Sýndarfrelsi Gunnar Dan Wiium skrifar 12. febrúar 2021 11:01 Þau sprauta okkur mörg í einu, fljót að því, metnaður í þessu. Og þarna sitjum við, hlýðin, ábyrg. Orðin svo samdauna að við kannski erum búin að gleyma afhverju við erum þar sem við erum. Við viljum bara hætta að óttast, við viljum það við köllum frelsi. Við viljum frelsi en samt ekki alveg, því, við megum ekki efast, eigum ekki að spyrja, við megum vera með eða eiga í hættu að verða dæmd og útskúfuð. Í Danmörku er talað um sérstakt bólusetningarvegabréf, hálfgerð viðbót við hitt vegabréfið sem við flest eigum. Vegabréfið sem segir að við tilheyrum, eigum heima. Án vegabréfs er ég réttindarlaus, hættulegur, skítugur. Ég talaði við einn að mínum besta vinum í gærkvöld sem er danskur ríkisborgari. Hann velur að taka ekki við bólusetningu gegn Covid. Það er val sem hann hefur, en sem komið er. En nýja “vegabréfið” sem hann svo ekki mun búa yfir fyrir vikið mun mögulega þrengja að honum í nánustu framtíð. Tónleikar, viðburðir, veitingastaðir, flugferðir osfr. Fyrirtæki að mér skilst munu hafa heimild til að nýta sér þessi takmörkunar vegabréfsúrræði. Svo, hann hefur eflaust val gagnvart bólusetningu en frelsi hans til að ferðast innan samfélags, hans eigin samfélags verður að öllum líkindum skert að talsverðu leiti. Konan mín er farin að setja upp aðstæður í okkar samræðum varðandi fjölskyldufrí. Hvað ef, hvað ef, mun ég, þessi “óábyrgi, sjálfselski, eiginhagsmunaseggur” ekki getað ferðast til útlanda svona til dæmis með fjölskyldunni nema taka við bólusetningu? Verð ég dæmdur og híddur kannski, frelsissviptur og nauðungabólusettur? Ég bý yfir skoðunum og viðhorfum sem ég deili mismikið útávið eftir því hver ásetningurinn er. Ég ætlaði mér ekki að fara útí þessa laug en ef ég myndi gera það yrði skoðun mín svohljóðandi. Mín viðhorf og mínar hugmyndir hvað þetta varðar er að Covid19 er lífstíls sjúkdómur, þá er ég ekki einu sinni að tala um veiruna sem slíka. Ég er að tala um upprunnan, ég er að tala um þessa skertu samkennd okkar manna í garð dýra og náttúru. Meðhöndlun okkar og ofbeldi gagnvart dýrum færir okkur Covid ásamt öllum mögulegum öðrum veirum. Og við meðhöndlum þessar veirur sem sjúkdóma í stað einkenna og afleiðingar sjúkdóms. Við viljum engu breyta, ég vill kjöt þegar ég vill, ég vill blóð og flesk þegar ég vill, ég vill, ég vill. Ég vill ferðast til útlanda 3svar ári þegar ég vill, ég vill, ég vill. Kannski viljum við bara of mikið og afleiðing þess er skerðing. Ég er tilbúin í þessa skerðingu. Ég er tilbúin að hækka tíðni mína með sjósundi og kuldaböðum, heimaræktuðum hráhamp, grænmetisfæðu miðuðum kost, hreyfingu, hreinu lofti, núvitund, samkennd - 360 gráður, þjónustu útávið, andlegum þroska, minimalisma og sjálfbærni. Ég er tilbúin að þiggja Covid ef það er raunin, ég er tilbúin að veikjast, deyja ef það er raunin, ég er tilbúin að taka því sem birtist svo lengi sem það er ekki í formi trúarbragða og blindri trú á fjöldaframleidd bóluefni við yfirborðseinkennum sjúkdóms við ekki þorum að horfast í augu við sem heild. Annars er ég alltaf til í góð og flott partý. Ég er með þessum viðhorfum mínum ekki að gagnrýna þá sem þyggja bólusetningar, hver gerir sitt útfrá sínum hugmyndum og sinni sannfæringu. En vá hvað ég vona að valið verði í alvörunni frjálst en ekki dulbúið sem eitthvað annað en það raunverulega er. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þau sprauta okkur mörg í einu, fljót að því, metnaður í þessu. Og þarna sitjum við, hlýðin, ábyrg. Orðin svo samdauna að við kannski erum búin að gleyma afhverju við erum þar sem við erum. Við viljum bara hætta að óttast, við viljum það við köllum frelsi. Við viljum frelsi en samt ekki alveg, því, við megum ekki efast, eigum ekki að spyrja, við megum vera með eða eiga í hættu að verða dæmd og útskúfuð. Í Danmörku er talað um sérstakt bólusetningarvegabréf, hálfgerð viðbót við hitt vegabréfið sem við flest eigum. Vegabréfið sem segir að við tilheyrum, eigum heima. Án vegabréfs er ég réttindarlaus, hættulegur, skítugur. Ég talaði við einn að mínum besta vinum í gærkvöld sem er danskur ríkisborgari. Hann velur að taka ekki við bólusetningu gegn Covid. Það er val sem hann hefur, en sem komið er. En nýja “vegabréfið” sem hann svo ekki mun búa yfir fyrir vikið mun mögulega þrengja að honum í nánustu framtíð. Tónleikar, viðburðir, veitingastaðir, flugferðir osfr. Fyrirtæki að mér skilst munu hafa heimild til að nýta sér þessi takmörkunar vegabréfsúrræði. Svo, hann hefur eflaust val gagnvart bólusetningu en frelsi hans til að ferðast innan samfélags, hans eigin samfélags verður að öllum líkindum skert að talsverðu leiti. Konan mín er farin að setja upp aðstæður í okkar samræðum varðandi fjölskyldufrí. Hvað ef, hvað ef, mun ég, þessi “óábyrgi, sjálfselski, eiginhagsmunaseggur” ekki getað ferðast til útlanda svona til dæmis með fjölskyldunni nema taka við bólusetningu? Verð ég dæmdur og híddur kannski, frelsissviptur og nauðungabólusettur? Ég bý yfir skoðunum og viðhorfum sem ég deili mismikið útávið eftir því hver ásetningurinn er. Ég ætlaði mér ekki að fara útí þessa laug en ef ég myndi gera það yrði skoðun mín svohljóðandi. Mín viðhorf og mínar hugmyndir hvað þetta varðar er að Covid19 er lífstíls sjúkdómur, þá er ég ekki einu sinni að tala um veiruna sem slíka. Ég er að tala um upprunnan, ég er að tala um þessa skertu samkennd okkar manna í garð dýra og náttúru. Meðhöndlun okkar og ofbeldi gagnvart dýrum færir okkur Covid ásamt öllum mögulegum öðrum veirum. Og við meðhöndlum þessar veirur sem sjúkdóma í stað einkenna og afleiðingar sjúkdóms. Við viljum engu breyta, ég vill kjöt þegar ég vill, ég vill blóð og flesk þegar ég vill, ég vill, ég vill. Ég vill ferðast til útlanda 3svar ári þegar ég vill, ég vill, ég vill. Kannski viljum við bara of mikið og afleiðing þess er skerðing. Ég er tilbúin í þessa skerðingu. Ég er tilbúin að hækka tíðni mína með sjósundi og kuldaböðum, heimaræktuðum hráhamp, grænmetisfæðu miðuðum kost, hreyfingu, hreinu lofti, núvitund, samkennd - 360 gráður, þjónustu útávið, andlegum þroska, minimalisma og sjálfbærni. Ég er tilbúin að þiggja Covid ef það er raunin, ég er tilbúin að veikjast, deyja ef það er raunin, ég er tilbúin að taka því sem birtist svo lengi sem það er ekki í formi trúarbragða og blindri trú á fjöldaframleidd bóluefni við yfirborðseinkennum sjúkdóms við ekki þorum að horfast í augu við sem heild. Annars er ég alltaf til í góð og flott partý. Ég er með þessum viðhorfum mínum ekki að gagnrýna þá sem þyggja bólusetningar, hver gerir sitt útfrá sínum hugmyndum og sinni sannfæringu. En vá hvað ég vona að valið verði í alvörunni frjálst en ekki dulbúið sem eitthvað annað en það raunverulega er. Höfundur er smíðakennari.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun