Velta Krónunnar aldrei meiri og hagnaður jókst um 22 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2021 12:56 Festi rekur á meðal annars Krónuna og Elko. Vísir/vilhelm Festi hagnaðist um tæplega 2,3 milljarða króna á síðasta ári og dróst hagnaður saman frá 2019 þegar hann nam um 2,8 milljörðum króna. Heildartekjurtekjur félagsins af sölu vöru- og þjónustu námu 86,3 milljörðum króna, samanborðið við 85,0 milljarða árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2020 en Festi rekur verslanir og þjónustustöðvar undir merkjum N1, Krónunnar og Elko. Framlegð af vöru- og þjónustusölu var 20,7 milljarðar króna á síðasta ári en var 20,2 milljarðar króna árið 2019. Var framlegð af vörusölu í fyrra 24 prósent samanborið við 23,8 prósent árið áður. Kostnaður Festi vegna heimsfaraldurs Covid-19 er metinn 394 milljónir króna. Hagnaður Krónunnar jókst um 21,8 prósent Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi, segir að rekstur samstæðunnar hafi gengið vel á síðasta ári þrátt fyrir krefjandi aðstæður þar sem sóttvarnaráðstafanir höfðu mikil áhrif á öll dótturfélögin. Þá segir hann að umsvif Krónunnar hafi aukist á síðasta ári og velta félagsins verið sú mesta frá upphafi. Fram kemur í ársreikningi að heildartekjur Krónunnar námu 43,1 milljarði króna á síðasta ári og jukust um 18,3 prósent milli ára. Á sama tíma nam hagnaður verslunarkeðjunnar 902,6 milljónum króna og hækkaði um 21,8 prósent frá 2019. „Þar kom einnig Snjallverslun Krónunnar til sögunnar sem er snjallforrit sem viðskiptavinir geta nýtt sér vilji þeir gera innkaupin á netinu og fá sent heim. Krónan opnaði þrjár nýjar verslanir á árinu, ELKO og N1 opnuðu nýjar verslanir á Akureyri sem hafa allar hlotið góðar viðtökur,” segir Eggert í tilkynningu. Elko átti sitt besta ár frá upphafi Forstjórinn bætir við að N1 hafi fundið mikið fyrir minni umferð á síðasta ári og hruni ferðaþjónustunnar en félagið skilaði 220,1 milljóna króna tapi á síðasta ári. „Kappkostað var að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum og enn eitt árið jukust umsvif bílaþjónustu félagsins. ELKO átti sitt besta ár frá upphafi þrátt fyrir að næststærsta verslun félagsins í Leifsstöð væri nánast lokuð í 10 mánuði árið 2020. Þessa velgengni má meðal annars þakka sterkum innviðum vefverslunar ELKO,” er haft eftir Eggert í tilkynningu. Eignir Festi námu 83,4 milljörðum króna í lok árs 2020 og var eigið fé 29,8 milljarðar króna. Þá var eiginfjárhlutfall var 35,7 prósent samanborið við 35,3 prósent í lok árs 2019. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og matsbreytingar (EBITDA) nam tæplega 7,1 milljarði króna og dróst saman um rúmlega hálfan milljarð frá 2019. Verslun Markaðir Tengdar fréttir Ásta verður framkvæmdastjóri Krónunnar Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf 1. október 2020. 14. júlí 2020 16:07 Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55 Hlutabæturnar kornið sem fyllti mælinn hjá Grétu Ósætti með framferði stjórnenda Festar varð til þess að Gréta María Grétarsdóttir sagði óvænt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar. 21. maí 2020 09:45 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2020 en Festi rekur verslanir og þjónustustöðvar undir merkjum N1, Krónunnar og Elko. Framlegð af vöru- og þjónustusölu var 20,7 milljarðar króna á síðasta ári en var 20,2 milljarðar króna árið 2019. Var framlegð af vörusölu í fyrra 24 prósent samanborið við 23,8 prósent árið áður. Kostnaður Festi vegna heimsfaraldurs Covid-19 er metinn 394 milljónir króna. Hagnaður Krónunnar jókst um 21,8 prósent Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi, segir að rekstur samstæðunnar hafi gengið vel á síðasta ári þrátt fyrir krefjandi aðstæður þar sem sóttvarnaráðstafanir höfðu mikil áhrif á öll dótturfélögin. Þá segir hann að umsvif Krónunnar hafi aukist á síðasta ári og velta félagsins verið sú mesta frá upphafi. Fram kemur í ársreikningi að heildartekjur Krónunnar námu 43,1 milljarði króna á síðasta ári og jukust um 18,3 prósent milli ára. Á sama tíma nam hagnaður verslunarkeðjunnar 902,6 milljónum króna og hækkaði um 21,8 prósent frá 2019. „Þar kom einnig Snjallverslun Krónunnar til sögunnar sem er snjallforrit sem viðskiptavinir geta nýtt sér vilji þeir gera innkaupin á netinu og fá sent heim. Krónan opnaði þrjár nýjar verslanir á árinu, ELKO og N1 opnuðu nýjar verslanir á Akureyri sem hafa allar hlotið góðar viðtökur,” segir Eggert í tilkynningu. Elko átti sitt besta ár frá upphafi Forstjórinn bætir við að N1 hafi fundið mikið fyrir minni umferð á síðasta ári og hruni ferðaþjónustunnar en félagið skilaði 220,1 milljóna króna tapi á síðasta ári. „Kappkostað var að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum og enn eitt árið jukust umsvif bílaþjónustu félagsins. ELKO átti sitt besta ár frá upphafi þrátt fyrir að næststærsta verslun félagsins í Leifsstöð væri nánast lokuð í 10 mánuði árið 2020. Þessa velgengni má meðal annars þakka sterkum innviðum vefverslunar ELKO,” er haft eftir Eggert í tilkynningu. Eignir Festi námu 83,4 milljörðum króna í lok árs 2020 og var eigið fé 29,8 milljarðar króna. Þá var eiginfjárhlutfall var 35,7 prósent samanborið við 35,3 prósent í lok árs 2019. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og matsbreytingar (EBITDA) nam tæplega 7,1 milljarði króna og dróst saman um rúmlega hálfan milljarð frá 2019.
Verslun Markaðir Tengdar fréttir Ásta verður framkvæmdastjóri Krónunnar Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf 1. október 2020. 14. júlí 2020 16:07 Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55 Hlutabæturnar kornið sem fyllti mælinn hjá Grétu Ósætti með framferði stjórnenda Festar varð til þess að Gréta María Grétarsdóttir sagði óvænt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar. 21. maí 2020 09:45 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Ásta verður framkvæmdastjóri Krónunnar Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf 1. október 2020. 14. júlí 2020 16:07
Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55
Hlutabæturnar kornið sem fyllti mælinn hjá Grétu Ósætti með framferði stjórnenda Festar varð til þess að Gréta María Grétarsdóttir sagði óvænt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar. 21. maí 2020 09:45