Hælisleitendur: Skýr skilaboð frá Norðurlöndum Ólafur Ísleifsson skrifar 21. febrúar 2021 09:00 Norðurlöndin hafa söðlað um í stefnu sinni í málefnum hælisleitenda. Sterkur samhljómur er með Dönum og Norðmönnum í þessum málum. Nýja stefnan felst í að veita fólki hjálp með atbeina alþjóðlegra stofnana. Styðja beri við fólk á heimaslóð þar sem fé nýtist sem best og gagnast sem flestum og taka við kvótaflóttamönnum í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Hælisleitendur sæki um í móttökustöðvum utan Evrópu. Þetta kemur skýrt fram í stefnu danska jafnaðarmannaflokksins sem mætti þýða sem Réttlát og raunhæf - Heildaráætlun um danska útlendingastefnu. Stjórnarsáttmáli norsku ríkisstjórnarinnar er skýr um þetta. Danskir stjórnarandstöðuþingmenn, t.d. úr mið-hægriflokknum Venstre, ráku á eftir efndum af hálfu ríkisstjórnarinnar í umræðum í þjóðþinginu undir lok liðins árs. Stefnan mistök – kerfið hrunið Danski jafnaðarmannaflokkurinn segir fólk á flótta setja sig í lífshættu þar sem menn af misjöfnu sauðahúsi hagnist um stórfé á ógæfu annarra. Tíu þúsund börn, konur og karlar hafa farist eða týnst í Miðjarðarhafinu. Þessi harmleikur kalli á réttlátara hælisleitendakerfi. Danski forsætisráðherrann, Mette Fredriksen, segir stefnu fortíðar mistök. Hún segir evrópska hælisleitendakerfið hrunið. Hér á landi sækja sexfalt fleiri um hæli en í Danmörku og Noregi. Þessar tölur Útlendingastofnunar bera vitni um að við höfum orðið viðskila við Norðurlöndin. Íslenskir ráðamenn geta ekki látið sem þeir hafa ekki tekið eftir stefnubreytingu Norðurlanda í málaflokknum. Í þoku Málaflokkurinn kom til umræðu á Alþingi í vikunni í tilefni af frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Þingmenn gagnrýndu frumvarpið fyrir að fela í sér skilaboð um að hér væri vænlegt að sækja um hæli. Yfirlýsing um að hælisleitendur standi jafnfætis kvótaflóttamönnum gæti verið vatn á myllu glæpamanna sem selja ferðir á manndrápsfleytum yfir Miðjarðarhafið með stefnu á þau lönd sem sýnast opnust. Ráðherrann þóttist lítið skilja og spurði eins og í þoku hvort þingmenn vildu ekki að fólk fengi námskeið í íslensku. Kostnaður vegna frumvarpsins er ekki rakinn til aukinnar íslenskukennslu. Þessi framganga ráðherrans er óboðleg. Honum ber að taka málefnið alvarlega og taka mið af reynslu nágrannaþjóða. Danir í frelsisbaráttu (já, þið lásuð rétt) Vönduð og ítarleg stefnuyfirlýsing danska jafnaðarmannaflokksins liggur til grundvallar stefnu ríkisstjórnar flokksins í málaflokknum. Lokakafli yfirlýsingarinnar í fimm liðum ber athyglisverða yfirskrift, Hin nýja frelsisbarátta (Den nye frihedskamp). Aðskilnaði hafnað Fyrst segir að danskt samfélag njóti góðs af mörgum þeirra sem komið hafi til landsins í áranna rás. Margir standi sig vel, hafi lært dönsku, menntað sig, séu í vinnu og taki undir dönsk gildi, m.a. lýðræði og jafnrétti kynjanna, eins og rakið er í skjalinu. Þeir séu Danir. En því miður hafi of margir komið til Danmerkur án þess að verða hluti af samfélaginu. Þessu vilji jafnaðarmenn breyta og vilji Danmörku sem reist sé á samfélagi. Aðskilnaði er hafnað. Allir eigi að leggja fram til samfélagsins og styðja lýðræðisleg gildi. Enginn eigi að lifa í hliðarsamfélagi utan hins danska samfélags (d. parallelsamfund). Skylda eigi alla innflytjendur sem njóti bóta til að leggja fram til samfélagsins eins og nánar er rakið í yfirlýsingunni. Í öðru lagi segir að binda eigi enda á opinber framlög til svonefndra frískóla utan danska skólakerfisins. Segir að ýmis dæmi séu um að slíkir skólar stuðli að hliðarsamfélögum þar sem gildi aðrar leikreglur en í skólakerfinu og dönsku samfélagi. Þar sé drengjum og stúlkum ekki gert jafn hátt undir höfði og nemendum bannað að eiga danska vini. Í þriðja lagi vilja danskir jafnaðarmenn að börn læri dönsku og dönsk gildi frá blautu barnsbeini. Öll börn eigi að skrá í ungbarnaleikskóla frá eins árs aldri. Í fjórða lagi vilja danskir jafnaðarmenn að talsmenn trúarsafnaða kunni skil á danskri tungu, löggjöf og menningu og að þeir viðurkenni undirstöðugildi um lýðræði, jafnrétti og frelsi. Um prédikanir ríki gagnsæi og þær séu aðgengilegar á danskri tungu. Í fimmta lagi minna danskir jafnaðarmenn á að Danmörk er reist á traustum lýðræðislegum réttindum eins og tjáningar-, funda- og trúfrelsi. Jafnaðarmenn vilja að algjört bann verði lagt við erlendum fjárstuðningi við trúarsamfélög í Danmörku frá ríkjum sem sjálf hvorki virða né ástunda trúfrelsi. Heyra þau hvorki né sjá? Stefnuyfirlýsing danskra jafnaðarmanna dregur fram viðfangsefni sem Danir telja sig standa frammi fyrir eftir að hafa fylgt of lengi stefnu sem forsætisráðherra þeirra lýsir sem mistökum. Íslenskir ráðamenn geta ekki látið eins og þeir hafi ekki heyrt þetta. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Hælisleitendur Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Er stríðsglæpamaður í rútunni? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Norðurlöndin hafa söðlað um í stefnu sinni í málefnum hælisleitenda. Sterkur samhljómur er með Dönum og Norðmönnum í þessum málum. Nýja stefnan felst í að veita fólki hjálp með atbeina alþjóðlegra stofnana. Styðja beri við fólk á heimaslóð þar sem fé nýtist sem best og gagnast sem flestum og taka við kvótaflóttamönnum í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Hælisleitendur sæki um í móttökustöðvum utan Evrópu. Þetta kemur skýrt fram í stefnu danska jafnaðarmannaflokksins sem mætti þýða sem Réttlát og raunhæf - Heildaráætlun um danska útlendingastefnu. Stjórnarsáttmáli norsku ríkisstjórnarinnar er skýr um þetta. Danskir stjórnarandstöðuþingmenn, t.d. úr mið-hægriflokknum Venstre, ráku á eftir efndum af hálfu ríkisstjórnarinnar í umræðum í þjóðþinginu undir lok liðins árs. Stefnan mistök – kerfið hrunið Danski jafnaðarmannaflokkurinn segir fólk á flótta setja sig í lífshættu þar sem menn af misjöfnu sauðahúsi hagnist um stórfé á ógæfu annarra. Tíu þúsund börn, konur og karlar hafa farist eða týnst í Miðjarðarhafinu. Þessi harmleikur kalli á réttlátara hælisleitendakerfi. Danski forsætisráðherrann, Mette Fredriksen, segir stefnu fortíðar mistök. Hún segir evrópska hælisleitendakerfið hrunið. Hér á landi sækja sexfalt fleiri um hæli en í Danmörku og Noregi. Þessar tölur Útlendingastofnunar bera vitni um að við höfum orðið viðskila við Norðurlöndin. Íslenskir ráðamenn geta ekki látið sem þeir hafa ekki tekið eftir stefnubreytingu Norðurlanda í málaflokknum. Í þoku Málaflokkurinn kom til umræðu á Alþingi í vikunni í tilefni af frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Þingmenn gagnrýndu frumvarpið fyrir að fela í sér skilaboð um að hér væri vænlegt að sækja um hæli. Yfirlýsing um að hælisleitendur standi jafnfætis kvótaflóttamönnum gæti verið vatn á myllu glæpamanna sem selja ferðir á manndrápsfleytum yfir Miðjarðarhafið með stefnu á þau lönd sem sýnast opnust. Ráðherrann þóttist lítið skilja og spurði eins og í þoku hvort þingmenn vildu ekki að fólk fengi námskeið í íslensku. Kostnaður vegna frumvarpsins er ekki rakinn til aukinnar íslenskukennslu. Þessi framganga ráðherrans er óboðleg. Honum ber að taka málefnið alvarlega og taka mið af reynslu nágrannaþjóða. Danir í frelsisbaráttu (já, þið lásuð rétt) Vönduð og ítarleg stefnuyfirlýsing danska jafnaðarmannaflokksins liggur til grundvallar stefnu ríkisstjórnar flokksins í málaflokknum. Lokakafli yfirlýsingarinnar í fimm liðum ber athyglisverða yfirskrift, Hin nýja frelsisbarátta (Den nye frihedskamp). Aðskilnaði hafnað Fyrst segir að danskt samfélag njóti góðs af mörgum þeirra sem komið hafi til landsins í áranna rás. Margir standi sig vel, hafi lært dönsku, menntað sig, séu í vinnu og taki undir dönsk gildi, m.a. lýðræði og jafnrétti kynjanna, eins og rakið er í skjalinu. Þeir séu Danir. En því miður hafi of margir komið til Danmerkur án þess að verða hluti af samfélaginu. Þessu vilji jafnaðarmenn breyta og vilji Danmörku sem reist sé á samfélagi. Aðskilnaði er hafnað. Allir eigi að leggja fram til samfélagsins og styðja lýðræðisleg gildi. Enginn eigi að lifa í hliðarsamfélagi utan hins danska samfélags (d. parallelsamfund). Skylda eigi alla innflytjendur sem njóti bóta til að leggja fram til samfélagsins eins og nánar er rakið í yfirlýsingunni. Í öðru lagi segir að binda eigi enda á opinber framlög til svonefndra frískóla utan danska skólakerfisins. Segir að ýmis dæmi séu um að slíkir skólar stuðli að hliðarsamfélögum þar sem gildi aðrar leikreglur en í skólakerfinu og dönsku samfélagi. Þar sé drengjum og stúlkum ekki gert jafn hátt undir höfði og nemendum bannað að eiga danska vini. Í þriðja lagi vilja danskir jafnaðarmenn að börn læri dönsku og dönsk gildi frá blautu barnsbeini. Öll börn eigi að skrá í ungbarnaleikskóla frá eins árs aldri. Í fjórða lagi vilja danskir jafnaðarmenn að talsmenn trúarsafnaða kunni skil á danskri tungu, löggjöf og menningu og að þeir viðurkenni undirstöðugildi um lýðræði, jafnrétti og frelsi. Um prédikanir ríki gagnsæi og þær séu aðgengilegar á danskri tungu. Í fimmta lagi minna danskir jafnaðarmenn á að Danmörk er reist á traustum lýðræðislegum réttindum eins og tjáningar-, funda- og trúfrelsi. Jafnaðarmenn vilja að algjört bann verði lagt við erlendum fjárstuðningi við trúarsamfélög í Danmörku frá ríkjum sem sjálf hvorki virða né ástunda trúfrelsi. Heyra þau hvorki né sjá? Stefnuyfirlýsing danskra jafnaðarmanna dregur fram viðfangsefni sem Danir telja sig standa frammi fyrir eftir að hafa fylgt of lengi stefnu sem forsætisráðherra þeirra lýsir sem mistökum. Íslenskir ráðamenn geta ekki látið eins og þeir hafi ekki heyrt þetta. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun