Góð þrenna? Búseta, ungt fatlað fólk og Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 24. febrúar 2021 08:32 „Garðabær er ekki þátttakandi í uppbyggingu félagslegs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.” Þessa setningu þekkjum við flest sem fylgjumst með samfélagsmálum á höfuðborgarsvæðinu og þó víða væri leitað. Enda hárrétt. Garðabær getur ekki talist taka það verkefni alvarlega að skapa rými fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem þarf aðstæðna sinna vegna á félagslegu húsnæði að halda. Hvort heldur sem við á fatlað fólk eða aðra hópa fólks sem þurfa á félagslegu búsetuúrræði að halda. Ung fatlað fólk bíður eftir sjálfstæðri búsetu Nú liggur fyrir nokkuð skýr mynd af þörfinni. Meðal þeirra sem bíða lengst eftir sjálfstæðri búsetu er ungt fólk með fatlanir. Það er aðkallandi að bregðast fljótt við stöðu þeirra. Krafan er skýr og lögin eru skýr hvað varðar réttindi fólks til sjálfstæðrar búsetu og val þeirra um búsetu. Vilji Sjálfstæðismanna í Garðabæ er hins vegar ekki alveg eins skýr. Hvar er sýnin til framtíðar? Félagar mínir í meirihlutanum vísa alla jafna til þess að nú sé heldur betur verið að gefa í og hver íbúðakjarninn á fætur öðrum á áætlun. Einn risinn og tveir í farvatninu, þó vissulega eigi eftir að finna þeim þriðja staðsetningu og koma inn á skipulag. Allt tekur þetta tíma og skömm að því að ekki hafi fyrr verið gert ráð fyrir slíkri búsetu í aðalskipulagi þar sem þörfin hefur verið til staðar. Lengi. Þessi tilþrif bæta því miður ekki úr þeirri brýnu þörf sem er til staðar svo heitið getur. Hér er fyrst og fremst verið að bregðast við löngu úreltu ástandi, og grípa til aðgerða vegna búsetuforms sem enn er við lýði í sveitarfélaginu og fækka sambýlum sem eiga að heyra sögunni til. Því má heldur ekki gleyma að þarfir fatlaðra eru eins ólíkar og fólkið er margt. Íbúðakjarnar henta einungis hluta þeirra sem geta ekki án félagslegs búsetuúrræðis verið. Heldur er engu til að dreifa þegar kemur að sýn eða áformum til framtíðar. Ekkert plan liggur fyrir og engar upplýsingar sem tilvonandi notendur geta reitt sig á. Engin svör. Unga fólkið í forgang Eftir situr ungt fólk með fatlanir sem ekki sér fram á tækifæri í nánustu framtíð til sjálfstæðrar búsetu sem varða mannréttindi hvers einstaklings. Við horfum fram á umfangsmikla íbúðauppbyggingu í Garðabæ. Því er lag að bæta lífsgæði hóps sem setið hefur eftir í forgangsröðun Sjálfstæðismanna í áratugi. Ég skora því á félaga mína í bæjarstjórn að leggjast á árarnar og styðja þá tillögu okkar að gera betur í húsnæðismálum ungs fatlaðs fólks. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Félagsmál Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
„Garðabær er ekki þátttakandi í uppbyggingu félagslegs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.” Þessa setningu þekkjum við flest sem fylgjumst með samfélagsmálum á höfuðborgarsvæðinu og þó víða væri leitað. Enda hárrétt. Garðabær getur ekki talist taka það verkefni alvarlega að skapa rými fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem þarf aðstæðna sinna vegna á félagslegu húsnæði að halda. Hvort heldur sem við á fatlað fólk eða aðra hópa fólks sem þurfa á félagslegu búsetuúrræði að halda. Ung fatlað fólk bíður eftir sjálfstæðri búsetu Nú liggur fyrir nokkuð skýr mynd af þörfinni. Meðal þeirra sem bíða lengst eftir sjálfstæðri búsetu er ungt fólk með fatlanir. Það er aðkallandi að bregðast fljótt við stöðu þeirra. Krafan er skýr og lögin eru skýr hvað varðar réttindi fólks til sjálfstæðrar búsetu og val þeirra um búsetu. Vilji Sjálfstæðismanna í Garðabæ er hins vegar ekki alveg eins skýr. Hvar er sýnin til framtíðar? Félagar mínir í meirihlutanum vísa alla jafna til þess að nú sé heldur betur verið að gefa í og hver íbúðakjarninn á fætur öðrum á áætlun. Einn risinn og tveir í farvatninu, þó vissulega eigi eftir að finna þeim þriðja staðsetningu og koma inn á skipulag. Allt tekur þetta tíma og skömm að því að ekki hafi fyrr verið gert ráð fyrir slíkri búsetu í aðalskipulagi þar sem þörfin hefur verið til staðar. Lengi. Þessi tilþrif bæta því miður ekki úr þeirri brýnu þörf sem er til staðar svo heitið getur. Hér er fyrst og fremst verið að bregðast við löngu úreltu ástandi, og grípa til aðgerða vegna búsetuforms sem enn er við lýði í sveitarfélaginu og fækka sambýlum sem eiga að heyra sögunni til. Því má heldur ekki gleyma að þarfir fatlaðra eru eins ólíkar og fólkið er margt. Íbúðakjarnar henta einungis hluta þeirra sem geta ekki án félagslegs búsetuúrræðis verið. Heldur er engu til að dreifa þegar kemur að sýn eða áformum til framtíðar. Ekkert plan liggur fyrir og engar upplýsingar sem tilvonandi notendur geta reitt sig á. Engin svör. Unga fólkið í forgang Eftir situr ungt fólk með fatlanir sem ekki sér fram á tækifæri í nánustu framtíð til sjálfstæðrar búsetu sem varða mannréttindi hvers einstaklings. Við horfum fram á umfangsmikla íbúðauppbyggingu í Garðabæ. Því er lag að bæta lífsgæði hóps sem setið hefur eftir í forgangsröðun Sjálfstæðismanna í áratugi. Ég skora því á félaga mína í bæjarstjórn að leggjast á árarnar og styðja þá tillögu okkar að gera betur í húsnæðismálum ungs fatlaðs fólks. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun