Haukar ekki að íhuga þjálfaraskipti og ætla að styrkja liðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. febrúar 2021 10:00 Haukar eru með vindinn í fangið þessa dagana. vísir/vilhelm Þrátt fyrir sex töp í röð og vera á botni Domino's deildar karla eru Haukar ekki af baki dottnir, hafa trú á þjálfaranum Israel Martin og ætlar að styrkja leikmannahópinn fyrir átökin sem framundan eru. „Fyrir tímabilið höfðum við þær væntingar að geta verið í efri helmingi deildarinnar. Topp sex var það sem við vildum allavega vera öruggir í,“ sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi. Hann segir að Haukar hafi þó ekki spennt bogann of hátt í ljósi allrar óvissunar sem ríkti fyrir tímabilið. „Miðað við þær forsendur sem við gáfum okkur í upphafi fórum við samt ofsalega varlega. Við vissum ekkert hvernig þetta tímabil myndi fara, vissum ekkert hvaða styrktaraðilar yrðu með okkur og hvernig fjáröflunarverkefni myndu fara. Við keyptum ekki dýrustu útlendingana í upphafi tímabils en gerðum okkur samt vonir um að keppa um sæti í efri helmingi deildarinnar. En það hefur ýmislegt fallið gegn okkur í þessu.“ Allir þjálfarar dæmdir eftir genginu Bragi segir að Haukar styðji við bakið á Israel Martin. „Við berum mjög mikla virðingu fyrir Israel og hann hefur gert mjög margt gott hérna. En auðvitað er það þannig að allir þjálfarar eru á endanum dæmdir eftir gengi liðsins. Gengið er slæmt en við erum samt ekki á þeim buxunum að húrra því frá okkur sem við höfum byggt upp. Við erum ekki að skoða það eins og er að láta Israel fara. Við viljum frekar koma undir hann liði,“ sagði Bragi. Haukar hafa leikið án bandarísks leikmann í undanförnum sjö leikjum, eða síðan keppni hófst á ný. Haukar voru búnir að fá Earvin Lee Mooris og bundu miklar vonir við hann en hann hefur ekkert leikið með liðinu vegna meiðsla. Aldrei verið með fullt lið „Við höfðum miklar væntingar til hans og það er afskaplega vont að spila í fimm manna liði með besta skorarann úti. Israel hefur í raun aldrei verið með fullt lið til að spila á. Við viljum frekar dæma hann af hans verkum þegar hann er með lið í höndunum sem er samkeppnishæft,“ sagði Bragi. Haukar búast við að kynna nýjan bandarískan leikmann á næstu dögum. „Við erum að klára samning við Bandaríkjamann og hann kemur um leið og pappírsvinnan er klár,“ sagði Bragi. Umræddur Bandaríkjamaður byrjar að öllu eðlilegu að spila eftir landsleikjahléið en fyrsti leikur Hauka eftir það er gegn Þór á heimavelli 28. febrúar. Þetta er atvinnumannadeild Haukar ætla að styrkja sig enn frekar því ekkert annað sé í boði að sögn Braga. „Svo erum við klárlega að skoða fleiri styrkingar gegn minni eigin sannfæringu. Þetta er bara atvinnumannadeild í dag. Við þurfum bara að ákveða hvort við ætlum að taka þátt í þessu eða ekki,“ sagði Bragi. „Það er ekkert endanlega ákveðið í þessu en það eru allar líkur á að við mætum með töluvert öðruvísi uppsetningu eftir hlé.“ Ætla að bíta frá sér Haukar ætla að gera allt til að halda sér í Domino's deildinni segir Bragi. „Við ætlum að bíta frá okkur af öllu afli og keppa í þessari deild. Það þarf að draga mig niður öskrandi og sparkandi. Það verður slegist af fullri hörku fyrir veru okkar í deildinni og helst að skríða inn í úrslitakeppnina.“ Haukar mæta Val í Ólafssal klukkan 19:15 annað kvöld. Líkt og Haukum hefur Valsmönnum gengið illa að undanförnu og tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
„Fyrir tímabilið höfðum við þær væntingar að geta verið í efri helmingi deildarinnar. Topp sex var það sem við vildum allavega vera öruggir í,“ sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi. Hann segir að Haukar hafi þó ekki spennt bogann of hátt í ljósi allrar óvissunar sem ríkti fyrir tímabilið. „Miðað við þær forsendur sem við gáfum okkur í upphafi fórum við samt ofsalega varlega. Við vissum ekkert hvernig þetta tímabil myndi fara, vissum ekkert hvaða styrktaraðilar yrðu með okkur og hvernig fjáröflunarverkefni myndu fara. Við keyptum ekki dýrustu útlendingana í upphafi tímabils en gerðum okkur samt vonir um að keppa um sæti í efri helmingi deildarinnar. En það hefur ýmislegt fallið gegn okkur í þessu.“ Allir þjálfarar dæmdir eftir genginu Bragi segir að Haukar styðji við bakið á Israel Martin. „Við berum mjög mikla virðingu fyrir Israel og hann hefur gert mjög margt gott hérna. En auðvitað er það þannig að allir þjálfarar eru á endanum dæmdir eftir gengi liðsins. Gengið er slæmt en við erum samt ekki á þeim buxunum að húrra því frá okkur sem við höfum byggt upp. Við erum ekki að skoða það eins og er að láta Israel fara. Við viljum frekar koma undir hann liði,“ sagði Bragi. Haukar hafa leikið án bandarísks leikmann í undanförnum sjö leikjum, eða síðan keppni hófst á ný. Haukar voru búnir að fá Earvin Lee Mooris og bundu miklar vonir við hann en hann hefur ekkert leikið með liðinu vegna meiðsla. Aldrei verið með fullt lið „Við höfðum miklar væntingar til hans og það er afskaplega vont að spila í fimm manna liði með besta skorarann úti. Israel hefur í raun aldrei verið með fullt lið til að spila á. Við viljum frekar dæma hann af hans verkum þegar hann er með lið í höndunum sem er samkeppnishæft,“ sagði Bragi. Haukar búast við að kynna nýjan bandarískan leikmann á næstu dögum. „Við erum að klára samning við Bandaríkjamann og hann kemur um leið og pappírsvinnan er klár,“ sagði Bragi. Umræddur Bandaríkjamaður byrjar að öllu eðlilegu að spila eftir landsleikjahléið en fyrsti leikur Hauka eftir það er gegn Þór á heimavelli 28. febrúar. Þetta er atvinnumannadeild Haukar ætla að styrkja sig enn frekar því ekkert annað sé í boði að sögn Braga. „Svo erum við klárlega að skoða fleiri styrkingar gegn minni eigin sannfæringu. Þetta er bara atvinnumannadeild í dag. Við þurfum bara að ákveða hvort við ætlum að taka þátt í þessu eða ekki,“ sagði Bragi. „Það er ekkert endanlega ákveðið í þessu en það eru allar líkur á að við mætum með töluvert öðruvísi uppsetningu eftir hlé.“ Ætla að bíta frá sér Haukar ætla að gera allt til að halda sér í Domino's deildinni segir Bragi. „Við ætlum að bíta frá okkur af öllu afli og keppa í þessari deild. Það þarf að draga mig niður öskrandi og sparkandi. Það verður slegist af fullri hörku fyrir veru okkar í deildinni og helst að skríða inn í úrslitakeppnina.“ Haukar mæta Val í Ólafssal klukkan 19:15 annað kvöld. Líkt og Haukum hefur Valsmönnum gengið illa að undanförnu og tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira