Það er engin skeið Björn Hákon Sveinsson skrifar 8. febrúar 2021 11:31 Heilbrigðisstarfsfólk leitast alla daga við að finna orsakir einkenna og sjúkdóma fólks og meðhöndla eftir bestu getu. Fólk leitar skýringa til þeirra á einkennum, oft á tíðum sársauka, sem það ræður ekki við og treystir á fagfólkið til að finna orsakirnar. Í tilfellum sársauka getur verið flókið mál að finna orsakirnar því á sama tíma og skilningi okkar á sársauka hefur fleygt fram síðasta áratuginn eða tvo hefur einnig orðið flóknara að greina orsakir hans. Áður fyrr unnu heilbrigðisstéttir eftir svokölluðu líffræðilegu módeli (e. biomedical model) þar sem grunnkenningin var sú að öll líkamleg einkenni ættu orsakir sínar í líffræðinni, líkamanum. Í dag vitum við að sársauki er margþætt upplifun og á orsakir sínar í hinu líkamlega (e. bio), hinu andlega (e. psycho) og hinu félagslega (e. social) umhverfi einstaklingsins. Nú til dags er því unnið eftir svokölluðu lífsálfélagslegu líkani (e. biopsychosocial model). Það gerir okkur hins vegar oft erfiðara fyrir að greina orsakir sársauka því nú þurfa sjúkraþjálfarar til dæmis að þekkja áhrif andlegra og félagslegra vandamála á sársaukaupplifun einstaklings með bakvandamál. Þetta eru flókin og oft erfið mál að ræða við skjólstæðinga. Sérstaklega þar sem sjúkraþjálfarar og aðrar heilbrigðisstéttir fá oft ekki sérstaka þjálfun til að ræða erfið andleg og félagsleg vandamál við skjólstæðinga sína. Því er oft einfaldasta og auðveldasta lausnin að skella illa rökstuddri einkennagreiningu á fólk með flókin vandamál. Vöðvabólga er einmitt það, einkennagreining. Fólk kemur til okkar með sársauka í ofanverðu baki, í herðum og mögulega hálsi og höfði. Því líður eins og vöðvarnir í kring séu stífir, þoli lítið álag og ef þetta hefur verið langvarandi ástand eru þeir mögulega svolítið þykkir. Yfirleitt fær fólk með þessi einkenni greiningu um vöðvabólgu frá sjúkraþjálfara, lækni eða öðru heilbrigðisstarfsfólki. Ef bólga væri í raun að valda þessum einkennum gætum við útrýmt henni með nokkurra daga skammti af sterkum bólgueyðandi lyfjum en því miður myndi það ekki gera meira gagn en að gefa sterkan skammt af smartís í heila viku. Einkennagreiningar hafa það því miður oft í för með sér að við meðhöndlum einkennin en ekki orsökina. Fólk kemur til heilbrigðisstarfsfólks eins og sjúkraþjálfara með vöðvabólgugreiningu og við reynum að nudda “bólguna” úr þeim, leiðrétta líkamsstöðu þess með því að þrýsta á hrygginn á því eða stinga það endurtekið til að lina sársaukann. Ekkert af þessu mun þó vinna á orsökunum og því mun fólk ekki verða betra til lengri tíma litið. Í besta falli mun því líða tímabundið betur og verður síðan háð þessari einkennameðferð. Háð nuddinu eða hnykkingunum, festist í vítahring skammvinnar vellíðan og versnunar. Líkt og leikmaður sem lendir alltaf í slöngunni og stiganum til skiptis í slönguspilnu. Tilefni greinarinnar er þessi frétt Vísis um konu sem fékk vöðvabólgugreiningu á fleiri en einum stað en endaði á því að vera hætt komin vegna heilablæðingar innan fárra daga. Nú vil ég síst af öllu valda ofálagi á bráðamóttökuna með því að sem nokkurn tímann hafa fengið vöðvabólgugreiningu að hópast á Landspítalann Fossvoginum. Mér finnst líklegt að í 0,0000-eitthvað prósent skipta sem einhver fær vöðvabólgugreiningu sé orsökin raunverulega alvarleg. Mig langar hins vegar til að biðja kollega mína í heilbrigðisgeiranum til að hætta að skella vöðvabólgustimpli á skjólstæðinga án frekari útskýringa. Það er einföldun sem hjálpar engum. Og til almennings: Næst þegar einhver greinir ykkur með vöðvabólgu án þess að leita frekari orsaka. Gerið sjálfum ykkur greiða og leitið annað. Þess er vert að geta að til er sjúkdómur sem heitir Myositis og er yfirleitt kallaður vöðvaþroti til aðgreiningar en einnig vöðvabólga. Það má segja að það sé hin raunverulega vöðvabólga en hún herjar helst á mjaðmasvæði og axlir/hendur og veldur t.d. erfiðleikum við að ganga upp tröppur og lyfta höndum yfir axlir. Greining Myositis er m.a. staðfest með vefjasýnum úr húð og vöðvum (sjá nánar hér). Myositis á því ekki að rugla saman við þá vöðvabólgu sem um ræðir í þessari grein og mætti útskýra sem “óskilgreinda vöðvaverki”. Raunverulegar orsakir þeirra einkenna sem um ræðir í þessari grein og fá daglega vöðbabólgu stimpilinn geta hins vegar verið allt frá streitu, áföllum, svefnleysi, vinnu- eða fjölskyldutengdu álagi yfir í einhæft líkamlegt álag eða almennt hreyfingarleysi og allt þar á milli. Orsakirnar leiða svo af sér einkenni sem eru talin stafa af því að taugakerfið leyfir vöðvunum ekki þann slaka sem þeir þurfa til að fá hvíld. Vöðvarnir verða því sífellt í meiri grunnspennu en æskilegt er og það þrengir að æðum sem minnkar næringarflæði til vöðvanna og flutning úrgangsefna frá þeim (sjá nánar hér). Þannig eiga vöðvarnir það til að þrútna með tímanum og tilfinningin er eins og þeir séu bólgnir. Svolítið eins og fjölskylda í timburhúsi þar sem vatnsflæði er skert og fráfall er of hægt. Á endanum verður fólkið vannært, húsið fyllist af úrgangi, veggirnir þrútna og fjölskylda á kafi í skólpi byrjar að orga á hjálp. Þá er rosa þægilegt ef einhver kemur og hnykkir fullorðna fólkinu, setur heita bakstra á börnin og nuddar hundinn en fljótlega verður lífið í skólpinu ömurlegt aftur. Höfundur er sjúkraþjálfari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstarfsfólk leitast alla daga við að finna orsakir einkenna og sjúkdóma fólks og meðhöndla eftir bestu getu. Fólk leitar skýringa til þeirra á einkennum, oft á tíðum sársauka, sem það ræður ekki við og treystir á fagfólkið til að finna orsakirnar. Í tilfellum sársauka getur verið flókið mál að finna orsakirnar því á sama tíma og skilningi okkar á sársauka hefur fleygt fram síðasta áratuginn eða tvo hefur einnig orðið flóknara að greina orsakir hans. Áður fyrr unnu heilbrigðisstéttir eftir svokölluðu líffræðilegu módeli (e. biomedical model) þar sem grunnkenningin var sú að öll líkamleg einkenni ættu orsakir sínar í líffræðinni, líkamanum. Í dag vitum við að sársauki er margþætt upplifun og á orsakir sínar í hinu líkamlega (e. bio), hinu andlega (e. psycho) og hinu félagslega (e. social) umhverfi einstaklingsins. Nú til dags er því unnið eftir svokölluðu lífsálfélagslegu líkani (e. biopsychosocial model). Það gerir okkur hins vegar oft erfiðara fyrir að greina orsakir sársauka því nú þurfa sjúkraþjálfarar til dæmis að þekkja áhrif andlegra og félagslegra vandamála á sársaukaupplifun einstaklings með bakvandamál. Þetta eru flókin og oft erfið mál að ræða við skjólstæðinga. Sérstaklega þar sem sjúkraþjálfarar og aðrar heilbrigðisstéttir fá oft ekki sérstaka þjálfun til að ræða erfið andleg og félagsleg vandamál við skjólstæðinga sína. Því er oft einfaldasta og auðveldasta lausnin að skella illa rökstuddri einkennagreiningu á fólk með flókin vandamál. Vöðvabólga er einmitt það, einkennagreining. Fólk kemur til okkar með sársauka í ofanverðu baki, í herðum og mögulega hálsi og höfði. Því líður eins og vöðvarnir í kring séu stífir, þoli lítið álag og ef þetta hefur verið langvarandi ástand eru þeir mögulega svolítið þykkir. Yfirleitt fær fólk með þessi einkenni greiningu um vöðvabólgu frá sjúkraþjálfara, lækni eða öðru heilbrigðisstarfsfólki. Ef bólga væri í raun að valda þessum einkennum gætum við útrýmt henni með nokkurra daga skammti af sterkum bólgueyðandi lyfjum en því miður myndi það ekki gera meira gagn en að gefa sterkan skammt af smartís í heila viku. Einkennagreiningar hafa það því miður oft í för með sér að við meðhöndlum einkennin en ekki orsökina. Fólk kemur til heilbrigðisstarfsfólks eins og sjúkraþjálfara með vöðvabólgugreiningu og við reynum að nudda “bólguna” úr þeim, leiðrétta líkamsstöðu þess með því að þrýsta á hrygginn á því eða stinga það endurtekið til að lina sársaukann. Ekkert af þessu mun þó vinna á orsökunum og því mun fólk ekki verða betra til lengri tíma litið. Í besta falli mun því líða tímabundið betur og verður síðan háð þessari einkennameðferð. Háð nuddinu eða hnykkingunum, festist í vítahring skammvinnar vellíðan og versnunar. Líkt og leikmaður sem lendir alltaf í slöngunni og stiganum til skiptis í slönguspilnu. Tilefni greinarinnar er þessi frétt Vísis um konu sem fékk vöðvabólgugreiningu á fleiri en einum stað en endaði á því að vera hætt komin vegna heilablæðingar innan fárra daga. Nú vil ég síst af öllu valda ofálagi á bráðamóttökuna með því að sem nokkurn tímann hafa fengið vöðvabólgugreiningu að hópast á Landspítalann Fossvoginum. Mér finnst líklegt að í 0,0000-eitthvað prósent skipta sem einhver fær vöðvabólgugreiningu sé orsökin raunverulega alvarleg. Mig langar hins vegar til að biðja kollega mína í heilbrigðisgeiranum til að hætta að skella vöðvabólgustimpli á skjólstæðinga án frekari útskýringa. Það er einföldun sem hjálpar engum. Og til almennings: Næst þegar einhver greinir ykkur með vöðvabólgu án þess að leita frekari orsaka. Gerið sjálfum ykkur greiða og leitið annað. Þess er vert að geta að til er sjúkdómur sem heitir Myositis og er yfirleitt kallaður vöðvaþroti til aðgreiningar en einnig vöðvabólga. Það má segja að það sé hin raunverulega vöðvabólga en hún herjar helst á mjaðmasvæði og axlir/hendur og veldur t.d. erfiðleikum við að ganga upp tröppur og lyfta höndum yfir axlir. Greining Myositis er m.a. staðfest með vefjasýnum úr húð og vöðvum (sjá nánar hér). Myositis á því ekki að rugla saman við þá vöðvabólgu sem um ræðir í þessari grein og mætti útskýra sem “óskilgreinda vöðvaverki”. Raunverulegar orsakir þeirra einkenna sem um ræðir í þessari grein og fá daglega vöðbabólgu stimpilinn geta hins vegar verið allt frá streitu, áföllum, svefnleysi, vinnu- eða fjölskyldutengdu álagi yfir í einhæft líkamlegt álag eða almennt hreyfingarleysi og allt þar á milli. Orsakirnar leiða svo af sér einkenni sem eru talin stafa af því að taugakerfið leyfir vöðvunum ekki þann slaka sem þeir þurfa til að fá hvíld. Vöðvarnir verða því sífellt í meiri grunnspennu en æskilegt er og það þrengir að æðum sem minnkar næringarflæði til vöðvanna og flutning úrgangsefna frá þeim (sjá nánar hér). Þannig eiga vöðvarnir það til að þrútna með tímanum og tilfinningin er eins og þeir séu bólgnir. Svolítið eins og fjölskylda í timburhúsi þar sem vatnsflæði er skert og fráfall er of hægt. Á endanum verður fólkið vannært, húsið fyllist af úrgangi, veggirnir þrútna og fjölskylda á kafi í skólpi byrjar að orga á hjálp. Þá er rosa þægilegt ef einhver kemur og hnykkir fullorðna fólkinu, setur heita bakstra á börnin og nuddar hundinn en fljótlega verður lífið í skólpinu ömurlegt aftur. Höfundur er sjúkraþjálfari
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun