Viðskipti innlent

Ásta verður framkvæmdastjóri Krónunnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ásta Sigríður Fjeldsted kemur til Krónunnar frá Viðskiptaráði.
Ásta Sigríður Fjeldsted kemur til Krónunnar frá Viðskiptaráði.

Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf 1. október 2020. Hún tekur við starfinu af Grétu Maríu Grétarsdóttur, sem kvaddi fyrirtækið í maí vegna ósættis við aðra stjórnendur Festar, móðurfélags Krónunnar eins og Vísir fjallaði um á sínum tíma.

Festi greinir frá ráðningu Ástu í tilkynningu til Kauphallarinnar. Ásta Sigríður kemur til Krónunnar frá Viðskiptaráði, þar sem hún gegndi stöðu framkvæmdastjóra frá miðju ári 2017. Þá vann hún hjá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company, bæði á skrifstofum þess í Tókýó og Kaupmannahöfn. Þar áður var hún í starfsliði IBM í Danmörku og Össurar, bæði í Frakklandi og á Íslandi. 

Ásta Sigríður er vélaverkfræðingur með M.Sc. gráðu frá DTU, Tækniháskólanum í Danmörku.

Í fyrrnefndri Kauphallartilkynningu segir Ásta að öflug, hagkvæm og ábyrg matvöruverslun sé einn lykilþátta í hagsæld okkar og lífskjörum almennings. „Krónan er þar afskaplega spennandi fyrirtæki sem hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár,“ segir Ásta.

„Krónan hefur á að skipa fjölda framúrskarandi starfsfólks sem hefur verið í fararbroddi á mörgum sviðum og munum við halda áfram því góða starfi, ásamt því að fást við þær miklu breytingar sem eru að verða á smásölumarkaðnum.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.