VR á að vera í forystu í umhverfismálum Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 23. febrúar 2021 09:00 Umhverfismál og loftlagsbreytingar eru mikilvægustu málefni samtímans og VR sem stærsta stéttarfélag landsins á að vera meðal þeirra sem hafa forystu í þeim málum. Undir núverandi stjórn VR virðist lítill áhugi vera á málaflokknum, sem sannarlega hefur áhrif á velferð allra og eru til dæmis vandfundnar upplýsingar um stöðu umhverfismála og loftlagsbreytinga á heimasíðu VR í dag og þarf VR sannarlega að bæta þar um betur. VR hefur með aðild sinni að ASÍ tekið þátt í frábæru starfi samtaka launafólks í umhverfis- og loftlagsmálum, þar má geta að ASÍ á fulltrúa í Loftlagsráði, en meginhlutverk þess er að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftlagsmál. Ber að fagna því. Ein af lykiláherslum samtaka launafólks í þessum mikilvæga málaflokki snýr að réttlátum umskiptum sem snýr að þeim kostnaði sem umskiptin úr ósjálfbæru í sjálfbært samfélag leiðir óhjákvæmilega af sér. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins eiga að vera leiðandi í að móta breytingar á samfélaginu með það að markmiði að tryggja víðtæka samstöðu um leiðir til að mæta áskorunum framtíðar, tryggja meiri jöfnuð og afkomuöryggi fyrir alla. Loftlagsbreytingar hafa þegar haft víðtæk áhrif á efnahags- og atvinnulíf, lífskjör og afkomu almennings um allan heim og forsendur breytinga er þátttaka og samvinna en þar hefur VR mikilvægu hlutverki að gegna. Að mínu mati er nauðsynlegt að VR leggi, sem stærsta og öflugasta stéttarfélagið, allt það afl sem það getur til þessa mikilvæga málaflokks. Að ná kolefnishlutleysi árið 2040 er risavaxið verkefni sem allir þurfa að leggjast á eitt um að leysa – strax! Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Félagasamtök Helga Guðrún Jónasdóttir Formannskjör í VR Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Umhverfismál og loftlagsbreytingar eru mikilvægustu málefni samtímans og VR sem stærsta stéttarfélag landsins á að vera meðal þeirra sem hafa forystu í þeim málum. Undir núverandi stjórn VR virðist lítill áhugi vera á málaflokknum, sem sannarlega hefur áhrif á velferð allra og eru til dæmis vandfundnar upplýsingar um stöðu umhverfismála og loftlagsbreytinga á heimasíðu VR í dag og þarf VR sannarlega að bæta þar um betur. VR hefur með aðild sinni að ASÍ tekið þátt í frábæru starfi samtaka launafólks í umhverfis- og loftlagsmálum, þar má geta að ASÍ á fulltrúa í Loftlagsráði, en meginhlutverk þess er að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftlagsmál. Ber að fagna því. Ein af lykiláherslum samtaka launafólks í þessum mikilvæga málaflokki snýr að réttlátum umskiptum sem snýr að þeim kostnaði sem umskiptin úr ósjálfbæru í sjálfbært samfélag leiðir óhjákvæmilega af sér. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins eiga að vera leiðandi í að móta breytingar á samfélaginu með það að markmiði að tryggja víðtæka samstöðu um leiðir til að mæta áskorunum framtíðar, tryggja meiri jöfnuð og afkomuöryggi fyrir alla. Loftlagsbreytingar hafa þegar haft víðtæk áhrif á efnahags- og atvinnulíf, lífskjör og afkomu almennings um allan heim og forsendur breytinga er þátttaka og samvinna en þar hefur VR mikilvægu hlutverki að gegna. Að mínu mati er nauðsynlegt að VR leggi, sem stærsta og öflugasta stéttarfélagið, allt það afl sem það getur til þessa mikilvæga málaflokks. Að ná kolefnishlutleysi árið 2040 er risavaxið verkefni sem allir þurfa að leggjast á eitt um að leysa – strax! Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar