Golf

Tiger Woods í að­­gerð vegna meiðslanna sem hann hlaut í bíl­slysinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tiger Woods er í aðgeðr vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir í bílslysi fyrr í kvöld.
Tiger Woods er í aðgeðr vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir í bílslysi fyrr í kvöld. EPA-EFE/ERIK S. LESSER

Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods, hefur staðfest að kylfingurinn sé í aðgerð eftir að hafa lent í bílslysi fyrr í kvöld.

Fyrr í kvöld greindi Vísir frá að Tiger Woods hefði lent í bílslysi í Los Angeles. Var hann einn í bíl er hann klessti á og bíllinn valt. Þurftu að klippa hurðina af bíl Tiger til að ná kylfingnum út.

Þaðan var farið með hann í sjúkrabíl á spítala þar sem hann er nú í aðgerð vegna fjölda meiðsla á fæti eða fótum. Tiger ku ekki vera í lífshættu samkvæmt lögregluembætti Los Angeles. 

Meira er ekki vitað að svo stöddu.

Frekari fréttir væntanlegar þegar þær berast.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.