Stóriðjustefnan = nýju fötin keisarans Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 07:01 Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er verndun náttúrunnar haldbesta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Uppbygging orkufreks iðnaðar hefur hins vegar ekki reynst sá efnahagslegi bjargvættur sem margir halda fram. Þvert á móti reyndar. Stóriðjan á Íslandi tapaði í heild 40 milljörðum árið 2019, áður en Covid-kreppan skall á. Tapreksturinn ár eftir ár veldur því að stóriðjan greiðir ekki eðlileg gjöld í sameiginlega sjóði landsmanna. Tapreksturinn skýrist meðal annars af óhagstæðum lánum frá erlendu móðurfyrirtækjunum. Það var ferðamennskan sem rétti af efnhaginn og krónuna eftir hrun. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kynngimögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum hvað fjölbreytni varðar, enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að náttúran sé meginástæða heimsóknarinnar. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Nýr orkufrekur iðnaður efnahagslega ósjálfbær Í nýjasta tölublaði Markaðarins, viðskiptablaði Fréttablaðsins, er farið yfir tap íslenskra lífeyrissjóða og banka í tengslum við kísilverið á Bakka, - tap sem nú stendur í 11,6 milljörðum. Áður hafði íslenska ríkið lagt kísilverinu beint til 4,2 milljarða og fyrirtæki í ríkiseigu, Landsnet og Landsvirkjun hafa farið í miklar fjárfestingar vegna línulagna og byggingar orkuvers við Þeistareyki. Litlar tekjur hafa fengist á móti.Tap fyrirtækja, lífeyrissjóða og banka í eigu almennings vegna kísilversins á Bakka nálgast því annan tug milljarða. Kísilver United Silicon á Reykjkanesi stendur svo óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð og gríðarlegt fjárhagslegt tap. Íbúar í nágrenninu vilja alls ekki að það verði gangsett aftur. Lærum af reynslunni Sameiginlegir sjóðir landsmanna í víðum skilningi hafa verið nýttir til þess að greiða niður tap vegna stóriðjuhugmynda eftir hrun. Nýjustu stóriðjuframkvæmdirnar hafa því miklu fremur verið þurfalingar en efnahagslegir bjargvættir. Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Þar er óspillt náttúra okkar besti bandamaður. Við verðum að vernda íslenskrar náttúru til frambúðar. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Stöndum saman að vönduðum þjóðgarði á Hálendi Íslands. Athugasemdir Landverndar við frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð má finna hér. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Orkumál Umhverfismál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er verndun náttúrunnar haldbesta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Uppbygging orkufreks iðnaðar hefur hins vegar ekki reynst sá efnahagslegi bjargvættur sem margir halda fram. Þvert á móti reyndar. Stóriðjan á Íslandi tapaði í heild 40 milljörðum árið 2019, áður en Covid-kreppan skall á. Tapreksturinn ár eftir ár veldur því að stóriðjan greiðir ekki eðlileg gjöld í sameiginlega sjóði landsmanna. Tapreksturinn skýrist meðal annars af óhagstæðum lánum frá erlendu móðurfyrirtækjunum. Það var ferðamennskan sem rétti af efnhaginn og krónuna eftir hrun. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kynngimögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum hvað fjölbreytni varðar, enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að náttúran sé meginástæða heimsóknarinnar. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Nýr orkufrekur iðnaður efnahagslega ósjálfbær Í nýjasta tölublaði Markaðarins, viðskiptablaði Fréttablaðsins, er farið yfir tap íslenskra lífeyrissjóða og banka í tengslum við kísilverið á Bakka, - tap sem nú stendur í 11,6 milljörðum. Áður hafði íslenska ríkið lagt kísilverinu beint til 4,2 milljarða og fyrirtæki í ríkiseigu, Landsnet og Landsvirkjun hafa farið í miklar fjárfestingar vegna línulagna og byggingar orkuvers við Þeistareyki. Litlar tekjur hafa fengist á móti.Tap fyrirtækja, lífeyrissjóða og banka í eigu almennings vegna kísilversins á Bakka nálgast því annan tug milljarða. Kísilver United Silicon á Reykjkanesi stendur svo óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð og gríðarlegt fjárhagslegt tap. Íbúar í nágrenninu vilja alls ekki að það verði gangsett aftur. Lærum af reynslunni Sameiginlegir sjóðir landsmanna í víðum skilningi hafa verið nýttir til þess að greiða niður tap vegna stóriðjuhugmynda eftir hrun. Nýjustu stóriðjuframkvæmdirnar hafa því miklu fremur verið þurfalingar en efnahagslegir bjargvættir. Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Þar er óspillt náttúra okkar besti bandamaður. Við verðum að vernda íslenskrar náttúru til frambúðar. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Stöndum saman að vönduðum þjóðgarði á Hálendi Íslands. Athugasemdir Landverndar við frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð má finna hér. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun