Borche: Allir 50/50 dómar féllu með Njarðvík Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 20:45 Borche var ekki hrifinn af dómgæslunni í kvöld. vísir/daníel Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var mjög ósáttur með stórt tap sinna manna í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Lokatölur 96-80 heimamönnum í vil sem höfðu fyrir leik ekki unnið í þremur leikjum í röð. „Við komum mjög flatir til leiks og vorum með allt annað í huga fyrir leikinn. Ég skil að innkoma Zvonko Buljan í liðið hefur áhrif og breytir einhverju hjá okkur en almennt séð þurfa leikmenn að taka meiri ábyrgð. Leikskipulagið fór í vaskinn og við virkuðum stressaðir í upphafi,“ sagði Borche eftir tapið í kvöld. „Njarðvík komst yfir strax í upphafi og við urðum stressaðir, í staðinn fyrir að róa leikinn niður og halda skipulagi þá fórum við að taka einhver fáránleg skot.“ Ekki beint ánægður með dómgæslu leiksins „Ég kvarta venjulega ekki yfir dómurunum en báðir ungu dómararnir voru, ég veit ekki. Allir 50/50 dómar féllu með Njarðvík. Mögulega þarf ég að horfa aftur á leikinn en ég er ekki ánægður með hvernig þeir dæmdu, tæknivillan á mig var til dæmis ástæðulaus,“ bætti Borche við en tók þó fram að frammistaða dómaranna væri aukaatriði í heildarmynd leiksins. Danero Thomas í villuvandræðum „Það hafði mikil áhrif. Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið, sérstaklega í vörninni, og þegar hann settist á bekkinn þurftum við að breyta ýmsu. Villurnar sem hann fékk voru grunsamlegar, ég þarf að skoða það betur. Það hætti ekki þar heldur hélt það áfram með alla 50/50 boltana. Það var harka gegn Zvonko og stundum dæmdu þeir of seint.“ ÍR liðið skoraði tvær af þremur þriggja stiga körfum sínum á síðustu mínútu leiksins, voru með nýtinguna 1/20 fyrir utan línunna fram að því. „Þetta skiptir auðvitað máli, skottölfræðin okkar var slök. Sumir ungu strákanna, eins og Sigvaldi, hann þarf að einbeita sér betur að vörninni í staðinn fyrir að hugsa um hve mörg stig hann er búinn að skora.“ „Við fáum núna tvær vikur til að undirbúa okkur. Við erum búnir að leika tvo leiki á útivelli í röð núna sem er erfitt. Ég var bjartsýnn fyrir leikinn en það sem gerðist er gert núna. Við fáum núna tíma til að undirbúa okkur fyrir seinni hluta mótsins,“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla ÍR Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Sjá meira
„Við komum mjög flatir til leiks og vorum með allt annað í huga fyrir leikinn. Ég skil að innkoma Zvonko Buljan í liðið hefur áhrif og breytir einhverju hjá okkur en almennt séð þurfa leikmenn að taka meiri ábyrgð. Leikskipulagið fór í vaskinn og við virkuðum stressaðir í upphafi,“ sagði Borche eftir tapið í kvöld. „Njarðvík komst yfir strax í upphafi og við urðum stressaðir, í staðinn fyrir að róa leikinn niður og halda skipulagi þá fórum við að taka einhver fáránleg skot.“ Ekki beint ánægður með dómgæslu leiksins „Ég kvarta venjulega ekki yfir dómurunum en báðir ungu dómararnir voru, ég veit ekki. Allir 50/50 dómar féllu með Njarðvík. Mögulega þarf ég að horfa aftur á leikinn en ég er ekki ánægður með hvernig þeir dæmdu, tæknivillan á mig var til dæmis ástæðulaus,“ bætti Borche við en tók þó fram að frammistaða dómaranna væri aukaatriði í heildarmynd leiksins. Danero Thomas í villuvandræðum „Það hafði mikil áhrif. Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið, sérstaklega í vörninni, og þegar hann settist á bekkinn þurftum við að breyta ýmsu. Villurnar sem hann fékk voru grunsamlegar, ég þarf að skoða það betur. Það hætti ekki þar heldur hélt það áfram með alla 50/50 boltana. Það var harka gegn Zvonko og stundum dæmdu þeir of seint.“ ÍR liðið skoraði tvær af þremur þriggja stiga körfum sínum á síðustu mínútu leiksins, voru með nýtinguna 1/20 fyrir utan línunna fram að því. „Þetta skiptir auðvitað máli, skottölfræðin okkar var slök. Sumir ungu strákanna, eins og Sigvaldi, hann þarf að einbeita sér betur að vörninni í staðinn fyrir að hugsa um hve mörg stig hann er búinn að skora.“ „Við fáum núna tvær vikur til að undirbúa okkur. Við erum búnir að leika tvo leiki á útivelli í röð núna sem er erfitt. Ég var bjartsýnn fyrir leikinn en það sem gerðist er gert núna. Við fáum núna tíma til að undirbúa okkur fyrir seinni hluta mótsins,“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla ÍR Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Sjá meira