Finnur Freyr: Staðan er áhyggjuefni Benedikt Grétarsson skrifar 7. febrúar 2021 21:51 Finnur Freyr Stefánsson var ekki sáttur eftir tapið fyrir Haukum. vísir/hulda margrét „Við komum flatir, þungir og hægir út í leikinn eins og hefur oft verið raunin í undanförnum leikjum. Við gröfum okkur ansi stóra holu í tvígang en náum að koma til baka í bæði skiptin. Haukarnir gera bara vel að standa af sér storminn þegar við erum að nálgast. Við eyðum bara of mikilli orku í þessi tvö áhlaup og náum svo ekki að fylgja því eftir,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir 85-78 tap gegn Haukum þegar liðin mættust í Ólafssal. Finnur hafði nokkrar skýringar á tapinu. „Við vorum daprir sóknarlega á löngum köflum og fengum aðallega líf frá Miguel Cardoso sem náði að skora og skapa eitthvað fyrir okkur. Vörnin þeirra hertist og við náum bara ekki að búa okkur til nógu góð skot undir lokin.“ Er óhætt að nota „arfaslakt“ til að lýsa frammistöðu Vals í fyrsta leikhluta? „Arfaslakt er hárrétt orð fyrir þessa frammistöðu.“ sagði Finnur hreinskilinn og bætti við að meiðsli Kristófers Acox hefðu svo sannarlega ekki hjálpað í þessum slag. „Hann er bara búinn að vera tæpur og gat ekki spilað síðasta leik. Við gerðum okkur vonir að hann gæti spilað þennan leik en hann fær verk í kálfann stuttu fyrir leik. Við ákváðum að prófa hann en það sást bara strax í byrjun að hann var ekki leikfær og kannski vitleysa hjá okkur að reyna að þjösnast á honum. Kannski hafði þetta einhver áhrif á byrjunina hjá okkur, það var vont að missa hann út.“ Valsmenn blésu í herlúðra fyrir tímabil en gengið hefur ekki verið gott. Er staða liðsins áhyggjuefni? „Já, að sjálfsögðu. Það er fyrst og fremst spilamennskan sem er áhyggjuefni myndi ég segja. Deildin er gríðarlega jöfn og við erum bara búnir að vera slakir í alltof mörgum leikjum, Það er stóra áhyggjuefnið og við þurfum að nýta landsleikjahléið mjög vel. Fyrst þurfum við samt að byrja á því að mæta stemmdari í næsta leik, gegn Keflavík á föstudaginn,“ sagði Finnur að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Valur Dominos-deild karla Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Finnur hafði nokkrar skýringar á tapinu. „Við vorum daprir sóknarlega á löngum köflum og fengum aðallega líf frá Miguel Cardoso sem náði að skora og skapa eitthvað fyrir okkur. Vörnin þeirra hertist og við náum bara ekki að búa okkur til nógu góð skot undir lokin.“ Er óhætt að nota „arfaslakt“ til að lýsa frammistöðu Vals í fyrsta leikhluta? „Arfaslakt er hárrétt orð fyrir þessa frammistöðu.“ sagði Finnur hreinskilinn og bætti við að meiðsli Kristófers Acox hefðu svo sannarlega ekki hjálpað í þessum slag. „Hann er bara búinn að vera tæpur og gat ekki spilað síðasta leik. Við gerðum okkur vonir að hann gæti spilað þennan leik en hann fær verk í kálfann stuttu fyrir leik. Við ákváðum að prófa hann en það sást bara strax í byrjun að hann var ekki leikfær og kannski vitleysa hjá okkur að reyna að þjösnast á honum. Kannski hafði þetta einhver áhrif á byrjunina hjá okkur, það var vont að missa hann út.“ Valsmenn blésu í herlúðra fyrir tímabil en gengið hefur ekki verið gott. Er staða liðsins áhyggjuefni? „Já, að sjálfsögðu. Það er fyrst og fremst spilamennskan sem er áhyggjuefni myndi ég segja. Deildin er gríðarlega jöfn og við erum bara búnir að vera slakir í alltof mörgum leikjum, Það er stóra áhyggjuefnið og við þurfum að nýta landsleikjahléið mjög vel. Fyrst þurfum við samt að byrja á því að mæta stemmdari í næsta leik, gegn Keflavík á föstudaginn,“ sagði Finnur að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Valur Dominos-deild karla Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira