Viðskipti innlent

Nýju húsi ætlað að hafa sterka skír­­skotun í yfir­­bragð gamla hrað­frysti­hússins

Atli Ísleifsson skrifar
Húsið muni standa á norðvesturjaðri lóðarinnar og þannig halda stöðu sinni sem „órjúfanlegur hluti af þeirri borgarmynd Reykjavíkur sem snýr til sjávar“.
Húsið muni standa á norðvesturjaðri lóðarinnar og þannig halda stöðu sinni sem „órjúfanlegur hluti af þeirri borgarmynd Reykjavíkur sem snýr til sjávar“. Kurtogpí

Fimm byggingar munu rísa á lóðinni við Kirkjusand 2 í Reykjavík þar sem nú er að finna gamla Íslandsbankahúsið sem senn verður rifið. Arkitektastofan Kurtogpí varð hlutskörpust í samkeppni um nýja byggð á reitnum.

Sagt er frá tillögunni á vefnum kirkjusandur.is. Íslandsbankahúsið var rýmt í byrjun árs 2017 eftir upp komst um rakaskemmdir og síðar kom í ljós að það væri það illa farið að þörf væri á að rífa húsið. 

Slíkt hafi kallað á heildarendurskoðun á lóðinni, en uppbygging hefur verið í gangi á gömlu Strætólóðinni, suður af reit Íslandsbankahússins, síðustu ár. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúðabygginga og atvinnuhúsinu á svæðinu.

Úr tillögu Kurtogpí. Fyrir miðju má sjá endurbyggt Íslandsbankahús sem mun þjóna nýju hlutverki. Á bak við húsið er Sæbraut og sjórinn.Kurtogpí

Í vinningstillögunni er gert ráð fyrir Íslandsbankahúsið, sem var upphaflega hraðfrystihús, verði endurbyggt sem íbúðarhús og beri „hið endurbyggða hús sterk einkenni gamla frystihússins hvort sem er í mælikvarða, samsetningu eða efniskennd,“ líkt og segir í tillögunni.

Húsið muni standa á norðvesturjaðri lóðarinnar og þannig halda stöðu sinni sem „órjúfanlegur hluti af þeirri borgarmynd Reykjavíkur sem snýr til sjávar“. Er gert ráð fyrir að það verði sex hæðir, með þjónustu á jarðhæð en íbúðum á efri hæðum. Alls verði þar að finna 75 íbúðir og njóti sextíu þeirra útsýnis yfir sundin. „Á þaki hússins verður garður og leiksvæði fyrir íbúðirnar.og gróðurhús með gróðri, matjurtum o.fl.“

Lóðin sem um ræðir er í rauða hringnum.

Á uppbygging hússins að vera einföld, burðarkerfið skýrt, með reglulegan hrynjanda og endurteknum opnunum á útveggjum sem hafi „sterka skírskotun í yfirbragð gamla hússins og iðnaðarbygginga þess tíma.“

Samkeppnin var haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, en fyrir henni stóð þróunarsjóðurinn Langbrók sem er í stýringu hjá Íslandssjóðum og lóðarhafi á Kirkjusandi 2. Forsögn samkeppninnar var unnin í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SVN
1,43
24
402.586
BRIM
1,3
12
99.563
REITIR
1,23
12
62.743
SJOVA
1,11
17
159.704
EIK
0,86
7
43.452

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,03
48
60.556
EIM
-1,64
12
114.477
ORIGO
-1,48
5
302
ICESEA
-1
7
120.684
SYN
-0,77
15
41.667
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.