Snorri Steinn: Hann dró verulega úr okkur tennurnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. febrúar 2021 22:07 Valsmennirnir hans Snorra Steins Guðjónssonar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum. vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, sagði að sínir menn hefðu einfaldlega ekki verið nógu góðir í tapinu fyrir Selfossi í kvöld. „Það vantaði smá gæði, skora úr færunum og meiri takt í sókninni,“ sagði Snorri. Þrátt fyrir sex marka tap hrósaði þjálfarinn sínum mönnum fyrir hugarfarið, þótt það hefði ekki fleytt þeim langt í kvöld. „Ég er auðvitað hundfúll að tapa leik og það er eitthvað sem við sættum okkur ekki við. Við viljum ekki tapa með sex mörkum á heimavelli en ég ætla samt að hrósa þeim aðeins. Ég sá glitta í anda og neista hjá mínum mönnum og þeir börðumst allan leikinn og vildu þetta. En Selfoss var bara betri en við í dag. Hann [Vilius Rasima] varði töluvert í markinu,“ sagði Snorri. „Auðvitað áttum við augnablik þar sem við gátum látið leikinn snúast okkur í vil en við vorum ekki nógu góðir. Við vorum að elta allan leikinn og Selfoss vann verðskuldað.“ Umræddur Rasimas fór mikinn í marki Selfoss og varð 21 skot (48 prósent), mörg hver úr dauðafærum. Snorri segir að frammistaða hans hafi þó ekki verið eini munurinn á Selfoss og Val í kvöld. „Það er of mikil einföldun. Það eru margir í þessu Selfossliði sem eru góðir. Þeir spiluðu sterka vörn og voru þéttir. Við vorum í vandræðum með að leysa það og gerðum of mörg mistök. En klárlega dró hann verulega úr okkur tennurnar. Hann var með margar dúndurvörslur, sérstaklega á þessum kafla þar sem við vorum við það að snúa þessu okkur í hag,“ sagði Snorri. Valur hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. „Ef ég tapa einum leik hef ég áhyggjur, þannig að ef ég tapa tveimur hef ég líka áhyggjur,“ sagði Snorri að lokum. Olís-deild karla Valur UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Selfoss 24-30 | Rasimas rosalegur í sigri Selfyssinga á Hlíðarenda Selfoss vann öruggan sex marka sigur á Val, 24-30, í fyrsta leik sínum í Olís-deild karla í 125 daga. 3. febrúar 2021 21:39 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Sjá meira
„Það vantaði smá gæði, skora úr færunum og meiri takt í sókninni,“ sagði Snorri. Þrátt fyrir sex marka tap hrósaði þjálfarinn sínum mönnum fyrir hugarfarið, þótt það hefði ekki fleytt þeim langt í kvöld. „Ég er auðvitað hundfúll að tapa leik og það er eitthvað sem við sættum okkur ekki við. Við viljum ekki tapa með sex mörkum á heimavelli en ég ætla samt að hrósa þeim aðeins. Ég sá glitta í anda og neista hjá mínum mönnum og þeir börðumst allan leikinn og vildu þetta. En Selfoss var bara betri en við í dag. Hann [Vilius Rasima] varði töluvert í markinu,“ sagði Snorri. „Auðvitað áttum við augnablik þar sem við gátum látið leikinn snúast okkur í vil en við vorum ekki nógu góðir. Við vorum að elta allan leikinn og Selfoss vann verðskuldað.“ Umræddur Rasimas fór mikinn í marki Selfoss og varð 21 skot (48 prósent), mörg hver úr dauðafærum. Snorri segir að frammistaða hans hafi þó ekki verið eini munurinn á Selfoss og Val í kvöld. „Það er of mikil einföldun. Það eru margir í þessu Selfossliði sem eru góðir. Þeir spiluðu sterka vörn og voru þéttir. Við vorum í vandræðum með að leysa það og gerðum of mörg mistök. En klárlega dró hann verulega úr okkur tennurnar. Hann var með margar dúndurvörslur, sérstaklega á þessum kafla þar sem við vorum við það að snúa þessu okkur í hag,“ sagði Snorri. Valur hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. „Ef ég tapa einum leik hef ég áhyggjur, þannig að ef ég tapa tveimur hef ég líka áhyggjur,“ sagði Snorri að lokum.
Olís-deild karla Valur UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Selfoss 24-30 | Rasimas rosalegur í sigri Selfyssinga á Hlíðarenda Selfoss vann öruggan sex marka sigur á Val, 24-30, í fyrsta leik sínum í Olís-deild karla í 125 daga. 3. febrúar 2021 21:39 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Selfoss 24-30 | Rasimas rosalegur í sigri Selfyssinga á Hlíðarenda Selfoss vann öruggan sex marka sigur á Val, 24-30, í fyrsta leik sínum í Olís-deild karla í 125 daga. 3. febrúar 2021 21:39