Áttu rétt? Indriði Stefánsson skrifar 6. febrúar 2021 15:31 Þegar upp koma ágreiningsmál milli aðila getur komið til þess að útkljá þurfi þau fyrir dómi. Því miður er það svo að kostnaður við að sækja mál fyrir dómstólum getur orðið nokkuð hár. Jafnframt getur verið dýrt að verja rétt sinn fyrir dómi. Margir eru hreinlega ekki með fjárhagslega burði til að reka mál fyrir rétti. Afleiðingin er sú að það búa einfaldlega ekki allir við sömu réttarvernd. Smákröfudómstóll Víða erlendis er til sérstakt dómsstig þar sem teknar eru fyrir minni fjárkröfur og dómari úrskurðar um niðurstöðu málsins. Tilgangurinn er að aðilar málsins geti rekið málið sjálfir án aðkomu lögmanna. Þannig er hægt að halda kostnaði málsaðila í algjöru lágmarki. Með því væri hægt að leysa deilur sem varða minni fjárkröfur sem réttlæta ekki þann kostnað sem hlýst af því að fara með mál fyrir aðra dómstóla. Hópmálsóknir Önnur leið til að taka á þessum vanda er að auka möguleika fólks á því að fara í hópmálsókn. Séu aðilar máls margir gætu þeir þannig tekið sig saman og deilt kostnaðinum af málsókninni. Þrátt fyrir að hér á landi séu fyrir hendi möguleikar á hópmálsókn er það fremur fátítt. Nýleg dæmi eru meðal annars hópur fólks sem varð fyrir háttsemi Procar svo og viðskiptavinir smálánafyrirtækja.Það væri áhugavert að greina hvers vegna fólk nýtir sér ekki hópmálsóknir í meira mæli. hugsanlega mætti útvíkka möguleika hagsmunasamtaka til þátttöku í hópmálsóknum. Kærunefndir Annar möguleiki á úrlausn eru kærunefndir innan stjórnsýslunnar. Nú þegar eru skipaðar ýmsar kærunefndir sem hægt er að leita til um úrskurði í ákveðnum málaflokkum. Tryggja þarf að úrskurðir kærunefnda séu bindandi og farið sé eftir niðurstöðunni. Einnig mætti hugsa sér að koma á fót fleiri kærunefndum, sérstaklega í málaflokkum sem brýnt er að mál fái umfjöllun og niðurstöðu, svo sem meiðyrði og ágreiningur um fasteignakaup. Friðsamleg úrlausn ágreiningsefna Einn grundvöllur okkar samfélags er friðsamleg úrlausn ágreiningsefna. Þegar fáir hafa möguleika á að leita slíkra lausna grefur það undan trausti fólks á samfélaginu. Við hljótum líka að gera kröfu til þess að á milli borgara landsins ríki jafnrétti, að það sé jafnvægi í möguleikum fólks til að sækja og verja rétt sinn. Í það minnsta ætti það að vera á færi flestra, en ekki bara lítils hluta landsmanna. Við hljótum að geta gert betur. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningar 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Dómsmál Indriði Stefánsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Þegar upp koma ágreiningsmál milli aðila getur komið til þess að útkljá þurfi þau fyrir dómi. Því miður er það svo að kostnaður við að sækja mál fyrir dómstólum getur orðið nokkuð hár. Jafnframt getur verið dýrt að verja rétt sinn fyrir dómi. Margir eru hreinlega ekki með fjárhagslega burði til að reka mál fyrir rétti. Afleiðingin er sú að það búa einfaldlega ekki allir við sömu réttarvernd. Smákröfudómstóll Víða erlendis er til sérstakt dómsstig þar sem teknar eru fyrir minni fjárkröfur og dómari úrskurðar um niðurstöðu málsins. Tilgangurinn er að aðilar málsins geti rekið málið sjálfir án aðkomu lögmanna. Þannig er hægt að halda kostnaði málsaðila í algjöru lágmarki. Með því væri hægt að leysa deilur sem varða minni fjárkröfur sem réttlæta ekki þann kostnað sem hlýst af því að fara með mál fyrir aðra dómstóla. Hópmálsóknir Önnur leið til að taka á þessum vanda er að auka möguleika fólks á því að fara í hópmálsókn. Séu aðilar máls margir gætu þeir þannig tekið sig saman og deilt kostnaðinum af málsókninni. Þrátt fyrir að hér á landi séu fyrir hendi möguleikar á hópmálsókn er það fremur fátítt. Nýleg dæmi eru meðal annars hópur fólks sem varð fyrir háttsemi Procar svo og viðskiptavinir smálánafyrirtækja.Það væri áhugavert að greina hvers vegna fólk nýtir sér ekki hópmálsóknir í meira mæli. hugsanlega mætti útvíkka möguleika hagsmunasamtaka til þátttöku í hópmálsóknum. Kærunefndir Annar möguleiki á úrlausn eru kærunefndir innan stjórnsýslunnar. Nú þegar eru skipaðar ýmsar kærunefndir sem hægt er að leita til um úrskurði í ákveðnum málaflokkum. Tryggja þarf að úrskurðir kærunefnda séu bindandi og farið sé eftir niðurstöðunni. Einnig mætti hugsa sér að koma á fót fleiri kærunefndum, sérstaklega í málaflokkum sem brýnt er að mál fái umfjöllun og niðurstöðu, svo sem meiðyrði og ágreiningur um fasteignakaup. Friðsamleg úrlausn ágreiningsefna Einn grundvöllur okkar samfélags er friðsamleg úrlausn ágreiningsefna. Þegar fáir hafa möguleika á að leita slíkra lausna grefur það undan trausti fólks á samfélaginu. Við hljótum líka að gera kröfu til þess að á milli borgara landsins ríki jafnrétti, að það sé jafnvægi í möguleikum fólks til að sækja og verja rétt sinn. Í það minnsta ætti það að vera á færi flestra, en ekki bara lítils hluta landsmanna. Við hljótum að geta gert betur. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningar 2021.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun