 stig. Þar á eftir kom Ísabella Ósk Sigurðardóttir með 21 stig og 28 fráköst hvorki meira né minna. Ótrúlegar tölur. Haiden Denise Palmer var stigahæst í liði Snæfells með 23 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Breiðablik er nú með átta stig í sjötta sæti deildarinnar en Snæfell er með fjögur stig í því sjöunda. Fjölnir vann góðan sigur á bikarmeisturum Skallagríms í hörkuleik í Dalhúsum í kvöld. Leikurinn var mjög jafn framan af en gestirnir frá Borgarnesi voru fjórum stigum yfir í hálfleik, staðan þá 51-47 gestunum í vil. Fjölnisliðið mætti vel gírað inn í síðari hálfleik og náði fljótlega góðum tökum á leiknum. Sóknarleikur Fjölnis sprakk svo út í síðasta fjórðung þar sem liðið skoraði 31 stig, lokatölur 98-90 Fjölni í vil. Ariel Hearn átti sannkallaðan stórleik í liði Fjölnis. Hún skoraði 46 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Sara Carina Vaz Djassi kom þar á eftir með 19 stig. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var frábær í liði Skallagríms en það dugði ekki til í kvöld.Vísir/Andri Marinó Hjá Skallagrími var Keira Breeanne Robinson stigahæst með 39 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kom þar á eftir með 25 stig. Fjölnir er nú með 16 stig í fjórða sæti deildarinnar á meðan Skallagrímur er sæti neðar með 12 stig. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Fjölnir Breiðablik Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Breiðablik vann nokkuð öruggan sigur á Snæfelli í kvöld. Heimastúlkur höfðu alltaf yfirhöndina en stungu að endingu af og unnu öruggan sigur í Smáranum í kvöld. Lokatölur 93-76 í annars skemmtilegum leik. Jessica Kay Loera var stigahæst í liði Blika með 22 stig. Þar á eftir kom Ísabella Ósk Sigurðardóttir með 21 stig og 28 fráköst hvorki meira né minna. Ótrúlegar tölur. Haiden Denise Palmer var stigahæst í liði Snæfells með 23 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Breiðablik er nú með átta stig í sjötta sæti deildarinnar en Snæfell er með fjögur stig í því sjöunda. Fjölnir vann góðan sigur á bikarmeisturum Skallagríms í hörkuleik í Dalhúsum í kvöld. Leikurinn var mjög jafn framan af en gestirnir frá Borgarnesi voru fjórum stigum yfir í hálfleik, staðan þá 51-47 gestunum í vil. Fjölnisliðið mætti vel gírað inn í síðari hálfleik og náði fljótlega góðum tökum á leiknum. Sóknarleikur Fjölnis sprakk svo út í síðasta fjórðung þar sem liðið skoraði 31 stig, lokatölur 98-90 Fjölni í vil. Ariel Hearn átti sannkallaðan stórleik í liði Fjölnis. Hún skoraði 46 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Sara Carina Vaz Djassi kom þar á eftir með 19 stig. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var frábær í liði Skallagríms en það dugði ekki til í kvöld.Vísir/Andri Marinó Hjá Skallagrími var Keira Breeanne Robinson stigahæst með 39 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kom þar á eftir með 25 stig. Fjölnir er nú með 16 stig í fjórða sæti deildarinnar á meðan Skallagrímur er sæti neðar með 12 stig. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Fjölnir Breiðablik Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum