Með fullt hús fjár Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 9. febrúar 2021 11:31 Ég er alin upp í sveit þar sem stundaður hefur verið sauðfjárbúskapur kynslóð fram af kynslóð. Foreldrar mínir eru þriðja kynslóðin sem heldur búið og hafa gert allt sitt vinnulíf, samhliða annarri vinnu líkt og þær tvær sem á undan voru. Í þá gömlu og góðu daga... Þó svo að þarna taki kynslóð við kynslóð, höfum við upplifað byltingu í starfsumhverfi sauðfjárbænda. Ég man sjálf þann tíma þegar sveitirnar fylltust af ungu og kappsömu fólki á vorin. Þau voru mætt til að taka til hendinni, því handtök bóndans voru mörg og sveitastörfin eftirsóknarverð. Veruleiki dagsins í dag er annar. Tækninni fleygir fram til sveita líkt og annar staðar. Tæki og tól hafa orðið bæði stærri og tæknivæddari en vinsældir sveitastarfanna hafa að sama skapi dvínað. Það er minna um rómantískar stundir úti í mildu sumarkvöldi á háannatíma heyskapar. Foreldrum mínum er tíðrætt um fjárans afkomuna. Hvað búskapurinn skilji eftir sig, gefi af sér. Hvernig hann hafi tryggt framfærslu fjölskyldunnar yfirleitt. En áfram gakk. Um þetta hefur þeim verið tíðrætt frá því að við vorum fimm manna fjölskylda og til dagsins í dag nú þegar foreldrar mínir sitja ein eftir í kotinu með fullt hús fjár. Fjár í merkingu bústofnar allt svo, svo ég valdi nú engum misskilningi hér. Raunverulega staðan Ég lék mér að því eina kvöldstund að teikna upp reksturinn á sambærilegu búi og ég er alin upp á. Tíndi til alla innkomu sem saman stendur af greiðslu frá ríki sem tekur mið af fjölda fjár, ærgilda og auðvitað gæðastýringar. Allt telur og allt gefur einhvern aur. Í formi beingreiðslna. Bú með um 400 ær skilar af sér um 8 tonn af kjöti ár hvert. Það er afurðin sem skapar innkomuna, lífsviðurværið og framfærsluna. Fyrir það greiðir afurðastöðin sem skipt er við um 4 milljónir. Stuðningur ríkisins í formi beingreiðslna eru svo rétt rúmlega 4 milljónir. Við þetta bætast greiðslur fyrir ull og túnhirðu upp á rúmlega hálfa milljón. Heilt yfir gefur býlið um 9 milljónir á ári, með dyggum stuðningi ríkis og afleiddu verði afurðastöðva. Þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað, þá standa eftir um 350 þúsund kr. á mánuði fyrir að reka 400 áa fjárbú. Kallast vart rekstur sem borgar sig. Þannig birtist blákaldur veruleikinn. Ríkisstyrkir og sala til afurðastöðva halda sauðfjárbændum markvisst rétt yfir atvinnuleysisbótum. Þá er ekki nema von að spurt sé hvert sé stefnt með því landbúnaðarkerfi sem við búum við í dag. Við höfum skapað landbúnaðarkerfi sem skilur lítið sem heitið getur eftir í vasa bóndans. Það er raunveruleiki sem við getum varla látið óáreittan og hljótum að vilja breyta. Þegar um þetta kerfi er staðinn vörður skyldi engan undra þó spurt sé í þágu hvers? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Landbúnaður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun 1.maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég er alin upp í sveit þar sem stundaður hefur verið sauðfjárbúskapur kynslóð fram af kynslóð. Foreldrar mínir eru þriðja kynslóðin sem heldur búið og hafa gert allt sitt vinnulíf, samhliða annarri vinnu líkt og þær tvær sem á undan voru. Í þá gömlu og góðu daga... Þó svo að þarna taki kynslóð við kynslóð, höfum við upplifað byltingu í starfsumhverfi sauðfjárbænda. Ég man sjálf þann tíma þegar sveitirnar fylltust af ungu og kappsömu fólki á vorin. Þau voru mætt til að taka til hendinni, því handtök bóndans voru mörg og sveitastörfin eftirsóknarverð. Veruleiki dagsins í dag er annar. Tækninni fleygir fram til sveita líkt og annar staðar. Tæki og tól hafa orðið bæði stærri og tæknivæddari en vinsældir sveitastarfanna hafa að sama skapi dvínað. Það er minna um rómantískar stundir úti í mildu sumarkvöldi á háannatíma heyskapar. Foreldrum mínum er tíðrætt um fjárans afkomuna. Hvað búskapurinn skilji eftir sig, gefi af sér. Hvernig hann hafi tryggt framfærslu fjölskyldunnar yfirleitt. En áfram gakk. Um þetta hefur þeim verið tíðrætt frá því að við vorum fimm manna fjölskylda og til dagsins í dag nú þegar foreldrar mínir sitja ein eftir í kotinu með fullt hús fjár. Fjár í merkingu bústofnar allt svo, svo ég valdi nú engum misskilningi hér. Raunverulega staðan Ég lék mér að því eina kvöldstund að teikna upp reksturinn á sambærilegu búi og ég er alin upp á. Tíndi til alla innkomu sem saman stendur af greiðslu frá ríki sem tekur mið af fjölda fjár, ærgilda og auðvitað gæðastýringar. Allt telur og allt gefur einhvern aur. Í formi beingreiðslna. Bú með um 400 ær skilar af sér um 8 tonn af kjöti ár hvert. Það er afurðin sem skapar innkomuna, lífsviðurværið og framfærsluna. Fyrir það greiðir afurðastöðin sem skipt er við um 4 milljónir. Stuðningur ríkisins í formi beingreiðslna eru svo rétt rúmlega 4 milljónir. Við þetta bætast greiðslur fyrir ull og túnhirðu upp á rúmlega hálfa milljón. Heilt yfir gefur býlið um 9 milljónir á ári, með dyggum stuðningi ríkis og afleiddu verði afurðastöðva. Þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað, þá standa eftir um 350 þúsund kr. á mánuði fyrir að reka 400 áa fjárbú. Kallast vart rekstur sem borgar sig. Þannig birtist blákaldur veruleikinn. Ríkisstyrkir og sala til afurðastöðva halda sauðfjárbændum markvisst rétt yfir atvinnuleysisbótum. Þá er ekki nema von að spurt sé hvert sé stefnt með því landbúnaðarkerfi sem við búum við í dag. Við höfum skapað landbúnaðarkerfi sem skilur lítið sem heitið getur eftir í vasa bóndans. Það er raunveruleiki sem við getum varla látið óáreittan og hljótum að vilja breyta. Þegar um þetta kerfi er staðinn vörður skyldi engan undra þó spurt sé í þágu hvers? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun