Körfubolti

Frá­bær fyrri hálf­leikur lagði grunninn að sigri Hauka

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alyesha Lovett var stigahæst í liði Hauka í kvöld.
Alyesha Lovett var stigahæst í liði Hauka í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Haukar unnu Fjölni með tveggja stiga mun í Dominos deild kvenna í körfubolta í dag. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum en Fjölnisstúlkur voru frábærar í síðari hálfleik, lokatölur 85-83.

Segja má að leikur dagsins hafi verið kaflaskiptur en Haukar voru mikið mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með 16 stiga mun í hálfleik. Gestirnir úr Grafarvogi neituðu að leggja árar í bát og gáfu allt sem þær áttu í síðari hálfleik.

Minnstu munaði að þeim hefði tekist að nappa stigunum tveimur en á endanum munaði aðeins tveimur stigum á liðunum. Haukar með 85 stig en Fjölnir með 83 stig.

Alyesha Lovett var sitgahæst í liði Hauka með 28 stig á meðan Ariel Hearn gerði 40 stig í liði Fjölnis.

Haukar jafna þar með topplið Keflavíkur og Vals að stigum. Öll með 14 stig en Keflavík á leik til góða á Val og þrjá á Hauka. Fjölnir er þar fyrir neðan í fjórða sæti með 12 stig.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×