Ræddu deyfðina yfir Njarðvík og fýluna á bekknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 14:01 Það er deyfð yfir öllu Njarðvíkurliðinu og líka yfir þjálfurunum á bekknum. Hér má sjá aðstoðarþjálfarana Friðrik Inga Rúnarsson og Halldór Rúnar Karlsson. Vísir/Vilhem Njarðvíkingar töpuðu þriðja leiknum í röð þegar þeir heimsóttu botnlið Hauka í gær og hafa nú aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í Domino´s deildinni. Domino´s Körfuboltakvöld ræddi slakt gengi Njarðvíkinga en ekkert lið í deildinni hefur fengið færri stig frá og með 30. janúar síðastliðinn. „Mér finnst svo mikil deyfð yfir öllu. Það er svo mikil deyfð yfir þjálfurunum því þeir sitja þarna með krosslagðar hendur og í fýlu,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Það er eins og að þegar þeir komast tíu stigum yfir og hitt liðið gefst ekki upp, þá fara þeir bara í fýlu. Þetta er svo ólíkt því sem Njarðvík er þekkt fyrir. Ég er gapandi yfir þessu,“ sagði Sævar. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Andleysið í Njarðvík „Það er eitt að vera með hæfileikaríka leikmenn og vera kannski heppnir í kanalottói eða útlendingalottói og svoleiðis en deyfðin yfir öllu er eitthvað svo augljós,“ sagði Sævar. Hermann Hauksson fór yfir sóknarleik Njarðvíkinga í tapleiknum á móti Haukum. „Mér fannst þeir vera algjörlega hugmyndasnauðir og þeir drippluðu loftið úr boltanum nánast í hverri einustu sókn. Það var eins og menn væru ekki vissir á kerfum, það var enginn að hlaupa neitt eða gera neitt. Hlaupa í einhverjar eyður eða reyna að skapa eitthvað eða hreyfa boltann. Boltinn stoppaði svakalega mikið hjá hverjum einasta leikmanni,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Það var vont að horfa á þetta og ég hafði það á tilfinningunni að þeir þorðu ekki að taka á þessu og vinna þennan leik,“ sagði Hermann. Það má heyra meira um umræðuna um Njarðvík í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld ræddi slakt gengi Njarðvíkinga en ekkert lið í deildinni hefur fengið færri stig frá og með 30. janúar síðastliðinn. „Mér finnst svo mikil deyfð yfir öllu. Það er svo mikil deyfð yfir þjálfurunum því þeir sitja þarna með krosslagðar hendur og í fýlu,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Það er eins og að þegar þeir komast tíu stigum yfir og hitt liðið gefst ekki upp, þá fara þeir bara í fýlu. Þetta er svo ólíkt því sem Njarðvík er þekkt fyrir. Ég er gapandi yfir þessu,“ sagði Sævar. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Andleysið í Njarðvík „Það er eitt að vera með hæfileikaríka leikmenn og vera kannski heppnir í kanalottói eða útlendingalottói og svoleiðis en deyfðin yfir öllu er eitthvað svo augljós,“ sagði Sævar. Hermann Hauksson fór yfir sóknarleik Njarðvíkinga í tapleiknum á móti Haukum. „Mér fannst þeir vera algjörlega hugmyndasnauðir og þeir drippluðu loftið úr boltanum nánast í hverri einustu sókn. Það var eins og menn væru ekki vissir á kerfum, það var enginn að hlaupa neitt eða gera neitt. Hlaupa í einhverjar eyður eða reyna að skapa eitthvað eða hreyfa boltann. Boltinn stoppaði svakalega mikið hjá hverjum einasta leikmanni,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Það var vont að horfa á þetta og ég hafði það á tilfinningunni að þeir þorðu ekki að taka á þessu og vinna þennan leik,“ sagði Hermann. Það má heyra meira um umræðuna um Njarðvík í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira