Erum við öll geðveik? Bergsveinn Ólafsson skrifar 24. febrúar 2021 10:00 Í bókinni Vertu úlfur fjallar Héðinn Unnsteinsson um aðdáunarverða baráttu hans við lífið og kerfið. Héðinn hefur látið í sér heyra síðustu ár varðandi geðheilbrigðismál með því að berskjalda sig og sína sögu ásamt því að tala fyrir því að greiningarkerfið sem er notað við að greina geðsjúkdóma sé takmarkað. Geðsjúkdómar hafa farið frá því að vera 6 yfir í 600 síðastliðin 100 ár. Nú er talið að tæplega 25% einstaklingar séu með geðsjúkdóm hverju sinni. Sem þýðir að einn af hverjum fjórum eigi við geðræn vandamál að stríða. Í DSM greiningarkerfinu er sorg talið sem geðsjúkdómur (á Íslandi er hinsvegar notast við ICD-10). Ég velti fyrir mér hvar línan liggur milli þess að sorg sé venjulegur fylgifiskur tilverunnar og að maður sé kominn með geðsjúkdóm? Hvort það sé ekki hreinlega eðlilegt að upplifa sorg þegar við tökumst á við erfiðleika og áföll frekar en að maður sé orðinn veikur? Hvar liggur línan milli þess að við séum að eiga við krefjandi aðstæður í lífinu og að við séum orðin geðveik? Sú lína er óskýr – þar sem það er enginn hlutlæg mæling sem getur sagt til um hvort þú sért með geðsjúkdóm eða ekki heldur er það ávalt huglægt mat á endanum. Héðinn hefur áhyggjur af því þegar fólk verður greiningin sjálf. Það verður kvíðinn, þunglyndið, athyglisbresturinn og ofvirknin í staðinn fyrir að það sé að upplifa depurð, kvíða, mikla orku og erfiðleika með að einbeita sér að einhverju einu. Hættan er sú að fólk skilgreini sjálfsmyndina sína út frá greiningunum sínum sem gerir þeim erfiðara fyrir að axla ábyrð og að vinna úr erfiðleikunum sem þau standa fram í fyrir því auðveldara er að réttlæta sína hegðun og líðan vegna greiningarinnar. Héðinn upplifði sig í gegnum sína sögu sem útlagi - Varúlfur. Um leið og hann var kominn með ákveðna greiningu þá var hann litinn með öðrum augum. Að hann væri geðsjúklingur og svo væri allir aðrir - venjulega fólkið. En ég velti fyrir mér þeirri spurningu hvort það sé ekki venjulegt að upplifa kvíða, depurð og sorg? Er hægt að komast framhjá því að upplifa þessar tilfinningar í gegnum lífið – sem er í grunninn þjáning? Ég held ekki. Sem leiðir að spurningunni hvort við séum ekki bara öll geðveik að einhverju leiti? Flókin áskorun Það sem flækir málin töluvert er að heilbrigðiskerfið, sem mætti kalla sjúkdómakerfið, einblínir öllum sínum sálarkröftum á að laga þá sem eru veikir. Hluti vandans er að stór lyfjafyrirtæki græða engan pening á því þegar allir eru heilbrigðir. Þau nærist á því að við séum veik og þau vilja ekki að við séum frísk. Því fleiri sem greinast, því fleiri sem fá lyf, því meira græða þau. Ég skil ofboðslega vel að við hlúum að þeim sem eru veikir, enda er sú hjálp að öskra á okkur og náttúrulegast er að veita hjálparhönd. Það kemur samt niður á okkur sem samfélagi í heild sinni ef við tökum kostnað og velfarnað okkar samfélagsins inn í myndina. Með þessari grein er markmiðið alls ekki að útskúfa lyf eða greiningarkerfi – enda getur þaðbæði haft góða raun fyrir einstaklinga í mörgumaðstæðum og tilvikum. Ég veit líka að fólk sem vinnur í geðheilbrigðiskerfinu fara ekki hrátt eftir greiningarkerfinu heldur nota þau það sér til stuðnings. Þar að auki eru greiningarkerfi nauðsynleg til þess að skilja og skilgreina vanda og þannig leiðbeina um hvaða meðferðaúrræði á að bjóða upp á. Ég velti því samt fyrir mér, þar sem geðheilsa virðist ekki vera búin fara batnandi undanfarna áratugi og að nálgunin sem við höfum lagt áherslu á hingað til virðist því ekki hafa gert stöðuna betri, hvort við séum að nota réttu leiðirnar til að efla geðheilbrigði í okkar samfélagi? Auðvitað þurfum við að hlúa af þeim sem eru veikir en ég velti fyrir mér hvort það sé kominn tími til að við fórnum skammvinnum verðlaunum fyrir það sem við getum dregið mikla ávinninga síðar meir af með því að leggja frekari áherslu á heilbrigði almennt í staðinn fyrir að hafa svona þunga áherslu á laga sjúkdóma. Geðheilbrigði og jákvæð sálfræði Svona er skilgreining The World Health Organization (WHO) á geðheilbrigði: „Geðheilbrigði er skilgreint sem ástand vellíðunar þar sem hver einstaklingur áttar sig á hvað honum er mögulegt, getur átt við venjulega stressið sem fylgir lífinu, unnið á skilvirkan máta og haft getuna í að leggja sitt af mörkum til samfélagsins“. Þessi skilgreining á vel við jákvæða sálfræði – sem eru vísindi sem rannsaka það góða í mannfólkinu. Jákvæð sálfræði lítur út á fólk frá styrkleikum líkt og hugrekki, þrautseigju, góðvild og samkennd og notar sannreyndar nálganir til að rækta þessa og sambærilega styrkleika. Það má segja að jákvæð sálfræði sé hin hliðin á peningnum á sálfræði. Hún einblínir á að forvinna andlega erfiðleika í staðinn fyrir að laga þá – þó svo aðferðir í jákvæðari sálfræði séu líka notaðar við að vinna úr geðrænum áskorunum. Geðheilbrigði snýst nefnilega um meira en að vera einungis laus við að líða illa, þó að auðvitað sé mikilvægt að vinna með geðræn vandamál. Hin hlið peningsins er að vaxa með hverjum deginum, að átta sig á möguleikum sínum og uppfylla þá, bæta félagslegu tengslin sín, hafa verðug lífsmarkmið, yfirstíga ótta, takast á við erfiðleika, sýna þrautseigju, öðlast frekari tilgang í lífinu, hafa stjórn á tilfinningum sínum og að taka betri ákvarðarnir, svo eitthvað sé nefnt. Það sem einkennir fólk sem er hamingjusamt í lífinu er meðal annars að það er í góðum tengslum við vini og fjölskyldu, er oft fyrst til að rétta öðrum hjálparhönd, því líður vel með að tjá reglulega þakklæti sitt fyrir allt sem það hefur, það nýtur lífsins lystisemda og reynir að lifa í núverandi augnabliki, gera hreyfingu að daglegri venju, er bjartsýnt á framtíðina og helgar sig verðugum tilgangi og lífsmarkmiðum. Síðast en ekki síst verður hamingjusamt fólk stressað, það lendir í krísum, jafnvel mikilli ógæfu – alveg eins og ég og þú. Leynivopnið þeirra er að sýna styrk í að fást við erfiðleikana sem það mætir á lífsleiðinni. Framtíðin Ég velti fyrir mér, líkt og Héðinn, hvort við getum farið að líta á hvort annað út frá styrkleikunum okkar, hæfni og getu í staðinn fyrir veikleikum, takmörkunum og veikindum? Getum við sýnt hvoru öðru meiri góðsemi í staðinn fyrir dómhörku? Getum við lagt meira í að forvinna andleg vandamál í staðinn fyrir að vera með þessa þungu áherslu á að laga þau? Getum við notað aðferðir sem hafa sýnt fram á að hjálpa fólki að ná bata og að blómstra í lífinu í staðinn fyrir að setja plástur á vandamálin? Værum við ekki að slá tvær flugur í einu höggi þar? Myndum við ekki færast nær því samfélagi þar sem færri væruveikir og fleiri gætublómstrað oglagt sitt af mörkum til samfélagsins? Ég trúi að við getum þetta allt saman. Hvernig við förum að því er stórspurning með engin einföld svören ætli fyrstu skrefin séu ekki að setja meiri áherslu á að forvinna geðræn vandamál, leggja meiri þunga á gagnreyndar aðferðir í meðferðum í auknu mæli og að við sem einstaklingar öxlum meiri ábyrgð á okkur sjálfum. Höfundur er fyrirlesari með MSc gráðu í jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði og höfundur bókarinnar Tíu skref - í átt að innihaldsríku lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsveinn Ólafsson Geðheilbrigði Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í bókinni Vertu úlfur fjallar Héðinn Unnsteinsson um aðdáunarverða baráttu hans við lífið og kerfið. Héðinn hefur látið í sér heyra síðustu ár varðandi geðheilbrigðismál með því að berskjalda sig og sína sögu ásamt því að tala fyrir því að greiningarkerfið sem er notað við að greina geðsjúkdóma sé takmarkað. Geðsjúkdómar hafa farið frá því að vera 6 yfir í 600 síðastliðin 100 ár. Nú er talið að tæplega 25% einstaklingar séu með geðsjúkdóm hverju sinni. Sem þýðir að einn af hverjum fjórum eigi við geðræn vandamál að stríða. Í DSM greiningarkerfinu er sorg talið sem geðsjúkdómur (á Íslandi er hinsvegar notast við ICD-10). Ég velti fyrir mér hvar línan liggur milli þess að sorg sé venjulegur fylgifiskur tilverunnar og að maður sé kominn með geðsjúkdóm? Hvort það sé ekki hreinlega eðlilegt að upplifa sorg þegar við tökumst á við erfiðleika og áföll frekar en að maður sé orðinn veikur? Hvar liggur línan milli þess að við séum að eiga við krefjandi aðstæður í lífinu og að við séum orðin geðveik? Sú lína er óskýr – þar sem það er enginn hlutlæg mæling sem getur sagt til um hvort þú sért með geðsjúkdóm eða ekki heldur er það ávalt huglægt mat á endanum. Héðinn hefur áhyggjur af því þegar fólk verður greiningin sjálf. Það verður kvíðinn, þunglyndið, athyglisbresturinn og ofvirknin í staðinn fyrir að það sé að upplifa depurð, kvíða, mikla orku og erfiðleika með að einbeita sér að einhverju einu. Hættan er sú að fólk skilgreini sjálfsmyndina sína út frá greiningunum sínum sem gerir þeim erfiðara fyrir að axla ábyrð og að vinna úr erfiðleikunum sem þau standa fram í fyrir því auðveldara er að réttlæta sína hegðun og líðan vegna greiningarinnar. Héðinn upplifði sig í gegnum sína sögu sem útlagi - Varúlfur. Um leið og hann var kominn með ákveðna greiningu þá var hann litinn með öðrum augum. Að hann væri geðsjúklingur og svo væri allir aðrir - venjulega fólkið. En ég velti fyrir mér þeirri spurningu hvort það sé ekki venjulegt að upplifa kvíða, depurð og sorg? Er hægt að komast framhjá því að upplifa þessar tilfinningar í gegnum lífið – sem er í grunninn þjáning? Ég held ekki. Sem leiðir að spurningunni hvort við séum ekki bara öll geðveik að einhverju leiti? Flókin áskorun Það sem flækir málin töluvert er að heilbrigðiskerfið, sem mætti kalla sjúkdómakerfið, einblínir öllum sínum sálarkröftum á að laga þá sem eru veikir. Hluti vandans er að stór lyfjafyrirtæki græða engan pening á því þegar allir eru heilbrigðir. Þau nærist á því að við séum veik og þau vilja ekki að við séum frísk. Því fleiri sem greinast, því fleiri sem fá lyf, því meira græða þau. Ég skil ofboðslega vel að við hlúum að þeim sem eru veikir, enda er sú hjálp að öskra á okkur og náttúrulegast er að veita hjálparhönd. Það kemur samt niður á okkur sem samfélagi í heild sinni ef við tökum kostnað og velfarnað okkar samfélagsins inn í myndina. Með þessari grein er markmiðið alls ekki að útskúfa lyf eða greiningarkerfi – enda getur þaðbæði haft góða raun fyrir einstaklinga í mörgumaðstæðum og tilvikum. Ég veit líka að fólk sem vinnur í geðheilbrigðiskerfinu fara ekki hrátt eftir greiningarkerfinu heldur nota þau það sér til stuðnings. Þar að auki eru greiningarkerfi nauðsynleg til þess að skilja og skilgreina vanda og þannig leiðbeina um hvaða meðferðaúrræði á að bjóða upp á. Ég velti því samt fyrir mér, þar sem geðheilsa virðist ekki vera búin fara batnandi undanfarna áratugi og að nálgunin sem við höfum lagt áherslu á hingað til virðist því ekki hafa gert stöðuna betri, hvort við séum að nota réttu leiðirnar til að efla geðheilbrigði í okkar samfélagi? Auðvitað þurfum við að hlúa af þeim sem eru veikir en ég velti fyrir mér hvort það sé kominn tími til að við fórnum skammvinnum verðlaunum fyrir það sem við getum dregið mikla ávinninga síðar meir af með því að leggja frekari áherslu á heilbrigði almennt í staðinn fyrir að hafa svona þunga áherslu á laga sjúkdóma. Geðheilbrigði og jákvæð sálfræði Svona er skilgreining The World Health Organization (WHO) á geðheilbrigði: „Geðheilbrigði er skilgreint sem ástand vellíðunar þar sem hver einstaklingur áttar sig á hvað honum er mögulegt, getur átt við venjulega stressið sem fylgir lífinu, unnið á skilvirkan máta og haft getuna í að leggja sitt af mörkum til samfélagsins“. Þessi skilgreining á vel við jákvæða sálfræði – sem eru vísindi sem rannsaka það góða í mannfólkinu. Jákvæð sálfræði lítur út á fólk frá styrkleikum líkt og hugrekki, þrautseigju, góðvild og samkennd og notar sannreyndar nálganir til að rækta þessa og sambærilega styrkleika. Það má segja að jákvæð sálfræði sé hin hliðin á peningnum á sálfræði. Hún einblínir á að forvinna andlega erfiðleika í staðinn fyrir að laga þá – þó svo aðferðir í jákvæðari sálfræði séu líka notaðar við að vinna úr geðrænum áskorunum. Geðheilbrigði snýst nefnilega um meira en að vera einungis laus við að líða illa, þó að auðvitað sé mikilvægt að vinna með geðræn vandamál. Hin hlið peningsins er að vaxa með hverjum deginum, að átta sig á möguleikum sínum og uppfylla þá, bæta félagslegu tengslin sín, hafa verðug lífsmarkmið, yfirstíga ótta, takast á við erfiðleika, sýna þrautseigju, öðlast frekari tilgang í lífinu, hafa stjórn á tilfinningum sínum og að taka betri ákvarðarnir, svo eitthvað sé nefnt. Það sem einkennir fólk sem er hamingjusamt í lífinu er meðal annars að það er í góðum tengslum við vini og fjölskyldu, er oft fyrst til að rétta öðrum hjálparhönd, því líður vel með að tjá reglulega þakklæti sitt fyrir allt sem það hefur, það nýtur lífsins lystisemda og reynir að lifa í núverandi augnabliki, gera hreyfingu að daglegri venju, er bjartsýnt á framtíðina og helgar sig verðugum tilgangi og lífsmarkmiðum. Síðast en ekki síst verður hamingjusamt fólk stressað, það lendir í krísum, jafnvel mikilli ógæfu – alveg eins og ég og þú. Leynivopnið þeirra er að sýna styrk í að fást við erfiðleikana sem það mætir á lífsleiðinni. Framtíðin Ég velti fyrir mér, líkt og Héðinn, hvort við getum farið að líta á hvort annað út frá styrkleikunum okkar, hæfni og getu í staðinn fyrir veikleikum, takmörkunum og veikindum? Getum við sýnt hvoru öðru meiri góðsemi í staðinn fyrir dómhörku? Getum við lagt meira í að forvinna andleg vandamál í staðinn fyrir að vera með þessa þungu áherslu á að laga þau? Getum við notað aðferðir sem hafa sýnt fram á að hjálpa fólki að ná bata og að blómstra í lífinu í staðinn fyrir að setja plástur á vandamálin? Værum við ekki að slá tvær flugur í einu höggi þar? Myndum við ekki færast nær því samfélagi þar sem færri væruveikir og fleiri gætublómstrað oglagt sitt af mörkum til samfélagsins? Ég trúi að við getum þetta allt saman. Hvernig við förum að því er stórspurning með engin einföld svören ætli fyrstu skrefin séu ekki að setja meiri áherslu á að forvinna geðræn vandamál, leggja meiri þunga á gagnreyndar aðferðir í meðferðum í auknu mæli og að við sem einstaklingar öxlum meiri ábyrgð á okkur sjálfum. Höfundur er fyrirlesari með MSc gráðu í jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði og höfundur bókarinnar Tíu skref - í átt að innihaldsríku lífi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun