Finnur Freyr: Staðan er áhyggjuefni Benedikt Grétarsson skrifar 7. febrúar 2021 21:51 Finnur Freyr Stefánsson var ekki sáttur eftir tapið fyrir Haukum. vísir/hulda margrét „Við komum flatir, þungir og hægir út í leikinn eins og hefur oft verið raunin í undanförnum leikjum. Við gröfum okkur ansi stóra holu í tvígang en náum að koma til baka í bæði skiptin. Haukarnir gera bara vel að standa af sér storminn þegar við erum að nálgast. Við eyðum bara of mikilli orku í þessi tvö áhlaup og náum svo ekki að fylgja því eftir,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir 85-78 tap gegn Haukum þegar liðin mættust í Ólafssal. Finnur hafði nokkrar skýringar á tapinu. „Við vorum daprir sóknarlega á löngum köflum og fengum aðallega líf frá Miguel Cardoso sem náði að skora og skapa eitthvað fyrir okkur. Vörnin þeirra hertist og við náum bara ekki að búa okkur til nógu góð skot undir lokin.“ Er óhætt að nota „arfaslakt“ til að lýsa frammistöðu Vals í fyrsta leikhluta? „Arfaslakt er hárrétt orð fyrir þessa frammistöðu.“ sagði Finnur hreinskilinn og bætti við að meiðsli Kristófers Acox hefðu svo sannarlega ekki hjálpað í þessum slag. „Hann er bara búinn að vera tæpur og gat ekki spilað síðasta leik. Við gerðum okkur vonir að hann gæti spilað þennan leik en hann fær verk í kálfann stuttu fyrir leik. Við ákváðum að prófa hann en það sást bara strax í byrjun að hann var ekki leikfær og kannski vitleysa hjá okkur að reyna að þjösnast á honum. Kannski hafði þetta einhver áhrif á byrjunina hjá okkur, það var vont að missa hann út.“ Valsmenn blésu í herlúðra fyrir tímabil en gengið hefur ekki verið gott. Er staða liðsins áhyggjuefni? „Já, að sjálfsögðu. Það er fyrst og fremst spilamennskan sem er áhyggjuefni myndi ég segja. Deildin er gríðarlega jöfn og við erum bara búnir að vera slakir í alltof mörgum leikjum, Það er stóra áhyggjuefnið og við þurfum að nýta landsleikjahléið mjög vel. Fyrst þurfum við samt að byrja á því að mæta stemmdari í næsta leik, gegn Keflavík á föstudaginn,“ sagði Finnur að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Valur Dominos-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Finnur hafði nokkrar skýringar á tapinu. „Við vorum daprir sóknarlega á löngum köflum og fengum aðallega líf frá Miguel Cardoso sem náði að skora og skapa eitthvað fyrir okkur. Vörnin þeirra hertist og við náum bara ekki að búa okkur til nógu góð skot undir lokin.“ Er óhætt að nota „arfaslakt“ til að lýsa frammistöðu Vals í fyrsta leikhluta? „Arfaslakt er hárrétt orð fyrir þessa frammistöðu.“ sagði Finnur hreinskilinn og bætti við að meiðsli Kristófers Acox hefðu svo sannarlega ekki hjálpað í þessum slag. „Hann er bara búinn að vera tæpur og gat ekki spilað síðasta leik. Við gerðum okkur vonir að hann gæti spilað þennan leik en hann fær verk í kálfann stuttu fyrir leik. Við ákváðum að prófa hann en það sást bara strax í byrjun að hann var ekki leikfær og kannski vitleysa hjá okkur að reyna að þjösnast á honum. Kannski hafði þetta einhver áhrif á byrjunina hjá okkur, það var vont að missa hann út.“ Valsmenn blésu í herlúðra fyrir tímabil en gengið hefur ekki verið gott. Er staða liðsins áhyggjuefni? „Já, að sjálfsögðu. Það er fyrst og fremst spilamennskan sem er áhyggjuefni myndi ég segja. Deildin er gríðarlega jöfn og við erum bara búnir að vera slakir í alltof mörgum leikjum, Það er stóra áhyggjuefnið og við þurfum að nýta landsleikjahléið mjög vel. Fyrst þurfum við samt að byrja á því að mæta stemmdari í næsta leik, gegn Keflavík á föstudaginn,“ sagði Finnur að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Valur Dominos-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira