Toyota byrjar árið á toppnum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. febrúar 2021 07:00 Land Cruiser 150 við útfall Jökulsár á Breiðamerkursandi. Toyota var með flestar nýskráningar nýrra bíla á Íslandi í nýliðnum janúar. En 113 nýjar Toyota bifreiðar voru nýskráðar. Kia var í öðru sæti með 63 og Mitsubishi var í þriðja sæti með 54 nýskráningar. Toyota lang mest nýskráða merkið Toyota var samtals með 113 nýskráningar en samanlagt ná Kia og Mitsubishi rétt að merja Toyota með samtals 117 nýskráningar. Toyota nýskráði jafn mikið af Land Cruiser bifreiðum og Rav4 eða 27 eintök af hvorri undirgerð. Þar á eftir kom Yaris með 20 og Hilux svo með 14. Hvað undirflokka Kia varðar var Niro sterkastur með 25 og Sportage og Stonic jafnir í öðru sæti með átta nýskráningar hvor. Nýskráðar Mitsubishi bifreiðar skiptast á tvær undirtegundir. Outlander hafði betur gegn L200 með 53 nýskráningar á móti einni L200 nýskráningu. Nýskráningar eftir orkugjöfum. Orkugjafar Dísel var sterkastur í flokki orkugjafa með 204 nýskráningar og bensín í öðru sæti með 173. Bensín tengiltvinnbílar voru þriðji mest nýskráði flokkur orkugjafa með 154 eintök. Hreinir rafbílar voru í fjórða sæti með 130. Vistvænir orkugjafar hafa betur gegn hreinum brunahreyfils bílum en 414 ökutæki voru nýskráð sem teljast ekki hreinir brunahreyfils bílar og 377 slíkur var nýskráður. Samtals Alls voru nýskráð 835 ný ökutæki í janúar í ár en þau voru 979 í janúar 2020. Það þarf að fara aftur til ársins 2014 til að finna janúarmánuð þar sem færri nýskráningar eru. Þá voru þær 701. Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent
Toyota lang mest nýskráða merkið Toyota var samtals með 113 nýskráningar en samanlagt ná Kia og Mitsubishi rétt að merja Toyota með samtals 117 nýskráningar. Toyota nýskráði jafn mikið af Land Cruiser bifreiðum og Rav4 eða 27 eintök af hvorri undirgerð. Þar á eftir kom Yaris með 20 og Hilux svo með 14. Hvað undirflokka Kia varðar var Niro sterkastur með 25 og Sportage og Stonic jafnir í öðru sæti með átta nýskráningar hvor. Nýskráðar Mitsubishi bifreiðar skiptast á tvær undirtegundir. Outlander hafði betur gegn L200 með 53 nýskráningar á móti einni L200 nýskráningu. Nýskráningar eftir orkugjöfum. Orkugjafar Dísel var sterkastur í flokki orkugjafa með 204 nýskráningar og bensín í öðru sæti með 173. Bensín tengiltvinnbílar voru þriðji mest nýskráði flokkur orkugjafa með 154 eintök. Hreinir rafbílar voru í fjórða sæti með 130. Vistvænir orkugjafar hafa betur gegn hreinum brunahreyfils bílum en 414 ökutæki voru nýskráð sem teljast ekki hreinir brunahreyfils bílar og 377 slíkur var nýskráður. Samtals Alls voru nýskráð 835 ný ökutæki í janúar í ár en þau voru 979 í janúar 2020. Það þarf að fara aftur til ársins 2014 til að finna janúarmánuð þar sem færri nýskráningar eru. Þá voru þær 701.
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent