Leikjavísir

Yfirtakan: Byyytheway og Kef.esports spila Warzone

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfirtaka Warzone

Byyytheway, eða Lúkas Daníel, ætlar að taka yfir Twitchrás GameTíví í kvöld og spila Call of Duty Warzone með félögum sínum í Kef.esport liðinu.

Lúkas Daníel er 27 ára tveggja barna faðir sem uppalinn er í Reykjanesbæ. Hann hefur spilað CS:GO í gegnum tíðina og hefur sá áhugi leitt hann yfir í COD. Það endaði með Íslandsmeistaratitli með Kef.esport.

Í kvöld mun Lúkas Daníel spila með öðrum strákum í liðinu.  Það eru þeir fikibjarna, saxi og phAyzer.

Gamanið hefst klukkan átta á Twitchrás GameTíví.

Það verður rosaleg yfirtaka í GameTíví í kvöld... Lúkas Byyytheway dýfir sér ásamt félögum sínum niður í Verdansk til að...

Posted by GameTíví on Tuesday, 9 March 2021Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.