Í bómull núna en gæti orðið hvalreki fyrir íslenska handboltalandsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 09:31 Þorsteinn Leó Gunnarsson er spennandi leikmaður ekki síst þar sem hann er tilbúinn að leggja mikið á sig til að verða enn betri. S2 Sport Þorsteinn Leó Gunnarsson er nafn sem handboltaáhugafólk getur farið að leggja á minnið. Þjálfari hans hjá Aftureldingu vissu ekkert um hvaða efni hann var að fá í hendurnar þegar hann tók við Mosfellsbæjarliðinu í sumar. „Ég hafði aldrei séð hann áður þegar ég mætti á mína fyrstu æfingu í Mosfellsbænum. Ég skal bara viðurkenna það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar um hinn átján ára gamla Þorsteinn Leó Gunnarsson. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði átta mörk úr aðeins tíu skotum og öll þeirra utan af velli í leik Aftureldingar og FH í fyrrakvöld. Þetta var aðeins sjötti leikur hans í Olís deild karla í handbolta. „Ég hafði heyrt eitthvað aðeins um hann en eftir að horfa á hann á einni æfingu þá boðaði ég hann á fund daginn eftir. Ég spurði hann eiginlega bara tveggja spurninga: Viltu fara alla leið? Hann sagði já. Ég spurði þá hvort hann væri tilbúinn að leggja á sig sem þarf? Hann sagði já. Svo var æfing sjö um morguninn daginn eftir og hann mætti,“ sagði Gunnar. Klippa: Gunni Magg um Þorstein Leó „Við erum með hann í bómull. Hann er búinn að lyfta aukalega þrisvar í viku og við erum búnir að styrkja hann um sjö til átta kíló af vöðvum. Við erum að byggja hann upp. Það sem hann er að sýna í leikjum er fimmtíu til sextíu prósent af því sem hann er að sýna á æfingum,“ sagði Gunnar. Þorsteinn Leó er þegar búinn að skora 26 mörk á tímabilinu en sautján þessara marka hafa litið dagsins ljós í síðustu þremur leikjum liðsins. Hann er með 65 prósent skotnýtingu og 4,3 mörk að meðaltali í leik. „Hann er miklu betri en hann sýndi í kvöld. Hann er bara stressaður og er að aðlagast þessu. Hann er bara búinn að spila einhverja sex leiki á ferlinum. Við skulum samt vera alveg róleg með hann og gefa honum tvö til þrjú ár. Við skulum leyfa honum að þroskast, leyfa honum að fá tækifæri, leyfa honum að gera mistök og leyfa honum að læra. Ég er alveg handviss að ef hann leggur áfram jafnmikið á sig og hann er búinn að gera síðustu mánuði þá verður hann hvalreki fyrir íslenska landsliðið eftir tvö til þrjú ár. Við sjáum þá þennan strák í Bundesligunni,“ sagði Gunnar. Það má sjá viðtalið við Gunnar og svipmyndir af mörkum Þorsteins Leó í myndbandinu hér fyrir ofan. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
„Ég hafði aldrei séð hann áður þegar ég mætti á mína fyrstu æfingu í Mosfellsbænum. Ég skal bara viðurkenna það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar um hinn átján ára gamla Þorsteinn Leó Gunnarsson. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði átta mörk úr aðeins tíu skotum og öll þeirra utan af velli í leik Aftureldingar og FH í fyrrakvöld. Þetta var aðeins sjötti leikur hans í Olís deild karla í handbolta. „Ég hafði heyrt eitthvað aðeins um hann en eftir að horfa á hann á einni æfingu þá boðaði ég hann á fund daginn eftir. Ég spurði hann eiginlega bara tveggja spurninga: Viltu fara alla leið? Hann sagði já. Ég spurði þá hvort hann væri tilbúinn að leggja á sig sem þarf? Hann sagði já. Svo var æfing sjö um morguninn daginn eftir og hann mætti,“ sagði Gunnar. Klippa: Gunni Magg um Þorstein Leó „Við erum með hann í bómull. Hann er búinn að lyfta aukalega þrisvar í viku og við erum búnir að styrkja hann um sjö til átta kíló af vöðvum. Við erum að byggja hann upp. Það sem hann er að sýna í leikjum er fimmtíu til sextíu prósent af því sem hann er að sýna á æfingum,“ sagði Gunnar. Þorsteinn Leó er þegar búinn að skora 26 mörk á tímabilinu en sautján þessara marka hafa litið dagsins ljós í síðustu þremur leikjum liðsins. Hann er með 65 prósent skotnýtingu og 4,3 mörk að meðaltali í leik. „Hann er miklu betri en hann sýndi í kvöld. Hann er bara stressaður og er að aðlagast þessu. Hann er bara búinn að spila einhverja sex leiki á ferlinum. Við skulum samt vera alveg róleg með hann og gefa honum tvö til þrjú ár. Við skulum leyfa honum að þroskast, leyfa honum að fá tækifæri, leyfa honum að gera mistök og leyfa honum að læra. Ég er alveg handviss að ef hann leggur áfram jafnmikið á sig og hann er búinn að gera síðustu mánuði þá verður hann hvalreki fyrir íslenska landsliðið eftir tvö til þrjú ár. Við sjáum þá þennan strák í Bundesligunni,“ sagði Gunnar. Það má sjá viðtalið við Gunnar og svipmyndir af mörkum Þorsteins Leó í myndbandinu hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira