Auðnir Íslands - fegurð eða fánýti? Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 11:00 Margir þeir sem ferðast um Ísland, bæði innlendir og erlendir, hafa hrifist af þeirri víðáttu og ósnortnu náttúru sem landið býður upp á. Stórar hraunbreiður, vaxnar mosa og nærri auðir melar eða svartir sandar eru einstök náttúrufyrirbæri og einkennandi landslag fyrir Ísland. Annað, en þó ekki jafn sýnilegt, er sérstaða íslensks jarðvegs. Hér á landi eru mörg virk eldfjöll og er eldfjallajörð (e. andosol) þar af leiðandi algeng. Eldfjallajörð hefur sérstaka eiginleika og safnar miklu kolefni eða að meðaltali um 30 kg af kolefni á hvern fermetra. Mójörð, sem einnig er algeng hér á landi, safnar enn meira af kolefni og getur djúp mójörð geymt allt að 300 kg kolefnis á hvern fermetra. Ljóst er að íslenskur jarðvegur getur tekið við miklu magni kolefnis en ef lítil eða engin gróðurhula er yfir jörðinni veldur veðrun og rof því að kolefnið losnar út í andrúmsloftið í formi koltvísýrings (CO2) eða sest í hafið þar sem það getur hvarfast við kalk og aukið á súrnun sjávar . Vissulega eru hér náttúrulegar eyðimerkur sem ekki er hægt að sporna við að myndist vegna reglulegra eldgosa. Hér eru þó einnig svæði sem ættu í raun ekki að vera auðnir og sést það á eiginleikum jarðvegsins (oft brúnjörð) og í sögulegum heimildum (sjá rit LbhÍ nr. 130). Mikil og óvarkár nýting lands í gegnum tíðina hefur orðið til þess að jarðvegur sem ætti að vera frjósamur missir gróðurhulu sína og uppblástur eða rof hefst. Ef ekkert er gert til að endurheimta gróðurhuluna losnar kolefni smátt og smátt úr jarðveginum og að lokum verður landsvæðið að auðn. Þessar auðnir þekkjum við vel og lítum á sem náttúrulegan hluta af landslagi Íslands en raunin er sú að þær losa álíka mikið af kolefni á ári og öll íslenska þjóðin (sjá rit LbhÍ nr. 133). Þegar litið er á tölur yfir kolefnislosun auðnanna og ástæður fyrir myndun margra þeirra er erfitt að sjá það sem áður heillaði við landslagið. Sem betur fer er vel hægt að hafa áhrif á kolefnislosun auðna, og þar með losun Íslands, með því að græða upp landið og endurheimta hrunin eða hnigin vistkerfi þar sem það á við og á viðeigandi hátt hverju sinni. Ef land sem ekki er of rofið er t.d. losað undan beitarálagi getur það jafnað sig án alls inngrips. Þetta má greinilega sjá á mörgum stöðum þar sem erfitt er að komast að fyrir menn og búfénað líkt og í hólmum eða á beitarfriðuðum svæðum. Önnur vistkerfi sem eru meira rofin þurfa örlítinn byr undir vængi. Þá er mikilvægt að huga að því hvaða tegundum er sáð og gæta að öðrum þáttum eins og grunnvatnsstöðu og nálægð við gosbelti sem gætu haft áhrif á gróðurframvindu. Endurheimt vistkerfa eykur bindingu kolefnis bæði í gróður og jarðveg en þessi aukning í bindingu er mikilvægur þáttur í því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Vel gróin vistkerfi verða stöðugri og þola hóflegt rask mun betur en auðnir. Þar að auki hefur gróið svæði sterkt aðdráttarafl til alls kyns útivistar og dregur að ferðamenn. Fyrst og fremst geta heilbrigð vistkerfi þó bundið enn meira kolefni til framtíðar og búa yfir meiri líffræðilegri fjölbreytni en hnigin eða hrunin vistkerfi. Það er ljóst að til þess að Ísland geti staðið við markmið sín um kolefnishlutleysi þurfa stjórnvöld að herða aðgerðir í endurheimt auðna og vistkerfa. Íslensk stjórnvöld segjast vilja vera í fararbroddi í loftslagsmálum og er endurheimt hruninna vistkerfa mikilvægur og tiltölulega einfaldur þáttur til að sýna þennan vilja í verki. Loftslagsmál og endurheimt vistkerfa ættu að vera í brennidepli stjórnvalda og á það sérlega vel við á áratugi vistheimtar 2021-2030. Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna og nemandi í líffræði við Háskóla Íslands. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Margir þeir sem ferðast um Ísland, bæði innlendir og erlendir, hafa hrifist af þeirri víðáttu og ósnortnu náttúru sem landið býður upp á. Stórar hraunbreiður, vaxnar mosa og nærri auðir melar eða svartir sandar eru einstök náttúrufyrirbæri og einkennandi landslag fyrir Ísland. Annað, en þó ekki jafn sýnilegt, er sérstaða íslensks jarðvegs. Hér á landi eru mörg virk eldfjöll og er eldfjallajörð (e. andosol) þar af leiðandi algeng. Eldfjallajörð hefur sérstaka eiginleika og safnar miklu kolefni eða að meðaltali um 30 kg af kolefni á hvern fermetra. Mójörð, sem einnig er algeng hér á landi, safnar enn meira af kolefni og getur djúp mójörð geymt allt að 300 kg kolefnis á hvern fermetra. Ljóst er að íslenskur jarðvegur getur tekið við miklu magni kolefnis en ef lítil eða engin gróðurhula er yfir jörðinni veldur veðrun og rof því að kolefnið losnar út í andrúmsloftið í formi koltvísýrings (CO2) eða sest í hafið þar sem það getur hvarfast við kalk og aukið á súrnun sjávar . Vissulega eru hér náttúrulegar eyðimerkur sem ekki er hægt að sporna við að myndist vegna reglulegra eldgosa. Hér eru þó einnig svæði sem ættu í raun ekki að vera auðnir og sést það á eiginleikum jarðvegsins (oft brúnjörð) og í sögulegum heimildum (sjá rit LbhÍ nr. 130). Mikil og óvarkár nýting lands í gegnum tíðina hefur orðið til þess að jarðvegur sem ætti að vera frjósamur missir gróðurhulu sína og uppblástur eða rof hefst. Ef ekkert er gert til að endurheimta gróðurhuluna losnar kolefni smátt og smátt úr jarðveginum og að lokum verður landsvæðið að auðn. Þessar auðnir þekkjum við vel og lítum á sem náttúrulegan hluta af landslagi Íslands en raunin er sú að þær losa álíka mikið af kolefni á ári og öll íslenska þjóðin (sjá rit LbhÍ nr. 133). Þegar litið er á tölur yfir kolefnislosun auðnanna og ástæður fyrir myndun margra þeirra er erfitt að sjá það sem áður heillaði við landslagið. Sem betur fer er vel hægt að hafa áhrif á kolefnislosun auðna, og þar með losun Íslands, með því að græða upp landið og endurheimta hrunin eða hnigin vistkerfi þar sem það á við og á viðeigandi hátt hverju sinni. Ef land sem ekki er of rofið er t.d. losað undan beitarálagi getur það jafnað sig án alls inngrips. Þetta má greinilega sjá á mörgum stöðum þar sem erfitt er að komast að fyrir menn og búfénað líkt og í hólmum eða á beitarfriðuðum svæðum. Önnur vistkerfi sem eru meira rofin þurfa örlítinn byr undir vængi. Þá er mikilvægt að huga að því hvaða tegundum er sáð og gæta að öðrum þáttum eins og grunnvatnsstöðu og nálægð við gosbelti sem gætu haft áhrif á gróðurframvindu. Endurheimt vistkerfa eykur bindingu kolefnis bæði í gróður og jarðveg en þessi aukning í bindingu er mikilvægur þáttur í því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Vel gróin vistkerfi verða stöðugri og þola hóflegt rask mun betur en auðnir. Þar að auki hefur gróið svæði sterkt aðdráttarafl til alls kyns útivistar og dregur að ferðamenn. Fyrst og fremst geta heilbrigð vistkerfi þó bundið enn meira kolefni til framtíðar og búa yfir meiri líffræðilegri fjölbreytni en hnigin eða hrunin vistkerfi. Það er ljóst að til þess að Ísland geti staðið við markmið sín um kolefnishlutleysi þurfa stjórnvöld að herða aðgerðir í endurheimt auðna og vistkerfa. Íslensk stjórnvöld segjast vilja vera í fararbroddi í loftslagsmálum og er endurheimt hruninna vistkerfa mikilvægur og tiltölulega einfaldur þáttur til að sýna þennan vilja í verki. Loftslagsmál og endurheimt vistkerfa ættu að vera í brennidepli stjórnvalda og á það sérlega vel við á áratugi vistheimtar 2021-2030. Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna og nemandi í líffræði við Háskóla Íslands. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun