Draugamarkið í Mýrinni stendur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2021 14:44 Úr leik í TM-höllinni í Garðabænum. vísir/vilhelm Úrslitin í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna 13. febrúar síðastliðinn standa þrátt fyrir að eitt marka KA/Þórs hafi verið oftalið. Dómstóll HSÍ hefur úrskurðað í málinu. Leikurinn endaði 26-27 en KA/Þór skoraði aðeins 26 mörk. Mistök voru gerð á ritaraborðinu í fyrri hálfleik þar sem skráð voru átján mörk en ekki sautján á KA/Þór. Stjarnan kærði framkvæmd leiksins og fór fram á að úrslitum hans yrði breytt í jafntefli, 26-26. Dómstóll HSÍ hafnaði þeirri kröfu Stjörnunnar sem og því að leikurinn yrði endurtekinn. Dóminn má lesa með því að smella hér. Dómurinn er í takt við dóm HSÍ frá 2008 þar sem Haukar kærðu úrslit leiks gegn Fram í deildabikar karla og vildu að þau yrðu gerð ógild og leikurinn spilaður aftur. Kröfum Hauka var hafnað á þeim forsendum að mistök sem þessi væru hluti af leiknum og aldrei hægt að komast hjá þeim. Í dómnum sem var birtur á heimasíðu HSÍ í dag segir að dómarar hafi ekki beitt reglum með röngum hætti. „Samkvæmt framansögðu verður talið að í þessu tilviki, líkt og í kærumáli 1/2008, hafi dómarar ekki beitt reglum með röngum hætti. Þannig hafi dómarar ekki farið út fyrir valdsvið sitt. Dómstóllinn fellst á að dómarar hafi eftir bestu samvisku lokið leiknum samkvæmt þeim upplýsingum sem þeir höfðu. Þannig hafi dómarar ekki tekið ranga ákvörðun sem dómstóll HSÍ hafi endurskoðunarheimild á. Þó fallast megi á að um mistök sé að ræða eru mistök alltaf eðlilegur hluti leiksins og hafa sem slíka áhrif á úrslit leikja.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Stjarnan KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Misskilningurinn í Mýrinni Draugamarkið svokallaða í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta var að sjálfsögðu til umfjöllunar í Seinni bylgjunni. 17. febrúar 2021 10:30 Síðasta sambærilega dæmið frá 2007 og þá stóðu úrslitin Kæra handknattleiksdeildar Stjörnunnar á úrslitum í leik gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna á laugardaginn er komin inn á borð dómstóls HSÍ. KA/Þór vann leikinn, 26-27, en mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Síðasta sambærilega dæmið um að úrslit hafi verið kærð vegna rangrar skráningar marka er frá 2007. 15. febrúar 2021 11:31 Garðbæingar kæra eigin framkvæmd - Óska eftir jafntefli Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur kært framkvæmd leiks Stjörnunnar og KA/Þór í Olís-deild kvenna sem fram fór í gær. 14. febrúar 2021 19:31 Draugamark í Garðabæ í sigri KA/Þór KA/Þór vann dramatískan sigur á Stjörnunni í gær. Samkvæmt heimasíðu Handknattleikssambandsins endaði leikurinn 27-26 en norðanstúlkur virðast bara hafa skorað 26 mörk í leiknum. 14. febrúar 2021 11:10 Topplið KA/Þór lagði Stjörnuna með minnsta mun Eitt mark skildi lið Stjörnunnar og KA/Þórs að í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. 13. febrúar 2021 17:56 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Leikurinn endaði 26-27 en KA/Þór skoraði aðeins 26 mörk. Mistök voru gerð á ritaraborðinu í fyrri hálfleik þar sem skráð voru átján mörk en ekki sautján á KA/Þór. Stjarnan kærði framkvæmd leiksins og fór fram á að úrslitum hans yrði breytt í jafntefli, 26-26. Dómstóll HSÍ hafnaði þeirri kröfu Stjörnunnar sem og því að leikurinn yrði endurtekinn. Dóminn má lesa með því að smella hér. Dómurinn er í takt við dóm HSÍ frá 2008 þar sem Haukar kærðu úrslit leiks gegn Fram í deildabikar karla og vildu að þau yrðu gerð ógild og leikurinn spilaður aftur. Kröfum Hauka var hafnað á þeim forsendum að mistök sem þessi væru hluti af leiknum og aldrei hægt að komast hjá þeim. Í dómnum sem var birtur á heimasíðu HSÍ í dag segir að dómarar hafi ekki beitt reglum með röngum hætti. „Samkvæmt framansögðu verður talið að í þessu tilviki, líkt og í kærumáli 1/2008, hafi dómarar ekki beitt reglum með röngum hætti. Þannig hafi dómarar ekki farið út fyrir valdsvið sitt. Dómstóllinn fellst á að dómarar hafi eftir bestu samvisku lokið leiknum samkvæmt þeim upplýsingum sem þeir höfðu. Þannig hafi dómarar ekki tekið ranga ákvörðun sem dómstóll HSÍ hafi endurskoðunarheimild á. Þó fallast megi á að um mistök sé að ræða eru mistök alltaf eðlilegur hluti leiksins og hafa sem slíka áhrif á úrslit leikja.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Stjarnan KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Misskilningurinn í Mýrinni Draugamarkið svokallaða í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta var að sjálfsögðu til umfjöllunar í Seinni bylgjunni. 17. febrúar 2021 10:30 Síðasta sambærilega dæmið frá 2007 og þá stóðu úrslitin Kæra handknattleiksdeildar Stjörnunnar á úrslitum í leik gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna á laugardaginn er komin inn á borð dómstóls HSÍ. KA/Þór vann leikinn, 26-27, en mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Síðasta sambærilega dæmið um að úrslit hafi verið kærð vegna rangrar skráningar marka er frá 2007. 15. febrúar 2021 11:31 Garðbæingar kæra eigin framkvæmd - Óska eftir jafntefli Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur kært framkvæmd leiks Stjörnunnar og KA/Þór í Olís-deild kvenna sem fram fór í gær. 14. febrúar 2021 19:31 Draugamark í Garðabæ í sigri KA/Þór KA/Þór vann dramatískan sigur á Stjörnunni í gær. Samkvæmt heimasíðu Handknattleikssambandsins endaði leikurinn 27-26 en norðanstúlkur virðast bara hafa skorað 26 mörk í leiknum. 14. febrúar 2021 11:10 Topplið KA/Þór lagði Stjörnuna með minnsta mun Eitt mark skildi lið Stjörnunnar og KA/Þórs að í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. 13. febrúar 2021 17:56 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Misskilningurinn í Mýrinni Draugamarkið svokallaða í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta var að sjálfsögðu til umfjöllunar í Seinni bylgjunni. 17. febrúar 2021 10:30
Síðasta sambærilega dæmið frá 2007 og þá stóðu úrslitin Kæra handknattleiksdeildar Stjörnunnar á úrslitum í leik gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna á laugardaginn er komin inn á borð dómstóls HSÍ. KA/Þór vann leikinn, 26-27, en mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Síðasta sambærilega dæmið um að úrslit hafi verið kærð vegna rangrar skráningar marka er frá 2007. 15. febrúar 2021 11:31
Garðbæingar kæra eigin framkvæmd - Óska eftir jafntefli Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur kært framkvæmd leiks Stjörnunnar og KA/Þór í Olís-deild kvenna sem fram fór í gær. 14. febrúar 2021 19:31
Draugamark í Garðabæ í sigri KA/Þór KA/Þór vann dramatískan sigur á Stjörnunni í gær. Samkvæmt heimasíðu Handknattleikssambandsins endaði leikurinn 27-26 en norðanstúlkur virðast bara hafa skorað 26 mörk í leiknum. 14. febrúar 2021 11:10
Topplið KA/Þór lagði Stjörnuna með minnsta mun Eitt mark skildi lið Stjörnunnar og KA/Þórs að í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. 13. febrúar 2021 17:56