Viðskipti innlent

Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar

Kristján Már Unnarsson skrifar
Brúin styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra. Í forgrunni má sjá hvar núverandi vegur hlykkjast upp á Hjallaháls. Við ströndina neðst til hægri má sjá veglínuna í átt að Teigsskógi.
Brúin styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra. Í forgrunni má sjá hvar núverandi vegur hlykkjast upp á Hjallaháls. Við ströndina neðst til hægri má sjá veglínuna í átt að Teigsskógi. Vegagerðin

Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta boð í þverun Þorskafjarðar en tilboð voru opnuð í gær. Þetta er eitt stærsta verk sem Vegagerðin býður út í ár en tilboð Suðurverks hljóðaði upp á 2.237 milljónir króna. Það reyndist 158 milljónum, eða 7,6 prósentum, yfir kostnaðaráætlun upp á 2.078 milljónir króna.

Fimm verktakar buðu í verkið en næstlægsta boð átti Þróttur ehf. á Akranesi, upp á 2.265 milljónir króna, eða 28 milljónum hærra en boð Suðurverks. Aðrir bjóðendur voru ÞG verktakar, Ístak og Íslenskir aðalverktakar, sem áttu hæsta boð, upp á 2.946 milljónir króna, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Horft inn Þorskafjörð. Áformað er að framkvæmdir hefjist í kringum næstu páska, um mánaðamótin mars - apríl.Egill Aðalsteinsson

Verkið sem kallast Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Kinnarstaðir – Þórisstaðir, er hluti hinnar umdeildu vegagerðar um Teigsskóg og felst í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 2,7 kílómetra kafla yfir Þorskafjörð. Innifalið í verkinu er bygging 260 metra langrar brúar á Þorskafjörð. Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 2024.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði um verkið:

Suðurverk hefur mikla reynslu af vegagerð á Vestfjörðum. Fyrirtækið er nýbúið að ljúka gerð Dýrafjarðarganga í samstarfi við tékkneska verktakann Metrostav og vinnur núna, sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka, að lagningu nýs vegar í Arnarfirði, milli Dynjanda og Mjólkárvirkjunar.

Suðurverk hefur áður þverað firði á Vestfjarðavegi. Við norðanverðan Breiðafjörð brúaði Suðurverk bæði Kjálkafjörð og Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði á árunum 2012 til 2014. Hér má sjá fréttir af þeirri vegagerð:


Tengdar fréttir

Þverun Þorskafjarðar boðin út en ósamið um Teigsskóg

Vegagerðin auglýsti í dag eitt stærsta útboðsverk ársins, þverun Þorskafjarðar. Óvissa ríkir þó um næstu áfanga þar sem ekki hafa náðst samningar við landeigendur í Teigsskógi. Í Reykhólahreppi sjá menn fram á ný atvinnutækifæri með framkvæmdunum.

Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda

Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka.

Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit

Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,88
84
1.509.460
LEQ
1,07
3
1.561
EIK
1,02
9
162.021
ORIGO
0,87
6
8.077
MAREL
0,79
42
399.998

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,53
5
5.773
BRIM
-2,18
11
121.698
REITIR
-1,2
9
30.241
EIM
-1,01
11
119.722
SKEL
-0,94
2
5.998
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.