Ljósleiðarar og þjóðaröryggi Ólafur Ísleifsson skrifar 7. mars 2021 09:01 Fyrr í mánuðinum skilaði starfshópur skýrslu til utanríkisráðherra um málefni ljósleiðara. Öryggi fjarskipta er grundvallaratriði í öryggi og vörnum hvers ríkis. Í skýrslunni er minnt á að öryggi íslenskra fjarskiptakerfa hefur áhrif á öryggi vina- og bandalagsríkja. Mikilvægi fjarskipta gerir ljósleiðaramál að þjóðaröryggismáli. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn Fyrirhugað er að ráðstafa tveimur ljósleiðaraþráðum af þremur í streng umhverfis landið. NATO-stengur þessi var lagður fyrir um 30 árum til að þjóna ratsjárstöðvum á öllum landshornum. Ætlunin er að bjóða þessa þræði út og snúast tillögur starfshópsins einkum um aðferð við það. Mikilvæg stoð í starfsemi Atlantshafsbandalagsins lýtur að netöryggi og öryggi lykilinnviða. Öryggi raforku- og fjarskiptakerfa eru þar á meðal. Sæstrengir líkt og ljósleiðarakerfin á landi gegna lykilhlutverki í fjarskiptum og gagnaflutningum milli bandalagsríkja. Ísland er mikilvægur hlekkur í samstarfi og samskiptum bandalagsríkjanna. Netöryggi og þjóðaröryggi Á leiðtogafundi í Varsjá í júlí 2016 gerðu bandalagsríkin samþykkt um netöryggi þar sem ríkin skuldbinda sig til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að efla varnir innviða og netkerfa. Áhersla var lögð á að fjarskipta- og netkerfi geti staðið af sér hættuástand og að forgangsaðgangur stjórnvalda á hættutímum sé tryggt. Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafa eflt samráð sín í milli um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, þar á meðal hernaðarlegt og borgaralegt öryggi. Varnaðarorð varaforseta Bandaríkjanna Aukin áhersla á fjarskipta- og netöryggi endurspeglast í viðbrögðum einstaka ríkja. Bandaríkin leggja mjög upp úr öryggi 5G-kerfa. Kom þetta glöggt fram á blaðamannafundi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna við Höfða í Íslandsheimsókn hans í september 2019 þegar hann varaði eindregið við viðskiptum við kínverska fyrirtækið Huawei í þessum efnum. Þýskaland gerir æ ríkari kröfur um innkomu þriðju ríkja inn á þýskan fjarskiptamarkað. Hér eru uppi öryggis- og varnarsjónarmið um upplýsingar og mikilvægi þess að tryggja öryggi lykilinnviða. Sömu sögu er að segja af öðrum Evrópuríkjum, svo sem Frakklandi og Bretlandi. Þetta á einnig við um okkar nánustu vinaríki á Norðurlöndunum. Nú þegar hafa Danmörk, Noregur og nú síðast Svíþjóð valið að nota búnað frá nánum bandalagsþjóðum í uppbyggingu 5G-farneta. Í öllum tilfellum var ákvörðunin grundvölluð á þjóðaröryggissjónarmiðum. Huawei Albert Jónsson fyrrum sendiherra og öryggisráðgjafi segir í nýlegri ritgerð á vefsíðu sinni að bæði Bandaríkin og Kína hafi beitt sér gagnvart ríkjum í Evrópu og víðar í Huawei-málinu. Huawei hefur náð mikilli útbreiðslu í heiminum en Kínverjar virðast standa höllum fæti hvað það varðar í ýmsum Evrópuríkjum. Nokkur þeirra hafa þegar hafnað samstarfi við Huawei, önnur sett ýmis skilyrði fyrir samstarfi. Flokkurinn og ríkið Segir Albert að sumar evrópskar ríkisstjórnir beri fyrir sig tengsl fyrirtækisins við kínversk stjórnvöld en fyrirtækinu beri samkvæmt sérstökum kínverskum lögum að láta stjórnvöldum Kína í té upplýsingar úr fjarskiptakerfum fyrirtækisins væri þess krafist. Þetta eru lög sem munu eiga almennt við kínversk fyrirtæki og eru um starfsemi leyniþjónustu og um gagnnjósnir. Þessi ríki segir Albert horfa jafnframt til þess hvers eðlis stjórnvaldið er í Kína, hvernig það hvílir á einræði kommúnistaflokksins og tilheyrandi lögregluríki. Náin tengsl við stjórnvöld Leyniþjónustur ýmissa Evrópuríkja hafa mælt gegn samvinnu við fyrirtækið, bent á fyrrgreind lög um skyldur kínverskra fyrirtækja gagnvart Kínastjórn. Segir Albert þær hafi almennt varað við Kína, stjórnvöldum þess og fyrirtækjum vegna iðnaðarnjósna, hugverkaþjófnaðar og vegna netöryggis. Mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Mikilvægt er að þegar kemur að ákvörðunum sem lúta að net- og fjarskiptaöryggi stöndum við Íslendingar þétt með bandalagsþjóðum okkar í Atlantshafsbandalaginu og vinaþjóðum okkar á Norðurlöndum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í mánuðinum skilaði starfshópur skýrslu til utanríkisráðherra um málefni ljósleiðara. Öryggi fjarskipta er grundvallaratriði í öryggi og vörnum hvers ríkis. Í skýrslunni er minnt á að öryggi íslenskra fjarskiptakerfa hefur áhrif á öryggi vina- og bandalagsríkja. Mikilvægi fjarskipta gerir ljósleiðaramál að þjóðaröryggismáli. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn Fyrirhugað er að ráðstafa tveimur ljósleiðaraþráðum af þremur í streng umhverfis landið. NATO-stengur þessi var lagður fyrir um 30 árum til að þjóna ratsjárstöðvum á öllum landshornum. Ætlunin er að bjóða þessa þræði út og snúast tillögur starfshópsins einkum um aðferð við það. Mikilvæg stoð í starfsemi Atlantshafsbandalagsins lýtur að netöryggi og öryggi lykilinnviða. Öryggi raforku- og fjarskiptakerfa eru þar á meðal. Sæstrengir líkt og ljósleiðarakerfin á landi gegna lykilhlutverki í fjarskiptum og gagnaflutningum milli bandalagsríkja. Ísland er mikilvægur hlekkur í samstarfi og samskiptum bandalagsríkjanna. Netöryggi og þjóðaröryggi Á leiðtogafundi í Varsjá í júlí 2016 gerðu bandalagsríkin samþykkt um netöryggi þar sem ríkin skuldbinda sig til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að efla varnir innviða og netkerfa. Áhersla var lögð á að fjarskipta- og netkerfi geti staðið af sér hættuástand og að forgangsaðgangur stjórnvalda á hættutímum sé tryggt. Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafa eflt samráð sín í milli um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, þar á meðal hernaðarlegt og borgaralegt öryggi. Varnaðarorð varaforseta Bandaríkjanna Aukin áhersla á fjarskipta- og netöryggi endurspeglast í viðbrögðum einstaka ríkja. Bandaríkin leggja mjög upp úr öryggi 5G-kerfa. Kom þetta glöggt fram á blaðamannafundi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna við Höfða í Íslandsheimsókn hans í september 2019 þegar hann varaði eindregið við viðskiptum við kínverska fyrirtækið Huawei í þessum efnum. Þýskaland gerir æ ríkari kröfur um innkomu þriðju ríkja inn á þýskan fjarskiptamarkað. Hér eru uppi öryggis- og varnarsjónarmið um upplýsingar og mikilvægi þess að tryggja öryggi lykilinnviða. Sömu sögu er að segja af öðrum Evrópuríkjum, svo sem Frakklandi og Bretlandi. Þetta á einnig við um okkar nánustu vinaríki á Norðurlöndunum. Nú þegar hafa Danmörk, Noregur og nú síðast Svíþjóð valið að nota búnað frá nánum bandalagsþjóðum í uppbyggingu 5G-farneta. Í öllum tilfellum var ákvörðunin grundvölluð á þjóðaröryggissjónarmiðum. Huawei Albert Jónsson fyrrum sendiherra og öryggisráðgjafi segir í nýlegri ritgerð á vefsíðu sinni að bæði Bandaríkin og Kína hafi beitt sér gagnvart ríkjum í Evrópu og víðar í Huawei-málinu. Huawei hefur náð mikilli útbreiðslu í heiminum en Kínverjar virðast standa höllum fæti hvað það varðar í ýmsum Evrópuríkjum. Nokkur þeirra hafa þegar hafnað samstarfi við Huawei, önnur sett ýmis skilyrði fyrir samstarfi. Flokkurinn og ríkið Segir Albert að sumar evrópskar ríkisstjórnir beri fyrir sig tengsl fyrirtækisins við kínversk stjórnvöld en fyrirtækinu beri samkvæmt sérstökum kínverskum lögum að láta stjórnvöldum Kína í té upplýsingar úr fjarskiptakerfum fyrirtækisins væri þess krafist. Þetta eru lög sem munu eiga almennt við kínversk fyrirtæki og eru um starfsemi leyniþjónustu og um gagnnjósnir. Þessi ríki segir Albert horfa jafnframt til þess hvers eðlis stjórnvaldið er í Kína, hvernig það hvílir á einræði kommúnistaflokksins og tilheyrandi lögregluríki. Náin tengsl við stjórnvöld Leyniþjónustur ýmissa Evrópuríkja hafa mælt gegn samvinnu við fyrirtækið, bent á fyrrgreind lög um skyldur kínverskra fyrirtækja gagnvart Kínastjórn. Segir Albert þær hafi almennt varað við Kína, stjórnvöldum þess og fyrirtækjum vegna iðnaðarnjósna, hugverkaþjófnaðar og vegna netöryggis. Mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Mikilvægt er að þegar kemur að ákvörðunum sem lúta að net- og fjarskiptaöryggi stöndum við Íslendingar þétt með bandalagsþjóðum okkar í Atlantshafsbandalaginu og vinaþjóðum okkar á Norðurlöndum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar