Viðskipti innlent

Frá Vinstri grænum og til Bænda­sam­takanna

Atli Ísleifsson skrifar
Kári Gautason hefur frá árinu 2018 starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna.
Kári Gautason hefur frá árinu 2018 starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna. Bændasamtökin

Kári Gautason hefur verið ráðinn til Bændasamtaka Íslands þar sem hann mun koma að úrvinnslu og greiningu hagtalna landbúnaðarins, ásamt því að koma að hagrænum greiningum sem tengjast umhverfis-, loftlagsmálum, fæðuöryggi og tryggingamálum.

Kári hefur frá árinu 2018 starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna.

Í tilkynningu á vef Bændasamtakanna kemur fram að Kári sé uppalinn í Engihlíð í Vopnafirði.

„Hjá þingflokki VG var hann til ráðgjafar fyrir þingmenn, sérstaklega í málum fjárlaganefndar og atvinnuveganefndar þingsins. Þar áður var Kári í sérverkefnum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) við endurmat á ræktunarstarfi í mjólkurframleiðslu.

Kári hefur einnig reynslu af búskap úr Vopnafirði, en þar vann hann við loðdýrarækt og mjólkurframleiðslu, samhliða ráðgjafastarfi í ræktun og skýrsluhaldi loðdýra hjá RML.

Ásamt því að vera með búvísindagráðu frá Landbúnaðarháskólanum er Kári með meistaragráðu frá Árósarháskóla í Danmörku í búfjárerfðafræði. Lokaverkefni hans snérist um að meta hagrænt gildi þess að taka upp erfðamengisúrval í loðdýrarækt.

Kári hefur hafið störf,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
5,33
12
19.164
BRIM
4,76
17
260.514
ORIGO
2,41
18
252.150
VIS
2,21
6
57.872
EIM
2,05
2
15.025

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,2
70
49.732
HAGA
-1,01
8
100.242
ARION
-0,79
23
160.956
MAREL
-0,68
12
30.098
LEQ
-0,43
2
5.475
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.