Alvarlega vannærðum börnum fjölgar hratt í Jemen Heimsljós 15. febrúar 2021 09:59 UNICEF Bráðavannæring kemur til með að aukast um 16 prósent frá því í fyrra í Jemen. Mannúðarstofnanir þurfa aukinn stuðning til að bregðast við. „Það að svöngum börnum í Jemen fjölgi enn ætti að vekja okkur öll til aðgerða. Fleiri börn munu deyja að óþörfu á hverjum degi sem líður án þess að við bregðumst við. Mannúðarstofnanir þurfa nauðsynlega, og nú þegar, aukinn stuðning og óhindraðan aðgang að þessum samfélögum til að geta bjargað lífi þessara barna,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. Bráðavannæring kemur til með að aukast um 16 prósent frá því í fyrra í Jemen og alvarleg bráðavannæring barna yngri en fimm ára eykst um 22 prósent. Þetta merkir að hartnær 2,3 milljónir jemenskra barna undir fimm ára aldri koma til með að glíma við bráðavannæringu á þessu ári. Reikna má með að 400 þúsund þeirra fái alvarlega bráðavannæringu sem getur dregið þau til dauða án nauðsynlegrar meðhöndlunar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), Barnahjálpar Sameinuðu þjóðarinnar (UNICEF), Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Í skýrslunni –Integrated Food Security Phase Classification (IPC) Acute Malnutrition – segir að þetta sé hæsta hlutfall alvarlegrar bráðavannæringar barna sem skráð hefur verið síðan átökin í Jemen hófust árið 2015. „Vannæring dregur verulega úr líkamlegum og andlegum þroska barna á fyrstu tveimur árum ævi þeirra og getur leitt af sér bæði heilsutengd og félagsleg vandamál sem fylgt geta börnum út lífið,“ segir í frétt UNICEF. Það að takast á við vannæringu og koma í veg fyrir hana hjá börnum byrjar á heilsu móðurinnar. Því lýsa stofnanirnar yfir miklum áhyggjum af því að á árinu sé horft fram á að 1,2 milljónir barnshafandi kvenna og kvenna með barn á brjósti í Jemen glími við vannæringu á árinu Áralöng stríðsátök og efnahagsþrengingar, heimsfaraldur COVID-19 og minnkandi fjárframlög til alþjóðlegra mannúðarstofnana hafa komið verulega illa við jaðarsett samfélög í Jemen. „Þessar niðurstöður eru enn eitt neyðarkallið frá Jemen þar sem hvert vannært barn táknar fjölskyldu sem berst í bökkum við að halda lífi. Neyðarástandið í Jemen er eitruð blanda stríðs, efnahagshruns og fjárskorts til að veita þeim sem verst standa nauðsynlega lífsbjörg. En það er til lausn við hungri, það er fæða og næring og að binda enda á ofbeldið. Ef við bregðumst við NÚNA, þá er enn tími til að binda enda á þjáningar jemenskra barna,“ segir David Beasley, framkvæmdastjóri WFP. Upplýsingar um neyðarsöfnun UNICEF eru hér en einnig er hægt að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 og gefa 1900 krónur. Sú upphæð samsvarar rúmlega tveggja vikna meðferð við vannæringu fyrir eitt barn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Innlent Íslendingur horfir fram á 24 ár í fangelsi til viðbótar Innlent Réðst á ferðamann og rændi hann Innlent Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Erlent Kýldi tvo lögregluþjóna í andlitið Innlent „Þetta má aldrei gerast aftur“ Innlent Farið lent en fararnir urðu eftir Erlent Sundlauginni lokað vegna alvarlegrar bilunar Innlent Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Innlent Smali slasaðist við smalamennsku Innlent
„Það að svöngum börnum í Jemen fjölgi enn ætti að vekja okkur öll til aðgerða. Fleiri börn munu deyja að óþörfu á hverjum degi sem líður án þess að við bregðumst við. Mannúðarstofnanir þurfa nauðsynlega, og nú þegar, aukinn stuðning og óhindraðan aðgang að þessum samfélögum til að geta bjargað lífi þessara barna,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. Bráðavannæring kemur til með að aukast um 16 prósent frá því í fyrra í Jemen og alvarleg bráðavannæring barna yngri en fimm ára eykst um 22 prósent. Þetta merkir að hartnær 2,3 milljónir jemenskra barna undir fimm ára aldri koma til með að glíma við bráðavannæringu á þessu ári. Reikna má með að 400 þúsund þeirra fái alvarlega bráðavannæringu sem getur dregið þau til dauða án nauðsynlegrar meðhöndlunar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), Barnahjálpar Sameinuðu þjóðarinnar (UNICEF), Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Í skýrslunni –Integrated Food Security Phase Classification (IPC) Acute Malnutrition – segir að þetta sé hæsta hlutfall alvarlegrar bráðavannæringar barna sem skráð hefur verið síðan átökin í Jemen hófust árið 2015. „Vannæring dregur verulega úr líkamlegum og andlegum þroska barna á fyrstu tveimur árum ævi þeirra og getur leitt af sér bæði heilsutengd og félagsleg vandamál sem fylgt geta börnum út lífið,“ segir í frétt UNICEF. Það að takast á við vannæringu og koma í veg fyrir hana hjá börnum byrjar á heilsu móðurinnar. Því lýsa stofnanirnar yfir miklum áhyggjum af því að á árinu sé horft fram á að 1,2 milljónir barnshafandi kvenna og kvenna með barn á brjósti í Jemen glími við vannæringu á árinu Áralöng stríðsátök og efnahagsþrengingar, heimsfaraldur COVID-19 og minnkandi fjárframlög til alþjóðlegra mannúðarstofnana hafa komið verulega illa við jaðarsett samfélög í Jemen. „Þessar niðurstöður eru enn eitt neyðarkallið frá Jemen þar sem hvert vannært barn táknar fjölskyldu sem berst í bökkum við að halda lífi. Neyðarástandið í Jemen er eitruð blanda stríðs, efnahagshruns og fjárskorts til að veita þeim sem verst standa nauðsynlega lífsbjörg. En það er til lausn við hungri, það er fæða og næring og að binda enda á ofbeldið. Ef við bregðumst við NÚNA, þá er enn tími til að binda enda á þjáningar jemenskra barna,“ segir David Beasley, framkvæmdastjóri WFP. Upplýsingar um neyðarsöfnun UNICEF eru hér en einnig er hægt að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 og gefa 1900 krónur. Sú upphæð samsvarar rúmlega tveggja vikna meðferð við vannæringu fyrir eitt barn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Innlent Íslendingur horfir fram á 24 ár í fangelsi til viðbótar Innlent Réðst á ferðamann og rændi hann Innlent Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Erlent Kýldi tvo lögregluþjóna í andlitið Innlent „Þetta má aldrei gerast aftur“ Innlent Farið lent en fararnir urðu eftir Erlent Sundlauginni lokað vegna alvarlegrar bilunar Innlent Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Innlent Smali slasaðist við smalamennsku Innlent