Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 14:01 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fagnar hér einum af mörgum sigrum á sínum ferli. Vísir/Daníel Þór Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. „Endurkoma drottningarinnar,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir þegar hún hóf umfjöllunina um endurkomu Önnu Úrsúlu. „Ég ætla ekki að segja að hakan hafi endað niðri í gólfi,“ sagði Svava og Haraldur Þorvarðarson skaut þá inn í: „Hvernig ná þessir þjálfarar alltaf að koma þeim aftur inn á völlinn. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Haraldur. Svava Kristín var búin að grafa upp viðtal við Önnu Úrsúlu síðan í apríl á síðasta ári þegar hún sagði að hún væri búin að henda síðustu handboltaskónum. Klippa: Seinni bylgjan: Endurkoma Önnu Úrsúlu „Þetta er bara svo ógeðslega gaman. Anna er búin að vera að æfa með Valsstelpunum síðan í desember. Ég hef sjálf verið niðri á Hlíðarenda að kíkja aðeins og fá að hlaupa með,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir sem hefur unnið nokkra titlana með Önnu. „Ég skildi svo Önnu þegar hún fékk spurninguna: Þú ert bara komin aftur. Ræktin er lokuð og ég er þriggja barna móðir. Ég þarf að komast út. Svona kannski byrjaði þetta en svo leiddi eitt af öðru,“ sagði Íris Ásta. Svava Kristín sýndi viðtal við Önnu Úrsúlu eftir fyrsta leikinn eftir endurkomuna þar sem hún talaði um að hún þurfti einhvern veginn að losna við Ágúst af bakinu. „Mér fannst auðveldara að koma og spila aðeins heldur en að vera heima og fá stanslaus símtöl,“ sagði Anna Úrsúla í viðtalinu. Anna sagði að Ágúst Jóhannsson væri svo andskoti góður sölumaður og hún ætlaði að prófa að taka einn leik. „Anna mín, hann er ekki að fara að leyfa þér að taka bara einn leik, trúðu mér,“ sagði Svava Kristín en hvað gefur Anna Valsliðinu á lokasprettinum. „Hún gefur þessu Valsliði rosalega mikið og sérstaklega af því að það vantar línumann,“ sagði Íris Ásta. „Hún kemur líka sterk inn fyrir leikmann eins og Mariam því Anna getur bara verið hennar mentor og maður sér það á æfingum. Anna er að stýra vörninni sem þristur en hún er líka að kenna Mariam hvernig er að vera þessi alvöru þristur og taka þau völd að stýra vörninni,“ sagði Íris Ásta sem sér að með þessu geti Mariam Eradze tekið skrefið enn lengra og orðið betri leikmaður. „Það er enginn að fara að skjóta yfir þessa vörn þegar Anna er komin í toppstand. Mariam og Anna saman eru rosalegur veggur,“ sagði Haraldur. Það má horfa á alla umfjölluna um endurkomu Önnu Úrsúlu hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Sjá meira
„Endurkoma drottningarinnar,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir þegar hún hóf umfjöllunina um endurkomu Önnu Úrsúlu. „Ég ætla ekki að segja að hakan hafi endað niðri í gólfi,“ sagði Svava og Haraldur Þorvarðarson skaut þá inn í: „Hvernig ná þessir þjálfarar alltaf að koma þeim aftur inn á völlinn. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Haraldur. Svava Kristín var búin að grafa upp viðtal við Önnu Úrsúlu síðan í apríl á síðasta ári þegar hún sagði að hún væri búin að henda síðustu handboltaskónum. Klippa: Seinni bylgjan: Endurkoma Önnu Úrsúlu „Þetta er bara svo ógeðslega gaman. Anna er búin að vera að æfa með Valsstelpunum síðan í desember. Ég hef sjálf verið niðri á Hlíðarenda að kíkja aðeins og fá að hlaupa með,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir sem hefur unnið nokkra titlana með Önnu. „Ég skildi svo Önnu þegar hún fékk spurninguna: Þú ert bara komin aftur. Ræktin er lokuð og ég er þriggja barna móðir. Ég þarf að komast út. Svona kannski byrjaði þetta en svo leiddi eitt af öðru,“ sagði Íris Ásta. Svava Kristín sýndi viðtal við Önnu Úrsúlu eftir fyrsta leikinn eftir endurkomuna þar sem hún talaði um að hún þurfti einhvern veginn að losna við Ágúst af bakinu. „Mér fannst auðveldara að koma og spila aðeins heldur en að vera heima og fá stanslaus símtöl,“ sagði Anna Úrsúla í viðtalinu. Anna sagði að Ágúst Jóhannsson væri svo andskoti góður sölumaður og hún ætlaði að prófa að taka einn leik. „Anna mín, hann er ekki að fara að leyfa þér að taka bara einn leik, trúðu mér,“ sagði Svava Kristín en hvað gefur Anna Valsliðinu á lokasprettinum. „Hún gefur þessu Valsliði rosalega mikið og sérstaklega af því að það vantar línumann,“ sagði Íris Ásta. „Hún kemur líka sterk inn fyrir leikmann eins og Mariam því Anna getur bara verið hennar mentor og maður sér það á æfingum. Anna er að stýra vörninni sem þristur en hún er líka að kenna Mariam hvernig er að vera þessi alvöru þristur og taka þau völd að stýra vörninni,“ sagði Íris Ásta sem sér að með þessu geti Mariam Eradze tekið skrefið enn lengra og orðið betri leikmaður. „Það er enginn að fara að skjóta yfir þessa vörn þegar Anna er komin í toppstand. Mariam og Anna saman eru rosalegur veggur,“ sagði Haraldur. Það má horfa á alla umfjölluna um endurkomu Önnu Úrsúlu hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Sjá meira