Rakel Dögg: Við féllum í þeirra gildru Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 22:40 Rakel Dögg er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Bára „Fyrirfram hefði þetta ekkert verið slæmt, Fram er auðvitað stærra lið en eftir fækkun leikja í deildinni þá er hver leikur svo dýrmætur og mikilvægur" sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, eftir 7 marka tap liðsins á heimavelli í kvöld Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikin eftir 7 marka tap liðsins gegn Fram eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Rakel segir að sínar stelpur hafi fallið í gryfju Framara „Það sem gerist er að það hægist á okkur sóknarlega og við dettum í þessa gildru sem Fram vildi leiða okkur í. Við fórum að sækja inn á miðju og skjóta ótímabærum skotum. Þær blokkuðu heilan helling í hávörninni hjá sér og gerðu þar markmanninum sínum auðveldara fyrir,“ sagði Rakel Dögg en Katrín Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram átti stórleik í markinu með yfir 50% markvörslu. „Svo eru náttúrulega svo rosalega grimmar að refsa í hraðaupphlaupum, ég er ekki með töluna á því en ég held að þær hafi skorað helming sinna marka í fyrstu bylgju hraðaupphlaupi.“ Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir að hafa unnið tvo sterka sigra í síðustu leikjum var við því búist að þær myndu halda áfram uppteknum hætti. „Það var rosa stemning. Við náðum þéttri og góðri vörn og við fengum hraða og gott flæði í sóknarleiknum. Það er auðvitað skrítið að segja það þegar við fáum á okkur 33 mörk en mér fannst samt meira að sóknarlega en varnarlega í dag.“ Katrín Ósk, eins og áður sagði, var Stjörnustúlkum erfið í dag en Rakel Dögg segir þó sóknarleik Stjörnunnar hafa orðið þeim að falli í þessum leik „Katrín er frábær markmaður og varði rosalega vel í dag, en við voru ekki að hjálpa til. Slæmar ákvarðanatökur í skotunum, fórum inn á miðjuna og leyfðum varnarmanninum að stýra þessu í stað þess að reyna að slíta í sundur vörnina.“ Fram stöðvaði gott gengi Stjörnunnar og segir Rakel Dögg það fyrirfram hafa verið eðlilegt að tapa fyrir Fram en núna sé það bara svekkjandi „Fyrirfram hefði þetta ekkert verið slæmt, Fram er auðvitað stærra lið en eftir fækkun leikja í deildinni þá er hver leikur svo dýrmætur og mikilvægur. Auðvitað er ég bara drullu svekkt að tapa,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikin eftir 7 marka tap liðsins gegn Fram eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Rakel segir að sínar stelpur hafi fallið í gryfju Framara „Það sem gerist er að það hægist á okkur sóknarlega og við dettum í þessa gildru sem Fram vildi leiða okkur í. Við fórum að sækja inn á miðju og skjóta ótímabærum skotum. Þær blokkuðu heilan helling í hávörninni hjá sér og gerðu þar markmanninum sínum auðveldara fyrir,“ sagði Rakel Dögg en Katrín Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram átti stórleik í markinu með yfir 50% markvörslu. „Svo eru náttúrulega svo rosalega grimmar að refsa í hraðaupphlaupum, ég er ekki með töluna á því en ég held að þær hafi skorað helming sinna marka í fyrstu bylgju hraðaupphlaupi.“ Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir að hafa unnið tvo sterka sigra í síðustu leikjum var við því búist að þær myndu halda áfram uppteknum hætti. „Það var rosa stemning. Við náðum þéttri og góðri vörn og við fengum hraða og gott flæði í sóknarleiknum. Það er auðvitað skrítið að segja það þegar við fáum á okkur 33 mörk en mér fannst samt meira að sóknarlega en varnarlega í dag.“ Katrín Ósk, eins og áður sagði, var Stjörnustúlkum erfið í dag en Rakel Dögg segir þó sóknarleik Stjörnunnar hafa orðið þeim að falli í þessum leik „Katrín er frábær markmaður og varði rosalega vel í dag, en við voru ekki að hjálpa til. Slæmar ákvarðanatökur í skotunum, fórum inn á miðjuna og leyfðum varnarmanninum að stýra þessu í stað þess að reyna að slíta í sundur vörnina.“ Fram stöðvaði gott gengi Stjörnunnar og segir Rakel Dögg það fyrirfram hafa verið eðlilegt að tapa fyrir Fram en núna sé það bara svekkjandi „Fyrirfram hefði þetta ekkert verið slæmt, Fram er auðvitað stærra lið en eftir fækkun leikja í deildinni þá er hver leikur svo dýrmætur og mikilvægur. Auðvitað er ég bara drullu svekkt að tapa,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45